Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2025 12:11 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er hluti af borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Hér situr hún í sal borgarstjórnar ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita flokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru. Í könnun Maskínu frá því á föstudag mælist Samfylkingin stærst flokka í Reykjavík með 29,4 prósent fylgi og bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 31,9 prósent í apríl en tapar rúmum sex prósentustigum milli kannana og mælist nú með 25 og hálft prósent. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgarstjórnarflokkinn ekki hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg sultuslök. Við höfum verið að fá mjög góða mælingu en núna fáum við eina aðeins til að brýna okkur. Það er bara mjög eðlilegt. Fyrir mitt leyti segi ég, það er oft gott að fá eina til að halda manni við efnið. Þá er sigurinn sætari seinna meir. Það er alveg enn þá svolítið í kosningar. Fínt að fá þessar stikkprufur en svo er bara ein mæling sem í raun og veru skiptir máli, og það er bara kjördagur,“ segir Ragnhildur Alda. Stefna á yfir þrjátíu prósent Rúmir tíu mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og telur Ragnhildur Alda að þrátt fyrir mikið fylgi núverandi meirihluta í könnunum, vilji fólk breytingar. „Ég held bara að þegar maður er vanur einhverju og það er orðið svo venjubundið, þá getur maður orðið smá samdauna og gleymir að það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Þannig að þeir skili árangri fyrir íbúa. Ég hugsa að þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningunum og það kemur kastljós á þessi atriði, það er mikið kastljós á þinginu núna. En núna förum við örugglega öll að beina því að borginni, þá held ég nú að... Tja, fyrir mitt leyti, ég er að fara að labba úr þessum kosningum með ekki minna en þrjátíu prósent fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit að það er eitthvað sem við ætlum að sækja og ég er kokhraust með það,“ segir Ragnhildur Alda. Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Í könnun Maskínu frá því á föstudag mælist Samfylkingin stærst flokka í Reykjavík með 29,4 prósent fylgi og bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 31,9 prósent í apríl en tapar rúmum sex prósentustigum milli kannana og mælist nú með 25 og hálft prósent. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgarstjórnarflokkinn ekki hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg sultuslök. Við höfum verið að fá mjög góða mælingu en núna fáum við eina aðeins til að brýna okkur. Það er bara mjög eðlilegt. Fyrir mitt leyti segi ég, það er oft gott að fá eina til að halda manni við efnið. Þá er sigurinn sætari seinna meir. Það er alveg enn þá svolítið í kosningar. Fínt að fá þessar stikkprufur en svo er bara ein mæling sem í raun og veru skiptir máli, og það er bara kjördagur,“ segir Ragnhildur Alda. Stefna á yfir þrjátíu prósent Rúmir tíu mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og telur Ragnhildur Alda að þrátt fyrir mikið fylgi núverandi meirihluta í könnunum, vilji fólk breytingar. „Ég held bara að þegar maður er vanur einhverju og það er orðið svo venjubundið, þá getur maður orðið smá samdauna og gleymir að það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Þannig að þeir skili árangri fyrir íbúa. Ég hugsa að þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningunum og það kemur kastljós á þessi atriði, það er mikið kastljós á þinginu núna. En núna förum við örugglega öll að beina því að borginni, þá held ég nú að... Tja, fyrir mitt leyti, ég er að fara að labba úr þessum kosningum með ekki minna en þrjátíu prósent fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit að það er eitthvað sem við ætlum að sækja og ég er kokhraust með það,“ segir Ragnhildur Alda.
Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira