Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 23:32 Verslunin er rekin í húsnæði við Breiðumörk 2 í Hveragerði. Facebook Dóróthea Gunnarsdóttir, eigandi Álnavörubúðarinnar, segir afar sorglegt að mögulega þurfi hún að loka versluninni eftir 38 ára sögu hennar. Sjálf keypti hún reksturinn 2007 og hefur rekið verslunina síðan. Eigandi húsnæðis verslunarinnar, Kjörís, sagði upp leigusamningi við hana í vikunni. „Það hefur ekki stoppað síminn í dag. Það er gott að heyra í fólki,“ segir Dóróthea en hún sagði frá lokuninni á Facebook-síðu verslunarinnar í dag. „Nú er 38 ára saga Álnavörubúðarinnar senn á enda og því blikur á lofti um framtíð búðarinnar. Við leitum því að nýju húsnæði frá og með jan-feb ´26, en húsnæðið þyrfti að vera um 250 fm. Ef einhver veit um hentugt húsnæði hér í Hveragerði vinsamlega hafið samband við mig dorotheah@simnet.is,“ sagði hún í færslunni. Hún segir marga hafa haft samband vegna húsnæðis en ekkert þeirra hafi hentað. Verið á annarri hæð eða staðsetningin ekki eitthvað sem henni hugnast. Auk þess þurfi hún að vera um 200 fermetrar „Við eigum að vera farin út í lok janúar. Ég veit ekkert hvað Kjörís ætlar að gera við húsnæðið en skil að það þurfi að taka húsnæði í gegn,“ segir Dóróthea. Mikil viðhaldsþörf Rætt var við Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjörís, á vef mbl.is um málið. Þar sagði hann óljóst hvað húsnæðið myndi vera notað í. Áður en það yrði ákveðið væri þörf á miklum og kostnaðarsömum endurbótum. Í kjölfarið verði notkunin á því metin. „Maður var að vonast til að geta verið fram til september 2026, að hafa aðeins lengri tíma til að finna eitthvað. Þetta er eldgömul búð og Hvergerðingar eru búnir að vera algjörlega ómögulegir. Ég veit ekki hvað ég er búin að fá mörg símtöl og heimsóknir í dag. Fólk er búið að reyna að selja mér húsnæði en það hentar ekki aallt. Það vill enginn misssa búðina héðan. Verslunin kallar líka fólk inn í bæinn. Þannig þetta er sorglegt.“ Ekki bjartsýn Dóróthea segist samt hafa skilning á því að það sé viðhaldsþörf á húsinu. Hún hafi sjálf selt Kjörís húsnæðið árið 2007 þegar hún keypti reksturinn. Í versluninni er hægt að fá nánast allt nema mat og álnavöru. „Ég gafst upp á álnavörunni fyrir um tíu árum. Hún borgaði ekki leiguna hérna.“ Hún segist ekki vongóð um framhaldið. „Ég er ekki mjög bjartsýn en maður verður samt að halda í bjartsýnina. En við sjáum hvað gerist. Þetta er sorglegt bara, gömul búð.“ Hveragerði Verslun Tímamót Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira
„Það hefur ekki stoppað síminn í dag. Það er gott að heyra í fólki,“ segir Dóróthea en hún sagði frá lokuninni á Facebook-síðu verslunarinnar í dag. „Nú er 38 ára saga Álnavörubúðarinnar senn á enda og því blikur á lofti um framtíð búðarinnar. Við leitum því að nýju húsnæði frá og með jan-feb ´26, en húsnæðið þyrfti að vera um 250 fm. Ef einhver veit um hentugt húsnæði hér í Hveragerði vinsamlega hafið samband við mig dorotheah@simnet.is,“ sagði hún í færslunni. Hún segir marga hafa haft samband vegna húsnæðis en ekkert þeirra hafi hentað. Verið á annarri hæð eða staðsetningin ekki eitthvað sem henni hugnast. Auk þess þurfi hún að vera um 200 fermetrar „Við eigum að vera farin út í lok janúar. Ég veit ekkert hvað Kjörís ætlar að gera við húsnæðið en skil að það þurfi að taka húsnæði í gegn,“ segir Dóróthea. Mikil viðhaldsþörf Rætt var við Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjörís, á vef mbl.is um málið. Þar sagði hann óljóst hvað húsnæðið myndi vera notað í. Áður en það yrði ákveðið væri þörf á miklum og kostnaðarsömum endurbótum. Í kjölfarið verði notkunin á því metin. „Maður var að vonast til að geta verið fram til september 2026, að hafa aðeins lengri tíma til að finna eitthvað. Þetta er eldgömul búð og Hvergerðingar eru búnir að vera algjörlega ómögulegir. Ég veit ekki hvað ég er búin að fá mörg símtöl og heimsóknir í dag. Fólk er búið að reyna að selja mér húsnæði en það hentar ekki aallt. Það vill enginn misssa búðina héðan. Verslunin kallar líka fólk inn í bæinn. Þannig þetta er sorglegt.“ Ekki bjartsýn Dóróthea segist samt hafa skilning á því að það sé viðhaldsþörf á húsinu. Hún hafi sjálf selt Kjörís húsnæðið árið 2007 þegar hún keypti reksturinn. Í versluninni er hægt að fá nánast allt nema mat og álnavöru. „Ég gafst upp á álnavörunni fyrir um tíu árum. Hún borgaði ekki leiguna hérna.“ Hún segist ekki vongóð um framhaldið. „Ég er ekki mjög bjartsýn en maður verður samt að halda í bjartsýnina. En við sjáum hvað gerist. Þetta er sorglegt bara, gömul búð.“
Hveragerði Verslun Tímamót Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira