Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2025 20:25 Boeing 757-þota Icelandair í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Lýður Valberg Sveinsson Flugsamgöngur innanlands komust í eðlilegt horf í dag eftir miklar seinkanir og aflýsingar undanfarna daga. Stór farþegaþota fór langt með að hreinsa upp biðlistana þegar hún flutti hátt í fjögurhundruð farþega milli Reykjavíkur og Egilsstaða í gærkvöldi. Í fréttum Sýnar mátti sjá þotuna lyfta sér af Reykjavíkurflugvelli en einnig aðrar flugvélar streyma út og inn í dag. Þannig lenti Dash 8-vél Icelandair frá Ísafirði um hádegisbil en þangað hafði ekki verið hægt að fljúga frá því á laugardag. Hún var nánast fullsetin farþegum að vestan. Setið var í 35 sætum af 37 um borð. Norlandair tókst einnig í morgun að komast í sitt fyrsta áætlunarflug til Vestmannaeyja, sem og til annarra áfangastaða, þar á meðal Gjögurs á Ströndum. Hjá Icelandair var það Boeing-þotan sem gerði gæfumuninn í gærkvöldi. Egilsstaðaþotan á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Farþegar ganga um borð.Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson „Við fengum 757 til okkar sem náði að taka nánast alla á Egilsstaði,“ sagði Sara Líf Snorradóttir, þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli, í dag. Þotan dugði þó ekki til og sendi Icelandair 76 sæta Dash 8-vél í aukaflug til Egilsstaða í morgun til að hreinsa upp restina á biðlistanum. Þá tókst Icelandair að komast á Hornafjörð í dag og Akureyrarflug gekk að mestu samkvæmt áætlun. „Við bara náum að hreinsa þetta allt upp,” sagði Sara. Dash 8 Q400-vél kemur úr aukaflugi frá Egilsstöðum í dagLýður Valberg Sveinsson Boeing-þotan flutti í gærkvöldi 184 farþega til Egilsstaða og jafnmarga til baka til Reykjavíkur en þar lenti hún seint í gærkvöldi. Hún var svo í morgun ferjuð frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur. -En kvarta borgarbúar ekkert undan svona þotu? „Nei, alls ekki. Ég hef allavegana ekkert heyrt um það. Ég held að flestum finnist þetta bara spennandi að fá þotuna til okkar.“ -Og farþegunum líka? „Já, farþegunum svo sannarlega líka,“ svarar þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Boeing Samgöngur Tengdar fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. 1. desember 2025 22:03 Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. 1. desember 2025 21:00 Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá þotuna lyfta sér af Reykjavíkurflugvelli en einnig aðrar flugvélar streyma út og inn í dag. Þannig lenti Dash 8-vél Icelandair frá Ísafirði um hádegisbil en þangað hafði ekki verið hægt að fljúga frá því á laugardag. Hún var nánast fullsetin farþegum að vestan. Setið var í 35 sætum af 37 um borð. Norlandair tókst einnig í morgun að komast í sitt fyrsta áætlunarflug til Vestmannaeyja, sem og til annarra áfangastaða, þar á meðal Gjögurs á Ströndum. Hjá Icelandair var það Boeing-þotan sem gerði gæfumuninn í gærkvöldi. Egilsstaðaþotan á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Farþegar ganga um borð.Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson „Við fengum 757 til okkar sem náði að taka nánast alla á Egilsstaði,“ sagði Sara Líf Snorradóttir, þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli, í dag. Þotan dugði þó ekki til og sendi Icelandair 76 sæta Dash 8-vél í aukaflug til Egilsstaða í morgun til að hreinsa upp restina á biðlistanum. Þá tókst Icelandair að komast á Hornafjörð í dag og Akureyrarflug gekk að mestu samkvæmt áætlun. „Við bara náum að hreinsa þetta allt upp,” sagði Sara. Dash 8 Q400-vél kemur úr aukaflugi frá Egilsstöðum í dagLýður Valberg Sveinsson Boeing-þotan flutti í gærkvöldi 184 farþega til Egilsstaða og jafnmarga til baka til Reykjavíkur en þar lenti hún seint í gærkvöldi. Hún var svo í morgun ferjuð frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur. -En kvarta borgarbúar ekkert undan svona þotu? „Nei, alls ekki. Ég hef allavegana ekkert heyrt um það. Ég held að flestum finnist þetta bara spennandi að fá þotuna til okkar.“ -Og farþegunum líka? „Já, farþegunum svo sannarlega líka,“ svarar þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.
Icelandair Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Boeing Samgöngur Tengdar fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. 1. desember 2025 22:03 Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. 1. desember 2025 21:00 Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. 1. desember 2025 22:03
Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. 1. desember 2025 21:00
Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29