Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2025 11:18 Hér má sjá nokkra unga Víkinga með bjór í hönd á leik síðasta sumar. Hafi þeir mætt á leikinn í gær gátu þeir ekki endurtekið þann leik. Vísir/Diego Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld. Umræða um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum hefur verið nokkuð hávær undanfarnar vikur og hefur kastljósið helst beinst að leikjum í karlaflokki í úrslitakeppninni í körfubolta og Íslandsmótinu í fótbolta. Willum Þór Þórsson, nýkjörinn forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, sagði á dögunum ótækt að íþróttafélögin seldu áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum kom fram að nokkur fjöldi félaga á höfuðborgarsvæðinu seldu áfengi án tilskilins leyfi. Ekkert félag hefði leyfi til að selja áfengi utandyra en borið hefur á því að stuðningsmenn hafi sötrað bjór í stúkunni í sumar. 433.is greindi frá því í morgun að aldrei slíku vant hefði bjór ekki verið til sölu í Fossvoginum í gær þar sem Víkingar fengu Aftureldingu í heimsókn í Bestu deild karla. Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings, segir félög á höfuðborgarsvæðinu hafa fundað með lögreglu nýlega. Félögin hafi fengið leiðbeiningar um hvaða leyfi þyrftu að vera til staðar fyrir áfengissölu, hvort sem um væri að ræða sölu inni í sal eða utandyra. Umsókn í ferli og vel tekið í bjórleysið Haukur segir Víking með nýja umsókn í ferli en henni þurfi að fylgja jákvæða umsögn frá aðilum á borð við Reykjavíkurborg, lögreglu, slökkviliði og heilbrigðiseftirliti. „Við vildum ekki vera að taka neina óþarfa sénsa á meðan þetta er í ferli,“ segir Haukur um áfengislaust gærkvöldið í Fossvoginum. „Við vonuðumst til að þetta tækist fyrir leikinn en núna vonumst við til að fá svör fyrir næsta heimaleik, sem er Evrópuleikur hjá okkur,“ segir Haukur. Stuðningsmenn í Víkinni í gærkvöldi hafi mætt áfengisleysinu af skilningi. Boðið hafi verið upp á óáfengan bjór fyrir þá sem vildu og einhver sala verið á honum. Sala á veitingum og þar með talið áfengi er ein af leiðum félaganna til að drýgja tekjur sínar og styðja við rekstur knattspyrnudeildanna. Haukur segir lögreglu hafa boðað komu sína á leiki félaga í efstu deild karlamegin. Það var einmitt tilfellið á föstudagskvöldið þegar Stjarnan tók á móti Breiðabliki í Garðabænum. Gerðu athugasemdir við ráf bjórþyrstra Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, segir lögreglu hafa komið á staðinn og gert athugasemdir við að fólk væri með bjór utandyra auk þess sem einhverjir hefðu rölt með bjórinn upp í stúku sem sé ekki leyfilegt. Baldvin segir Stjörnuna vera með leyfi fyrir áfengissölu á Dúllubar og í veislusal sínum en ekki utandyra. Stjarnan ætli að sækja um það leyfi og lögregla sé meðvituð um að sú umsókn sé í ferli. Baldvin segir lögregluna í Hafnarfirði hafa rætt við Stjörnuna og farið yfir leyfismálin. Félagið eigi í góðu samtali við lögregluna um næstu skref fyrir áfengissölu utandyra. Félagið hafi ekki hug á því að leyfa bjórdrykkju í stúkunni en þó þannig að fólk geti á afmörkuðum stöðum á svæðinu verið utandyra fengið sér bjór áður en haldið sé í stúkuna. Við þetta má bæta að Framarar takmörkuðu bjórsölu á leik liðsins við ÍBV í gærkvöldi við veislusal félagsins eftir að hafa heyrt af lögregluheimsókn til Stjörnunnar á föstudagskvöldið. Félagið hefur leyfi fyrir sölu í veislusal sínum en bjórinn hefur verið seldur frammi á gangi í sumar. Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram, segist eiga fund með aðstoðaryfirlögregluþjóni á morgun fyrir hönd félagsins svo allt sé á hreinu varðandi áfengissölu á íþróttaleikjum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Áfengi Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. 16. júní 2025 12:52 Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 23. maí 2025 06:32 Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. 20. maí 2025 19:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Umræða um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum hefur verið nokkuð hávær undanfarnar vikur og hefur kastljósið helst beinst að leikjum í karlaflokki í úrslitakeppninni í körfubolta og Íslandsmótinu í fótbolta. Willum Þór Þórsson, nýkjörinn forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, sagði á dögunum ótækt að íþróttafélögin seldu áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum kom fram að nokkur fjöldi félaga á höfuðborgarsvæðinu seldu áfengi án tilskilins leyfi. Ekkert félag hefði leyfi til að selja áfengi utandyra en borið hefur á því að stuðningsmenn hafi sötrað bjór í stúkunni í sumar. 433.is greindi frá því í morgun að aldrei slíku vant hefði bjór ekki verið til sölu í Fossvoginum í gær þar sem Víkingar fengu Aftureldingu í heimsókn í Bestu deild karla. Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings, segir félög á höfuðborgarsvæðinu hafa fundað með lögreglu nýlega. Félögin hafi fengið leiðbeiningar um hvaða leyfi þyrftu að vera til staðar fyrir áfengissölu, hvort sem um væri að ræða sölu inni í sal eða utandyra. Umsókn í ferli og vel tekið í bjórleysið Haukur segir Víking með nýja umsókn í ferli en henni þurfi að fylgja jákvæða umsögn frá aðilum á borð við Reykjavíkurborg, lögreglu, slökkviliði og heilbrigðiseftirliti. „Við vildum ekki vera að taka neina óþarfa sénsa á meðan þetta er í ferli,“ segir Haukur um áfengislaust gærkvöldið í Fossvoginum. „Við vonuðumst til að þetta tækist fyrir leikinn en núna vonumst við til að fá svör fyrir næsta heimaleik, sem er Evrópuleikur hjá okkur,“ segir Haukur. Stuðningsmenn í Víkinni í gærkvöldi hafi mætt áfengisleysinu af skilningi. Boðið hafi verið upp á óáfengan bjór fyrir þá sem vildu og einhver sala verið á honum. Sala á veitingum og þar með talið áfengi er ein af leiðum félaganna til að drýgja tekjur sínar og styðja við rekstur knattspyrnudeildanna. Haukur segir lögreglu hafa boðað komu sína á leiki félaga í efstu deild karlamegin. Það var einmitt tilfellið á föstudagskvöldið þegar Stjarnan tók á móti Breiðabliki í Garðabænum. Gerðu athugasemdir við ráf bjórþyrstra Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, segir lögreglu hafa komið á staðinn og gert athugasemdir við að fólk væri með bjór utandyra auk þess sem einhverjir hefðu rölt með bjórinn upp í stúku sem sé ekki leyfilegt. Baldvin segir Stjörnuna vera með leyfi fyrir áfengissölu á Dúllubar og í veislusal sínum en ekki utandyra. Stjarnan ætli að sækja um það leyfi og lögregla sé meðvituð um að sú umsókn sé í ferli. Baldvin segir lögregluna í Hafnarfirði hafa rætt við Stjörnuna og farið yfir leyfismálin. Félagið eigi í góðu samtali við lögregluna um næstu skref fyrir áfengissölu utandyra. Félagið hafi ekki hug á því að leyfa bjórdrykkju í stúkunni en þó þannig að fólk geti á afmörkuðum stöðum á svæðinu verið utandyra fengið sér bjór áður en haldið sé í stúkuna. Við þetta má bæta að Framarar takmörkuðu bjórsölu á leik liðsins við ÍBV í gærkvöldi við veislusal félagsins eftir að hafa heyrt af lögregluheimsókn til Stjörnunnar á föstudagskvöldið. Félagið hefur leyfi fyrir sölu í veislusal sínum en bjórinn hefur verið seldur frammi á gangi í sumar. Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram, segist eiga fund með aðstoðaryfirlögregluþjóni á morgun fyrir hönd félagsins svo allt sé á hreinu varðandi áfengissölu á íþróttaleikjum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Áfengi Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. 16. júní 2025 12:52 Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 23. maí 2025 06:32 Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. 20. maí 2025 19:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. 16. júní 2025 12:52
Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 23. maí 2025 06:32
Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. 20. maí 2025 19:03