Magnús Þór lést við strandveiðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2025 14:11 Magnús Þór Hafsteinsson varð 61 árs í maí síðastliðnum. Alþingi Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði. Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá nafni hins látna í færslu á Facebook. Magnús Þór fæddist á Akranesi í maí 1964 sonur hjónanna Hafsteins Magnússonar og Jóhönnu Kristínar Guðmundsdóttur. Magnús Þór menntaði sig sem búfræðingur með fiskeldi sem sérgrein á Bændaskólanum á Hólum og útskrifaðist þar árið 1986. Magnús Þór sat á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn.Alþingi Hann lauk Cand. mag.-próf í fiskeldis- og rekstrarfræðum frá Héraðsháskóla Sogns og Firðafylkis í Noregi 1991. Cand. scient.-próf í fiskifræði frá Háskólanum í Björgvin 1994. Magnús Þór starfaði við landbúnað, fiskvinnslu, sjómennsku og fiskeldi 1981 til 1989. Hann var rannsóknamaður við Veiðimálastofnun og hafrannsóknastofnanir Íslands og Noregs árin 1989 til 1997. Þá sinnti hann rannsóknum og kennslu við Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö 1994 til 1997. Hann var fréttaritari Ríkisútvarpsins í Noregi 1997 til 1999, blaðamaður hjá norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren og fréttamaður í sjónvarpi og útvarpi hjá RÚV árin 1997 til 2003. Magnús Þór var formaður menningar- og safnanefndar Akraness og félagsmálaráðs Akraness. Hann sat í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ormurinn langi sem Magnús Þór sigldi á til strandveiða.Magnús Þór Magnús Þór settist á þing árið 2003 sem þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Hann var formaður þingflokksins árin 2004 til 2007. Þá sat hann í sjávarútvegsnefnd 2003 til 2007 og félagsmálanefnd 2005 til 2007 auk þess að sitja í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2003 til 2005. Hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum árið 2009. Hann bauð fram krafta sína á Alþingi fyrir Flokk fólksins árið 2017 en náði ekki sæti á Alþingi. Hann gegndi í framhaldinu starfi framkvæmdastjóra þingflokksins. Magnús Þór í umræðum á Alþingi árið 2006.Vísir/GVA Magnús Þór ritaði fjölda greina um málefni tengd sjávarútvegi og fleiru sem birst hafa í norskum og íslenskum fjölmiðlum. Hann sat í ritnefnd um sögu Akraness og kom að þýðingum bóka síðustu ár. Má þar nefna Lífið á jörðinni okkar eftir David Attenborough og Kúbudeiluna 1962 eftir Max Hastings auk norskra glæpasagna sem Magnús Þór snaraði yfir á íslensku. Magnús Þór kynnir þýðingu sína á bók David Attenborough á Útvarpi Sögu þar sem hann var tíður gestur. Magnús Þór hafði verið við strandveiðar á Orminum langa AK-64 undanfarnar vikur. Hann var einn um borð þegar báturinn sökk í gær. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vestfjörðum og er það einnig á borði Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Magnús Þór birti þessa mynd af sér á Facebook í veiðifærabúðinni á Patreksfirði síðastliðinn föstudag.Magnús Þór Magnús Þór lætur eftir sig fjórar fullorðnar dætur. Lögreglan á Vestjörðum segir í færslu sinni að aðstandendur Magnúsar vilji koma á framfæri þakklæti til allra þeirra aðila sem að málinu komu sem og samfélagsins á Patreksfirði. „Lögreglan á Vestfjörðum vottar aðstandendum samúð og þakkar jafnframt viðbragðsaðilum, sjófarendum og öðrum sem að málinu komu kærlega fyrir. Unnið er að því að ná bátnum sem Magnús var á af sjávarbotni og stefnt er að því að flytja hann til Reykjavíkur til frekari rannsóknar.“ Andlát Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Akranes Alþingi Tengdar fréttir Strandveiðisjómaður lést Strandveiðisjómaður lést í dag eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði. 30. júní 2025 17:06 Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum. 30. júní 2025 12:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá nafni hins látna í færslu á Facebook. Magnús Þór fæddist á Akranesi í maí 1964 sonur hjónanna Hafsteins Magnússonar og Jóhönnu Kristínar Guðmundsdóttur. Magnús Þór menntaði sig sem búfræðingur með fiskeldi sem sérgrein á Bændaskólanum á Hólum og útskrifaðist þar árið 1986. Magnús Þór sat á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn.Alþingi Hann lauk Cand. mag.-próf í fiskeldis- og rekstrarfræðum frá Héraðsháskóla Sogns og Firðafylkis í Noregi 1991. Cand. scient.-próf í fiskifræði frá Háskólanum í Björgvin 1994. Magnús Þór starfaði við landbúnað, fiskvinnslu, sjómennsku og fiskeldi 1981 til 1989. Hann var rannsóknamaður við Veiðimálastofnun og hafrannsóknastofnanir Íslands og Noregs árin 1989 til 1997. Þá sinnti hann rannsóknum og kennslu við Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö 1994 til 1997. Hann var fréttaritari Ríkisútvarpsins í Noregi 1997 til 1999, blaðamaður hjá norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren og fréttamaður í sjónvarpi og útvarpi hjá RÚV árin 1997 til 2003. Magnús Þór var formaður menningar- og safnanefndar Akraness og félagsmálaráðs Akraness. Hann sat í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ormurinn langi sem Magnús Þór sigldi á til strandveiða.Magnús Þór Magnús Þór settist á þing árið 2003 sem þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Hann var formaður þingflokksins árin 2004 til 2007. Þá sat hann í sjávarútvegsnefnd 2003 til 2007 og félagsmálanefnd 2005 til 2007 auk þess að sitja í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2003 til 2005. Hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum árið 2009. Hann bauð fram krafta sína á Alþingi fyrir Flokk fólksins árið 2017 en náði ekki sæti á Alþingi. Hann gegndi í framhaldinu starfi framkvæmdastjóra þingflokksins. Magnús Þór í umræðum á Alþingi árið 2006.Vísir/GVA Magnús Þór ritaði fjölda greina um málefni tengd sjávarútvegi og fleiru sem birst hafa í norskum og íslenskum fjölmiðlum. Hann sat í ritnefnd um sögu Akraness og kom að þýðingum bóka síðustu ár. Má þar nefna Lífið á jörðinni okkar eftir David Attenborough og Kúbudeiluna 1962 eftir Max Hastings auk norskra glæpasagna sem Magnús Þór snaraði yfir á íslensku. Magnús Þór kynnir þýðingu sína á bók David Attenborough á Útvarpi Sögu þar sem hann var tíður gestur. Magnús Þór hafði verið við strandveiðar á Orminum langa AK-64 undanfarnar vikur. Hann var einn um borð þegar báturinn sökk í gær. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vestfjörðum og er það einnig á borði Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Magnús Þór birti þessa mynd af sér á Facebook í veiðifærabúðinni á Patreksfirði síðastliðinn föstudag.Magnús Þór Magnús Þór lætur eftir sig fjórar fullorðnar dætur. Lögreglan á Vestjörðum segir í færslu sinni að aðstandendur Magnúsar vilji koma á framfæri þakklæti til allra þeirra aðila sem að málinu komu sem og samfélagsins á Patreksfirði. „Lögreglan á Vestfjörðum vottar aðstandendum samúð og þakkar jafnframt viðbragðsaðilum, sjófarendum og öðrum sem að málinu komu kærlega fyrir. Unnið er að því að ná bátnum sem Magnús var á af sjávarbotni og stefnt er að því að flytja hann til Reykjavíkur til frekari rannsóknar.“
Andlát Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Akranes Alþingi Tengdar fréttir Strandveiðisjómaður lést Strandveiðisjómaður lést í dag eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði. 30. júní 2025 17:06 Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum. 30. júní 2025 12:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Strandveiðisjómaður lést Strandveiðisjómaður lést í dag eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði. 30. júní 2025 17:06
Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum. 30. júní 2025 12:00