„Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2025 11:46 Flæðivandi Landspítalans er sagður koma skýrast fram á bráðamóttöku í Fossvogi í úttekt Ríkisendurskoðunar. Rúmanýting þa var 154 prósent í fyrra og stór hluti sjúklinga þarf að jafnaði að bíða í stólum, á biðstofum, á göngum eða í öðrum rýmum. Vísir/Vilhelm Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. Farið er yfir áskoranir sem tengjast mönnun heilbrigðisstétta og flæði sjúklinga á Landspítalanum í rúmlega hundrað blaðsíðna stjórnsýsluúttekt sem Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, kynnti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Í henni gagnrýnir stofnunin hvernig staðið hefur verið að æðstu stjórn heilbrigðismála á Íslandi undanfarin ár. Áskoranir sem tengjast mönnun og flæði sjúklinga hafi verið viðvarandi á Landspítalanum um árabil. Embætti landlæknis hafi ítrekað staðfest að staðan sé bágborin og að hún bitni á gæðum þjónustu og öryggi sjúklinga. Spítalinn er sagður keyrður áfram á ófaglærðu starfsfólki og breytilegri yfirvinnu faglærðs starfsfólks. Heildaráhrif þeirra aðgerða sem heilbrigðisráðuneytið og spítalinn hafi ráðist í til þess að takast á við mönnunarvanda heilbrigðisstétta hafi aftur á móti verið takmörkuð þó að sumar þeirra hafi verið jákvæðar. Frekari aðgerða sé því þörf. Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.Vísir Ekki hafi heldur orðið úrbætur á flæði sjúklinga þar sem spítalinn sé enn „nauðbeygður“ til þess að veita hópi sjúklinga þjónustu sem væri betur komið fyrir utan hans, sérstaklega á hjúkrunarheimilum. „Heilbrigðisráðuneyti þarf að taka yfirstjórn heilbrigðisþjónustunnar fastari tökum, skipuleggja hana sem eina heild og gæta þess að skilgreind árangursmarkmið og mælikvarðar sem tengd eru fjárveitingum Landspítala endurspegli betur stefnumið til lengri og skemmri tíma,“ segir í ábendingu Ríkisendurskoðunar til heilbrigðisráðuneytisins. Skortur á fagfólki skaðað afköst og gæði Ríkisendurskoðun vísar í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um heilbrigðismál í Evrópu frá því í fyrra þar sem fullyrt var að neyðarástand ríkti vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki innan álfunnar. Án inngripa ykist þörfin fyrir heilbrigðisstarfsfólk hraðar en vinnumarkaðurinn gæti fyllt í skarðið. Stjórnvöld þyrftu því að grípa til markvissra aðgerða til þess að bæði draga úr eftirspurn eftir þjónustunni og auka framboð á starfsfólki. Skortur á hjúkrunarfræðingum og læknum er sagður hafa haft neikvæð áhrif á afköst og gæði þjónustu spítalans. Þó að heilbrigðisyfirvöld hafi sett sér það viðmið að hjúkrunarfræðingar væru sextíu prósent starfsmanna bráðalegudeilda hafi hlutfallið aldrei farið yfir fimmtíu prósent frá 2019. Engin leitni upp á við sé að finna í þeim efnum. Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Hann kynnti úttektina á nefndarfundi Alþingis í morgun.Vísir/Vilhelm Starfsfólki Landspítalans hefur fjölgað um þrettán prósent frá því að Alþingi samþykkti heilbrigðisstefnu til 2030 árið 2019. Á sama tíma hefur sjúklingum sem leita til spítalans fjölgað um fimmtung. Í úttektinni kemur fram að vísbendingar séu um að afköst Landspítalans hafi aukist og að stöðugildum fjölmenntustu heilbrigðisstéttanna hafi fjölgað. Í fyrra hafi engu að síður ekki verið hægt að manna fimmtíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga, fjórtán stöðugildi ljósmæðra, þrjátíu stöðugildi lækna og 379 stöðugildi sjúkraliða sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun spítalans. Stýra mönnun eftir fjárhag frekar en öfugt Gagnrýnt er að grunnmönnunaráætlanir Landspítalans ráðist af forsendum fjárhagsáætlunar hvers árs frekar en að fjárhags- og rekstraráætlanir byggist á mönnunarviðmiðum fyrir þá þjónustu sem spítalinn eigi að veita. Þannig taki fjárhagsáætlanir Landspítalans nú orðið mið af mönnunarvanda síðustu ára frekar en æskilegum fjölda heilbrigðisstarfsmanna, þrátt fyrir að lagalegar kröfur um að mönnun sé í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar og aðstæður hverju sinni. Engar útfærðar kröfur né leiðbeiningar um greiningar á mannaflaþörf séu til staðar. Spítalinn og ráðuneyti hafi þó hafið þá vinnu fyrir ákveðnar greinar. Landspítalinn við Hringbraut. Ekki hefur tekist að fylla öll stöðugildi sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun þar.Vísir/Vilhelm Sérstökum áhyggjum er lýst af takmarkaðri nýliðun í stétt sjúkraliða sem Landspítalinn er sagður reiða sig verulega á til að halda starfseminni gangandi. Meðalaldur starfandi sjúlraliða sé mun hærri en lækna og hjúkrunarfræðinga. Vandinn komi til með að aukast að óbreyttu þegar fjölmennir árganga sjúkraliða komast á eftirlaunaaldur á næstu árum. Ofan á það bætist hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og aukin eftirspurn eftir sjúkraliðum utan spítalans. Opinbera heilbrigðiskerfið verði ekki halloka í samkeppni um starfsfólk Til að bregðast við leggur Ríkisendurskoðun það til að heilbrigðisráðuneytið bæti yfirstjórn sína á mannauði heilbrigðisþjónustunnar þvert á þjónustustig og stofnanir og vinni að því markmiðið að heilbrigðisþjónustan sé sem hagkvæmust og skilvirkust í heild sinni, óháð því hvort hún sé fjármögnuð með beinum framlögum eða samningum. Bent er á að 37 prósent sérgreinalækna Landspítalans hafi einnig haft tekjur af samningi Sjúkratrygginga um þjónustu sérgreinalækna í fyrra. „Afar mikilvægt er að starfsumhverfið verði með þeim hætti að Landspítali og aðrar heilbrigðisstofnanir sem veita lykilþjónustu verði ekki halloka í samkeppni um starfsfólk,“ segir í úttektinni. Mikilvægt er sagt að byggja upp sérnám, sérstaklega á þeim sviðum sem sérstök eftirspurn verður eftir í framtíðinni með öldrun þjóðarinnar.Vísir/Vilhelm Til þess að styrkja mönnun spítalans til framtíðar þurfi meðal annars að styðja við uppbyggingu sérnáms í auknum mæli, sérstaklega greina sem mest muni mæða á með öldrun þjóðarinnar. Ekki verði aðeins hægt að leysa vandann með aukinni mönnun. Innleiða þurfi nýja heilbrigðistækni, endurskoða verkaskiptingu stétta og draga úr eftirspurn eftir þjónustu spítalans eins og hægt sé, bæði með markvissum lýðheilsuaðgerðum og öflugari úrræðum utan hans. „Ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs Dökk mynd er dregin upp af stöðu flæði sjúklinga á Landspítalanum í úttektinni. Spítalinn hafi að jafnaði búið við „ofurálag“ allan síðar hluta síðasta árs eins og það er skilgreint í innlagnarstigi spítalans sem tekur mið af fjölda sjúklinga og hversu mikillar hjúkrunarþjónustu þeir krefjast. Ekki var gert ráð fyrir að slíkt ástand skapaðist nema í undantekningartilfellum þegar þriggja stiga kerfið var tekið í notkun árið 2023. Vandinn er sagður koma hvað skýrast fram á bráðamóttökunni í Fossvogi og háu innlagnarstigi á bráðalegudeildum og legudeildum. Þrátt fyrir að gæðaviðmið sem embætti landslæknis styðjist meðal annars við geri ráð fyrir að ekki eigi að líða meira en sex klukkustundir frá komu sjúklings á bráðamóttöku þar til hann er lagður inn hafi meðallengd komu á bráðamóttöku sem þarfnast innlagnar verið meiri en sólarhringur í fyrra. Gæðaviðmiðið hafi aðeins náðst í innan við fjórðungi tilfella. Dæmi séu um að sjúklingar hefji og ljúki legudeildarmeðferð á bráðamóttökunni. Ástæðan er þó ekki sögð fjöldi þeirra sem leitar til bráðamóttökunnar eða að hún sinni of mörgum vægum tilfellum. Meginorsakavaldurinn er sagður flöskuháls við innritun á legudeildir spítalans vegna skorts á plássum þar. Í fyrra biðu að meðaltali 29 sjúklingar á bráðamóttöku eftir innlögn á legudeild á hverjum tíma. Markmið um fjölgun hjúkrunarrýma engan veginn staðist Það sem veldur ekki síst flöskuhálsinum inn á legudeildirnar er sá fjöldi sjúklinga sem dvelur þar sem er með svonefnt færni- og heilsumat en bíður þess að fá vist á hjúkrunarheimili. Sá vandi er sagður hafa verið viðvarandi í aldarfjórðung allt frá því að Landspítalinn varð til við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala. Um tólf prósent sjúklinga sem legið hafa inni á Landspítalanum frá 2020 hafa verið með færni- og heilsumat. Mikil þörf er á nýjum hjúkrunarrýmum til þess að létta á álagi á Landspítalann. Aðeins hafa 69 rými bæst við á landsvísu frá 2019.Vísir/Vilhelm Meginástæðan er skortur á hjúkrunarrýmum. Þau eru nú tæplega 470 færri en gert var ráð fyrir í markmiði heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2019 um að þau yrðu orðin rúmlega 3.400 í lok árs 2024. Frá 2019 hefur rýmunum aðeins fjölgað um 69 á landsvísu. Um fimm hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og meðalbiðtíminn er um 176 dagar. Þrátt fyrir að í svörum heilbrigðisráðuneytis vegna úttektarinnar komi fram að það vonist til þess að fjölga verulega hjúkrunarrýmum á næstu þremur árum segir Ríkisendurskoðun að töluverð óvissa sé hvort að hún nái að svara væntri þörf eftir rýmum. Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við að þrátt fyrir að fjölgun hjúkrunarrýma hafi ekki gengið eftir og árangursmælikvarðar samkvæmt fjármálaáætlunum og fjárlögum hafi verið neikvæði um árabil geti hún ekki séð að greint hafi verið frá þessari alvarlegu stöðu sem hafi mikil áhrif á heilibrigðiskerfið í ársskýrslum ráðherra á tímabilinu 2019 til 2023. Skortir skýrari tengingu við gerð fjármálaáætlana og fjárlaga Aðgerðaáætlanir til fimm ára sem heilbrigðisráðherra á að leggja fram árlega á gildistíma heilbrigðisstefnu stjórnvalda eru sagðar veikburða sem stefnumótunarskjöl og eftirfylgni með árangri af þeim takmörkuð, að því er segir í úttekt í Ríkisendurskoðunar. Þó að aðgerðaáætlanirnar eigi að vera tengdar við fjárlagavinnu á hverjum tíma og lögð fram til umræðu á Alþingi hafa þær aldrei verið teknar til umræðu þar í þau fimm skipti sem ráðherra hefur lagt slíkar áætlanir fram. Aðgerðaáætlanirnar nái yfir mörg málefnasvið og skilgreini aðgerðir og forgangsröðun þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild sinni og hvenær sé gert ráð fyrir að markmið náist. Sú heildarsýn skilar sér hins vegar ekki inn í gerð fjármálaáætlana eða fjárlaga, að mati Ríkisendurskoðunar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjármálaáætlun fyrr á þessu ári. Ríkisendurskoðun telur að heilbrigðisstefna stjórnvalda hafi ekki verið í forgunni við gerð fjármálaáætana og fjárlaga undanfarin ár.Stjórnarráðið Hvorki heilibrigðisstefnan né aðgerðaáætlanirnar feli í sér kostnaðarmat eða áæltun um kostnaðardreifingu yfir ákveðið tímabil. Þær feli þannig ekki í sér tillögur eða drög að ráðstöfun fjárheimilda til reksturs eða fjárfestinga á ábyrgð tiltekinna aðila. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að aðgerðaáætlanirnar hafi skýrari tengingu við gerð fjármálaáætlana og fjárlaga hvers tíma og þá stefnumiðuðu áætlanagerð ríkisaðila sem fer fram innan ramma laga um opinber fjármál,“ segir í úttektinni. Endurskoði uppbyggingaráætlun hjúkrunarrýma Ríkisendurskoðun beinir þrettán ábendingum til ýmist Landspítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í úttektinni. Landspítalanum og heilbrigðisráðuneytinu er meðal annars bent á að styrkja faglegar forsendu mönnunarviðmiða fyrir starfsemi sína, innleiða gæðastjórnunarkerfi, endurskoðun á lágmarkskröfum og tilhögun eftirlits og að efla sérnám. Þá þurfi að ráðast í aðgerðir til að létta álagi af spítalanum þegar það toppar og bæta þurfi áætlanagerð, stefnu og aðgerðir vegna heilbrigðistækni. Heilbrigðisráðuneytinu er uppálagt að styrkja heildarsýn og áætlanagerð þvert á málefnasvið sem snerta þróun heilbrigðisþjónustunnar með því að leggja fram ítarlegri aðgerðaáætlanir heilbrigðisstefnu þar sem meginverkefnin séu tímasett og kostnaðargreind. Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er bent á að endurskoða uppbyggingaráætlun hjúkrunarrýma og að hafa hafa markvissara eftirlit og eftirfylgni með framgangi hennar. Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Farið er yfir áskoranir sem tengjast mönnun heilbrigðisstétta og flæði sjúklinga á Landspítalanum í rúmlega hundrað blaðsíðna stjórnsýsluúttekt sem Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, kynnti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Í henni gagnrýnir stofnunin hvernig staðið hefur verið að æðstu stjórn heilbrigðismála á Íslandi undanfarin ár. Áskoranir sem tengjast mönnun og flæði sjúklinga hafi verið viðvarandi á Landspítalanum um árabil. Embætti landlæknis hafi ítrekað staðfest að staðan sé bágborin og að hún bitni á gæðum þjónustu og öryggi sjúklinga. Spítalinn er sagður keyrður áfram á ófaglærðu starfsfólki og breytilegri yfirvinnu faglærðs starfsfólks. Heildaráhrif þeirra aðgerða sem heilbrigðisráðuneytið og spítalinn hafi ráðist í til þess að takast á við mönnunarvanda heilbrigðisstétta hafi aftur á móti verið takmörkuð þó að sumar þeirra hafi verið jákvæðar. Frekari aðgerða sé því þörf. Svandís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum (t.v.) og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokknum (t.h.) voru heilbrigðisráðherrar á þeim árum sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til.Vísir Ekki hafi heldur orðið úrbætur á flæði sjúklinga þar sem spítalinn sé enn „nauðbeygður“ til þess að veita hópi sjúklinga þjónustu sem væri betur komið fyrir utan hans, sérstaklega á hjúkrunarheimilum. „Heilbrigðisráðuneyti þarf að taka yfirstjórn heilbrigðisþjónustunnar fastari tökum, skipuleggja hana sem eina heild og gæta þess að skilgreind árangursmarkmið og mælikvarðar sem tengd eru fjárveitingum Landspítala endurspegli betur stefnumið til lengri og skemmri tíma,“ segir í ábendingu Ríkisendurskoðunar til heilbrigðisráðuneytisins. Skortur á fagfólki skaðað afköst og gæði Ríkisendurskoðun vísar í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um heilbrigðismál í Evrópu frá því í fyrra þar sem fullyrt var að neyðarástand ríkti vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki innan álfunnar. Án inngripa ykist þörfin fyrir heilbrigðisstarfsfólk hraðar en vinnumarkaðurinn gæti fyllt í skarðið. Stjórnvöld þyrftu því að grípa til markvissra aðgerða til þess að bæði draga úr eftirspurn eftir þjónustunni og auka framboð á starfsfólki. Skortur á hjúkrunarfræðingum og læknum er sagður hafa haft neikvæð áhrif á afköst og gæði þjónustu spítalans. Þó að heilbrigðisyfirvöld hafi sett sér það viðmið að hjúkrunarfræðingar væru sextíu prósent starfsmanna bráðalegudeilda hafi hlutfallið aldrei farið yfir fimmtíu prósent frá 2019. Engin leitni upp á við sé að finna í þeim efnum. Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Hann kynnti úttektina á nefndarfundi Alþingis í morgun.Vísir/Vilhelm Starfsfólki Landspítalans hefur fjölgað um þrettán prósent frá því að Alþingi samþykkti heilbrigðisstefnu til 2030 árið 2019. Á sama tíma hefur sjúklingum sem leita til spítalans fjölgað um fimmtung. Í úttektinni kemur fram að vísbendingar séu um að afköst Landspítalans hafi aukist og að stöðugildum fjölmenntustu heilbrigðisstéttanna hafi fjölgað. Í fyrra hafi engu að síður ekki verið hægt að manna fimmtíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga, fjórtán stöðugildi ljósmæðra, þrjátíu stöðugildi lækna og 379 stöðugildi sjúkraliða sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun spítalans. Stýra mönnun eftir fjárhag frekar en öfugt Gagnrýnt er að grunnmönnunaráætlanir Landspítalans ráðist af forsendum fjárhagsáætlunar hvers árs frekar en að fjárhags- og rekstraráætlanir byggist á mönnunarviðmiðum fyrir þá þjónustu sem spítalinn eigi að veita. Þannig taki fjárhagsáætlanir Landspítalans nú orðið mið af mönnunarvanda síðustu ára frekar en æskilegum fjölda heilbrigðisstarfsmanna, þrátt fyrir að lagalegar kröfur um að mönnun sé í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar og aðstæður hverju sinni. Engar útfærðar kröfur né leiðbeiningar um greiningar á mannaflaþörf séu til staðar. Spítalinn og ráðuneyti hafi þó hafið þá vinnu fyrir ákveðnar greinar. Landspítalinn við Hringbraut. Ekki hefur tekist að fylla öll stöðugildi sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun þar.Vísir/Vilhelm Sérstökum áhyggjum er lýst af takmarkaðri nýliðun í stétt sjúkraliða sem Landspítalinn er sagður reiða sig verulega á til að halda starfseminni gangandi. Meðalaldur starfandi sjúlraliða sé mun hærri en lækna og hjúkrunarfræðinga. Vandinn komi til með að aukast að óbreyttu þegar fjölmennir árganga sjúkraliða komast á eftirlaunaaldur á næstu árum. Ofan á það bætist hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og aukin eftirspurn eftir sjúkraliðum utan spítalans. Opinbera heilbrigðiskerfið verði ekki halloka í samkeppni um starfsfólk Til að bregðast við leggur Ríkisendurskoðun það til að heilbrigðisráðuneytið bæti yfirstjórn sína á mannauði heilbrigðisþjónustunnar þvert á þjónustustig og stofnanir og vinni að því markmiðið að heilbrigðisþjónustan sé sem hagkvæmust og skilvirkust í heild sinni, óháð því hvort hún sé fjármögnuð með beinum framlögum eða samningum. Bent er á að 37 prósent sérgreinalækna Landspítalans hafi einnig haft tekjur af samningi Sjúkratrygginga um þjónustu sérgreinalækna í fyrra. „Afar mikilvægt er að starfsumhverfið verði með þeim hætti að Landspítali og aðrar heilbrigðisstofnanir sem veita lykilþjónustu verði ekki halloka í samkeppni um starfsfólk,“ segir í úttektinni. Mikilvægt er sagt að byggja upp sérnám, sérstaklega á þeim sviðum sem sérstök eftirspurn verður eftir í framtíðinni með öldrun þjóðarinnar.Vísir/Vilhelm Til þess að styrkja mönnun spítalans til framtíðar þurfi meðal annars að styðja við uppbyggingu sérnáms í auknum mæli, sérstaklega greina sem mest muni mæða á með öldrun þjóðarinnar. Ekki verði aðeins hægt að leysa vandann með aukinni mönnun. Innleiða þurfi nýja heilbrigðistækni, endurskoða verkaskiptingu stétta og draga úr eftirspurn eftir þjónustu spítalans eins og hægt sé, bæði með markvissum lýðheilsuaðgerðum og öflugari úrræðum utan hans. „Ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs Dökk mynd er dregin upp af stöðu flæði sjúklinga á Landspítalanum í úttektinni. Spítalinn hafi að jafnaði búið við „ofurálag“ allan síðar hluta síðasta árs eins og það er skilgreint í innlagnarstigi spítalans sem tekur mið af fjölda sjúklinga og hversu mikillar hjúkrunarþjónustu þeir krefjast. Ekki var gert ráð fyrir að slíkt ástand skapaðist nema í undantekningartilfellum þegar þriggja stiga kerfið var tekið í notkun árið 2023. Vandinn er sagður koma hvað skýrast fram á bráðamóttökunni í Fossvogi og háu innlagnarstigi á bráðalegudeildum og legudeildum. Þrátt fyrir að gæðaviðmið sem embætti landslæknis styðjist meðal annars við geri ráð fyrir að ekki eigi að líða meira en sex klukkustundir frá komu sjúklings á bráðamóttöku þar til hann er lagður inn hafi meðallengd komu á bráðamóttöku sem þarfnast innlagnar verið meiri en sólarhringur í fyrra. Gæðaviðmiðið hafi aðeins náðst í innan við fjórðungi tilfella. Dæmi séu um að sjúklingar hefji og ljúki legudeildarmeðferð á bráðamóttökunni. Ástæðan er þó ekki sögð fjöldi þeirra sem leitar til bráðamóttökunnar eða að hún sinni of mörgum vægum tilfellum. Meginorsakavaldurinn er sagður flöskuháls við innritun á legudeildir spítalans vegna skorts á plássum þar. Í fyrra biðu að meðaltali 29 sjúklingar á bráðamóttöku eftir innlögn á legudeild á hverjum tíma. Markmið um fjölgun hjúkrunarrýma engan veginn staðist Það sem veldur ekki síst flöskuhálsinum inn á legudeildirnar er sá fjöldi sjúklinga sem dvelur þar sem er með svonefnt færni- og heilsumat en bíður þess að fá vist á hjúkrunarheimili. Sá vandi er sagður hafa verið viðvarandi í aldarfjórðung allt frá því að Landspítalinn varð til við sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala. Um tólf prósent sjúklinga sem legið hafa inni á Landspítalanum frá 2020 hafa verið með færni- og heilsumat. Mikil þörf er á nýjum hjúkrunarrýmum til þess að létta á álagi á Landspítalann. Aðeins hafa 69 rými bæst við á landsvísu frá 2019.Vísir/Vilhelm Meginástæðan er skortur á hjúkrunarrýmum. Þau eru nú tæplega 470 færri en gert var ráð fyrir í markmiði heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2019 um að þau yrðu orðin rúmlega 3.400 í lok árs 2024. Frá 2019 hefur rýmunum aðeins fjölgað um 69 á landsvísu. Um fimm hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og meðalbiðtíminn er um 176 dagar. Þrátt fyrir að í svörum heilbrigðisráðuneytis vegna úttektarinnar komi fram að það vonist til þess að fjölga verulega hjúkrunarrýmum á næstu þremur árum segir Ríkisendurskoðun að töluverð óvissa sé hvort að hún nái að svara væntri þörf eftir rýmum. Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við að þrátt fyrir að fjölgun hjúkrunarrýma hafi ekki gengið eftir og árangursmælikvarðar samkvæmt fjármálaáætlunum og fjárlögum hafi verið neikvæði um árabil geti hún ekki séð að greint hafi verið frá þessari alvarlegu stöðu sem hafi mikil áhrif á heilibrigðiskerfið í ársskýrslum ráðherra á tímabilinu 2019 til 2023. Skortir skýrari tengingu við gerð fjármálaáætlana og fjárlaga Aðgerðaáætlanir til fimm ára sem heilbrigðisráðherra á að leggja fram árlega á gildistíma heilbrigðisstefnu stjórnvalda eru sagðar veikburða sem stefnumótunarskjöl og eftirfylgni með árangri af þeim takmörkuð, að því er segir í úttekt í Ríkisendurskoðunar. Þó að aðgerðaáætlanirnar eigi að vera tengdar við fjárlagavinnu á hverjum tíma og lögð fram til umræðu á Alþingi hafa þær aldrei verið teknar til umræðu þar í þau fimm skipti sem ráðherra hefur lagt slíkar áætlanir fram. Aðgerðaáætlanirnar nái yfir mörg málefnasvið og skilgreini aðgerðir og forgangsröðun þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild sinni og hvenær sé gert ráð fyrir að markmið náist. Sú heildarsýn skilar sér hins vegar ekki inn í gerð fjármálaáætlana eða fjárlaga, að mati Ríkisendurskoðunar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjármálaáætlun fyrr á þessu ári. Ríkisendurskoðun telur að heilbrigðisstefna stjórnvalda hafi ekki verið í forgunni við gerð fjármálaáætana og fjárlaga undanfarin ár.Stjórnarráðið Hvorki heilibrigðisstefnan né aðgerðaáætlanirnar feli í sér kostnaðarmat eða áæltun um kostnaðardreifingu yfir ákveðið tímabil. Þær feli þannig ekki í sér tillögur eða drög að ráðstöfun fjárheimilda til reksturs eða fjárfestinga á ábyrgð tiltekinna aðila. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að aðgerðaáætlanirnar hafi skýrari tengingu við gerð fjármálaáætlana og fjárlaga hvers tíma og þá stefnumiðuðu áætlanagerð ríkisaðila sem fer fram innan ramma laga um opinber fjármál,“ segir í úttektinni. Endurskoði uppbyggingaráætlun hjúkrunarrýma Ríkisendurskoðun beinir þrettán ábendingum til ýmist Landspítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í úttektinni. Landspítalanum og heilbrigðisráðuneytinu er meðal annars bent á að styrkja faglegar forsendu mönnunarviðmiða fyrir starfsemi sína, innleiða gæðastjórnunarkerfi, endurskoðun á lágmarkskröfum og tilhögun eftirlits og að efla sérnám. Þá þurfi að ráðast í aðgerðir til að létta álagi af spítalanum þegar það toppar og bæta þurfi áætlanagerð, stefnu og aðgerðir vegna heilbrigðistækni. Heilbrigðisráðuneytinu er uppálagt að styrkja heildarsýn og áætlanagerð þvert á málefnasvið sem snerta þróun heilbrigðisþjónustunnar með því að leggja fram ítarlegri aðgerðaáætlanir heilbrigðisstefnu þar sem meginverkefnin séu tímasett og kostnaðargreind. Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er bent á að endurskoða uppbyggingaráætlun hjúkrunarrýma og að hafa hafa markvissara eftirlit og eftirfylgni með framgangi hennar.
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira