Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 23:32 Verslunin er rekin í húsnæði við Breiðumörk 2 í Hveragerði. Facebook Dóróthea Gunnarsdóttir, eigandi Álnavörubúðarinnar, segir afar sorglegt að mögulega þurfi hún að loka versluninni eftir 38 ára sögu hennar. Sjálf keypti hún reksturinn 2007 og hefur rekið verslunina síðan. Eigandi húsnæðis verslunarinnar, Kjörís, sagði upp leigusamningi við hana í vikunni. „Það hefur ekki stoppað síminn í dag. Það er gott að heyra í fólki,“ segir Dóróthea en hún sagði frá lokuninni á Facebook-síðu verslunarinnar í dag. „Nú er 38 ára saga Álnavörubúðarinnar senn á enda og því blikur á lofti um framtíð búðarinnar. Við leitum því að nýju húsnæði frá og með jan-feb ´26, en húsnæðið þyrfti að vera um 250 fm. Ef einhver veit um hentugt húsnæði hér í Hveragerði vinsamlega hafið samband við mig dorotheah@simnet.is,“ sagði hún í færslunni. Hún segir marga hafa haft samband vegna húsnæðis en ekkert þeirra hafi hentað. Verið á annarri hæð eða staðsetningin ekki eitthvað sem henni hugnast. Auk þess þurfi hún að vera um 200 fermetrar „Við eigum að vera farin út í lok janúar. Ég veit ekkert hvað Kjörís ætlar að gera við húsnæðið en skil að það þurfi að taka húsnæði í gegn,“ segir Dóróthea. Mikil viðhaldsþörf Rætt var við Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjörís, á vef mbl.is um málið. Þar sagði hann óljóst hvað húsnæðið myndi vera notað í. Áður en það yrði ákveðið væri þörf á miklum og kostnaðarsömum endurbótum. Í kjölfarið verði notkunin á því metin. „Maður var að vonast til að geta verið fram til september 2026, að hafa aðeins lengri tíma til að finna eitthvað. Þetta er eldgömul búð og Hvergerðingar eru búnir að vera algjörlega ómögulegir. Ég veit ekki hvað ég er búin að fá mörg símtöl og heimsóknir í dag. Fólk er búið að reyna að selja mér húsnæði en það hentar ekki aallt. Það vill enginn misssa búðina héðan. Verslunin kallar líka fólk inn í bæinn. Þannig þetta er sorglegt.“ Ekki bjartsýn Dóróthea segist samt hafa skilning á því að það sé viðhaldsþörf á húsinu. Hún hafi sjálf selt Kjörís húsnæðið árið 2007 þegar hún keypti reksturinn. Í versluninni er hægt að fá nánast allt nema mat og álnavöru. „Ég gafst upp á álnavörunni fyrir um tíu árum. Hún borgaði ekki leiguna hérna.“ Hún segist ekki vongóð um framhaldið. „Ég er ekki mjög bjartsýn en maður verður samt að halda í bjartsýnina. En við sjáum hvað gerist. Þetta er sorglegt bara, gömul búð.“ Hveragerði Verslun Tímamót Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
„Það hefur ekki stoppað síminn í dag. Það er gott að heyra í fólki,“ segir Dóróthea en hún sagði frá lokuninni á Facebook-síðu verslunarinnar í dag. „Nú er 38 ára saga Álnavörubúðarinnar senn á enda og því blikur á lofti um framtíð búðarinnar. Við leitum því að nýju húsnæði frá og með jan-feb ´26, en húsnæðið þyrfti að vera um 250 fm. Ef einhver veit um hentugt húsnæði hér í Hveragerði vinsamlega hafið samband við mig dorotheah@simnet.is,“ sagði hún í færslunni. Hún segir marga hafa haft samband vegna húsnæðis en ekkert þeirra hafi hentað. Verið á annarri hæð eða staðsetningin ekki eitthvað sem henni hugnast. Auk þess þurfi hún að vera um 200 fermetrar „Við eigum að vera farin út í lok janúar. Ég veit ekkert hvað Kjörís ætlar að gera við húsnæðið en skil að það þurfi að taka húsnæði í gegn,“ segir Dóróthea. Mikil viðhaldsþörf Rætt var við Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjörís, á vef mbl.is um málið. Þar sagði hann óljóst hvað húsnæðið myndi vera notað í. Áður en það yrði ákveðið væri þörf á miklum og kostnaðarsömum endurbótum. Í kjölfarið verði notkunin á því metin. „Maður var að vonast til að geta verið fram til september 2026, að hafa aðeins lengri tíma til að finna eitthvað. Þetta er eldgömul búð og Hvergerðingar eru búnir að vera algjörlega ómögulegir. Ég veit ekki hvað ég er búin að fá mörg símtöl og heimsóknir í dag. Fólk er búið að reyna að selja mér húsnæði en það hentar ekki aallt. Það vill enginn misssa búðina héðan. Verslunin kallar líka fólk inn í bæinn. Þannig þetta er sorglegt.“ Ekki bjartsýn Dóróthea segist samt hafa skilning á því að það sé viðhaldsþörf á húsinu. Hún hafi sjálf selt Kjörís húsnæðið árið 2007 þegar hún keypti reksturinn. Í versluninni er hægt að fá nánast allt nema mat og álnavöru. „Ég gafst upp á álnavörunni fyrir um tíu árum. Hún borgaði ekki leiguna hérna.“ Hún segist ekki vongóð um framhaldið. „Ég er ekki mjög bjartsýn en maður verður samt að halda í bjartsýnina. En við sjáum hvað gerist. Þetta er sorglegt bara, gömul búð.“
Hveragerði Verslun Tímamót Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent