Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2025 13:41 Efnin voru flutt með Norrænu til Seyðisfjarðar. Vísir/Jóhann K. Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands. Sakborningarnir þrír eru 62 ára gamall maður búsettur á Íslandi, 56 ára gamall ríkisborgari Dómeníska lýðveldisins og 66 ára spænskur ríkisborgari. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að lögregla hafi fundið efnin við leit í bíl þann 13. apríl sem mennirnir voru að aka frá Reykjavík að gistihúsi á Akranesi. Fram kemur að mennirnir hafi ætlað að fjarlægja efnin úr pottunum og undirbúa söludreifinguna á þessu gistiheimili. Mennirnir eru sagðir hafa skipt með sér verkum. Spánverjinn er sagður hafa flutt efnin frá Spáni til Íslands með farþegaferjunni Norrrænu, en efnin munu hafa verið falin í pottunum sem voru ofan í ferðatösku. Hann hafi komið hingað til lands, til Seyðisfjarðar, þann 9. apríl og haldið ferð sinni áfram suður með langferðabílum. Hann hafi komið til Reykjavíkur 11. apríl, og dvalið á hóteli í Lágmúla þangað til hann var sóttur tveimur dögum síðar. Þann dag er hann sagður hafa fengið fimm þúsund evrur lagðar inn á bankareikning sinn. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að taka efnin úr pottunum á Akranesi.Vísir/Arnar Dóminíkinn hafi þar áður sett sig í samband við óþekktan mann á Spáni í því skyni að útvega fíkniefnin. Síðan hafi hann afhent Spánverjanum þau, þegar þeir voru á Spáni, þann 4. apríl, og gefið honum leiðbeiningar um ferðatilhögun, og lagt út fyrir ferðakostnaði. Þá hafi hann samið við óþekktan mann um greiðslur til þeirra fyrir að flytja efnin til Íslands. Dóminíkinn mun hafa komið hingað til lands með flugi frá Madríd aðfaranótt 13 apríl. Sá sem er búsettur á Íslandi mun hafa tekið á móti honum á Keflavíkurflugvelli og ekið honum að gistihúsinu á Akranesi. Síðar sama dag hafi Dóminíkinn og sá sem er búsettur á Íslandi sótt Spánverjann á hótelið í Reykjavík, og tekið með í leiðinni vog og smelluláspoka frá öðrum stað í Reykjavík. Samkvæmt ákæru hafði sá sem er búsettur hér á landi átt í samskiptum við óþekktan mann til að útvega þessi verkfæri. Jafnframt hafi hann tekið fimm þúsund evrur úr hraðbanka dagana á undan og afhent Dóminíkanum tvö þúsund evrur sem hluta af greiðslu hans fyrir innflutninginn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að ýmsir munir verði gerðir upptækir, líkt og fíkniefnin, vog, smelluláspokar, evrurnar sem mennirnir voru með, og símar þeirra þriggja. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Norræna Akranes Reykjavík Múlaþing Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Sakborningarnir þrír eru 62 ára gamall maður búsettur á Íslandi, 56 ára gamall ríkisborgari Dómeníska lýðveldisins og 66 ára spænskur ríkisborgari. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að lögregla hafi fundið efnin við leit í bíl þann 13. apríl sem mennirnir voru að aka frá Reykjavík að gistihúsi á Akranesi. Fram kemur að mennirnir hafi ætlað að fjarlægja efnin úr pottunum og undirbúa söludreifinguna á þessu gistiheimili. Mennirnir eru sagðir hafa skipt með sér verkum. Spánverjinn er sagður hafa flutt efnin frá Spáni til Íslands með farþegaferjunni Norrrænu, en efnin munu hafa verið falin í pottunum sem voru ofan í ferðatösku. Hann hafi komið hingað til lands, til Seyðisfjarðar, þann 9. apríl og haldið ferð sinni áfram suður með langferðabílum. Hann hafi komið til Reykjavíkur 11. apríl, og dvalið á hóteli í Lágmúla þangað til hann var sóttur tveimur dögum síðar. Þann dag er hann sagður hafa fengið fimm þúsund evrur lagðar inn á bankareikning sinn. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að taka efnin úr pottunum á Akranesi.Vísir/Arnar Dóminíkinn hafi þar áður sett sig í samband við óþekktan mann á Spáni í því skyni að útvega fíkniefnin. Síðan hafi hann afhent Spánverjanum þau, þegar þeir voru á Spáni, þann 4. apríl, og gefið honum leiðbeiningar um ferðatilhögun, og lagt út fyrir ferðakostnaði. Þá hafi hann samið við óþekktan mann um greiðslur til þeirra fyrir að flytja efnin til Íslands. Dóminíkinn mun hafa komið hingað til lands með flugi frá Madríd aðfaranótt 13 apríl. Sá sem er búsettur á Íslandi mun hafa tekið á móti honum á Keflavíkurflugvelli og ekið honum að gistihúsinu á Akranesi. Síðar sama dag hafi Dóminíkinn og sá sem er búsettur á Íslandi sótt Spánverjann á hótelið í Reykjavík, og tekið með í leiðinni vog og smelluláspoka frá öðrum stað í Reykjavík. Samkvæmt ákæru hafði sá sem er búsettur hér á landi átt í samskiptum við óþekktan mann til að útvega þessi verkfæri. Jafnframt hafi hann tekið fimm þúsund evrur úr hraðbanka dagana á undan og afhent Dóminíkanum tvö þúsund evrur sem hluta af greiðslu hans fyrir innflutninginn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að ýmsir munir verði gerðir upptækir, líkt og fíkniefnin, vog, smelluláspokar, evrurnar sem mennirnir voru með, og símar þeirra þriggja.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Norræna Akranes Reykjavík Múlaþing Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira