Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2025 14:39 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tilkynnti um breytta starfsáætlun við upphaf þingfundar í morgun. Vísir/Ívar Fannar Þingfundadögum hefur verið fjölgað og þingmenn gætu þurft að mæta í vinnuna á laugardögum í desember sökum anna í þinginu fyrir jólafrí. Ákveðið hefur verið að þingfundur verði á föstudaginn sem ekki var gert ráð fyrir í starfsáætlun, auk þess sem fyrstu tveir laugardagarnir í desember verði þingdagar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna seinagang í þingstörfum og kalla eftir því að allar nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir eins fljótt og auðið er svo unnt sé að ræða fjárlög á réttum forsendum. Að höfðu samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka tilkynnti Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, um breytingar á starfsáætlun við upphaf þingfundar í dag. Eina þingmálið á dagskrá fundarins í dag er önnur umræða um fjárlög 2026 sem hófst að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma. Breyta starfsáætlun til að bregðast við „Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er föstudagurinn 5. desember nefndadagur. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hafa þingfund þennan dag og mun hann hefjast klukkan 10:30. Einnig var samþykkt að laugardagarnir 6. og 13. desember verði þingdagar, en það mun skýrast betur þegar nær dregur hvort þeir verði þingfundardagar eða nefndardagar,“ sagði Þórunn. Líkt og Vísir greindi frá í morgun gerir meirihluti fjárlaganefndar breytingar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna sem meðal annars fela í sér aukin útgjöld upp á 19,6 milljarða. Þá gera breytingartillögur meirihluta nefndarinnar ráð fyrir að tekjur ríkisins muni aukast á móti, einkum í gegnum skattheimtu. Forsendur þurfi að liggja fyrir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag þar sem gerðar voru athugasemdir við seinagang í þing- og nefndastörfum. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að í dag væri að hefjast önnur umræða um fjárlög en ekki þriðja umræða líkt og stefnt hafi verið að. „Fjárlög byggjast á vissum forsendum. Forsendum sem meðal annars er ekki búið að afgreiða út úr efnahags- og viðskiptanefnd. Meirihlutaálit fjárlaganefndar birtist fyrir tæpum sólarhring, bandormur var afgreiddur út úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun og enn á eftir að afgreiða forsendur í tengslum við kílómetragjald sem að mér skilst að eigi ekki að afgreiða fyrr en á fimmtudag,“ sagði Ingibjörg meðal annars. Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink Skortur á upplýsingum ýti undir tortryggni Þeir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, og Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tóku undir með Ingibjörgu um að mikilvægt væri að allar nauðsynlegar forsendur lægju fyrir þegar fjárlögin kæmu til umfjöllunar í þingsal. „Forsendur fjárlaga liggja, frú forseti, ekki nægilega vel fyrir. Það er alveg ljóst að bandormarnir sem eru tveir, flóknar breytingar þar á tekjum og gjöldum ríkissjóðs, og kílómetragjald og fleira slíkt. Þannig ég vil bara árétta það við frú forseta að við gefum okkur nægan tíma í þessa umræðu,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ólafur tók í svipaðan streng. Mikilvægt sé að allar upplýsingar liggi fyrir þegar farið er af stað í aðra umræðu um fjármál ríkisins. „Ég ítreka það að þegar ekki liggja fyrir upplýsingar þá er aukin hætta á því að það ríki tortryggni um það að stjórnarliðar ætli að lauma einhverju í gegn. Þannig ég held að það sé mikilvægt að upplýsingarnar liggi fyrir eins snemma og kostur er,“ sagði Ólafur. Ólafur Adolfsson er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Að höfðu samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka tilkynnti Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, um breytingar á starfsáætlun við upphaf þingfundar í dag. Eina þingmálið á dagskrá fundarins í dag er önnur umræða um fjárlög 2026 sem hófst að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma. Breyta starfsáætlun til að bregðast við „Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er föstudagurinn 5. desember nefndadagur. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hafa þingfund þennan dag og mun hann hefjast klukkan 10:30. Einnig var samþykkt að laugardagarnir 6. og 13. desember verði þingdagar, en það mun skýrast betur þegar nær dregur hvort þeir verði þingfundardagar eða nefndardagar,“ sagði Þórunn. Líkt og Vísir greindi frá í morgun gerir meirihluti fjárlaganefndar breytingar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna sem meðal annars fela í sér aukin útgjöld upp á 19,6 milljarða. Þá gera breytingartillögur meirihluta nefndarinnar ráð fyrir að tekjur ríkisins muni aukast á móti, einkum í gegnum skattheimtu. Forsendur þurfi að liggja fyrir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag þar sem gerðar voru athugasemdir við seinagang í þing- og nefndastörfum. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að í dag væri að hefjast önnur umræða um fjárlög en ekki þriðja umræða líkt og stefnt hafi verið að. „Fjárlög byggjast á vissum forsendum. Forsendum sem meðal annars er ekki búið að afgreiða út úr efnahags- og viðskiptanefnd. Meirihlutaálit fjárlaganefndar birtist fyrir tæpum sólarhring, bandormur var afgreiddur út úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun og enn á eftir að afgreiða forsendur í tengslum við kílómetragjald sem að mér skilst að eigi ekki að afgreiða fyrr en á fimmtudag,“ sagði Ingibjörg meðal annars. Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink Skortur á upplýsingum ýti undir tortryggni Þeir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, og Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tóku undir með Ingibjörgu um að mikilvægt væri að allar nauðsynlegar forsendur lægju fyrir þegar fjárlögin kæmu til umfjöllunar í þingsal. „Forsendur fjárlaga liggja, frú forseti, ekki nægilega vel fyrir. Það er alveg ljóst að bandormarnir sem eru tveir, flóknar breytingar þar á tekjum og gjöldum ríkissjóðs, og kílómetragjald og fleira slíkt. Þannig ég vil bara árétta það við frú forseta að við gefum okkur nægan tíma í þessa umræðu,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ólafur tók í svipaðan streng. Mikilvægt sé að allar upplýsingar liggi fyrir þegar farið er af stað í aðra umræðu um fjármál ríkisins. „Ég ítreka það að þegar ekki liggja fyrir upplýsingar þá er aukin hætta á því að það ríki tortryggni um það að stjórnarliðar ætli að lauma einhverju í gegn. Þannig ég held að það sé mikilvægt að upplýsingarnar liggi fyrir eins snemma og kostur er,“ sagði Ólafur. Ólafur Adolfsson er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira