Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 16:28 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Spánverjum með tvöföldum tollum eftir að þeir höfnuðu tillögu NATO-forrystunnar um að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hafnaði tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála yrðu hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu og sagðist vilja sveigjanlegri formúlu. Slík markmið væru ekki aðeins ósanngjörn heldur hefðu einnig þveröfug áhrif. Trump ósáttur Spánverjar voru eina landið sem vildi ekki uppfylla fimm prósenta markmiðið sem Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafði lagt til. Þeir vilja frekar verja 2,1 prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Sanhcéz hafði hrósað sigri eftir að hafa hafnað kröfunni og sagðist hafa sparað þjóð sinni fúlgu fjár. „Ef við hefðum samþykkt fimm prósentin, þá hefðum við þurft að ráðstafa auka 300 milljörðum evra í varnarmál fyrir 2038,“ hefur El País eftir Sánchez, sem bætti við að það fæli í sér niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu. Trump er vægast sagt ósáttur. „Spánn, þetta er hræðilegt það sem þeir hafa gert,“ svaraði Bandaríkjaforseti þegar spænskur blaðamaður spurði hann um viðbrögð við afstöðu Spánverja. Trump benti á að efnahagskerfi Spánar væri gott en að það gæti auðveldlega farið á hliðina ef „eitthvað slæmt gerðist“. Hann hélt áfram: „Veistu hvað við ætlum að gera? Við erum að semja við Spánverja um viðskiptasamning, við ætlum að lát þá borga tvöfalt meira,“ sagði hann þá. „Og mér er í alvörunni alvara um þetta.“ Trump sagðist ætla að semja beint við Spán, ætli jafnvel að gera það sjálfur. „Þeir munu borga meiri pening svona,“ sagði forsetinn og skipaði svo blaðamanninum að segja Spánverjum að leggja eins mikið til og hin NATO-ríkin. Getur hann hækkað tolla? Sem fyrr segir gefur í skyn að Spánn muni borga í formi hærri tolla á spænskar vörur sem spænsk fyrirtæki selja til Bandaríkjanna. En það er hægra sagt en gert fyrir Trump að leggja tolla á Spán einan, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Þegar Bandaríkin hafa lagt tolla á vörur frá Evrópu síðustu mánuði hafa þeir tollar verið lagðir á vörur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Bandaríkin hafa enga sérstaka bandaríska tolla á spænskar vörur eins og er. Bandaríkin gætu þó lagt sérstaka tolla á vörur sem aðeins Spánn selur til Bandaríkjanna, til dæmis sérstaka skinku sem aðeins er framleidd á Spáni. Það verður aftur á móti erfitt að leggja tolla á vörur framleiddar bæði á Spáni og annars staðar, eins og bíla sem framleiddir eru á Spáni, þar sem Bandaríkin myndu þá þurfa að leggja tolla á allt ESB, og þá er hætta á því að ESB svari með tollum á bandarískar vörur eins og við sáum í síðustu viðureign tollastríðsins. Trump hafði þegar frestað tollahækkunum á Evrópusambandið til 9. júlí til þess að rýmka fyrir umræðu um nýjan fríverslunarsamning. Spánn Donald Trump NATO Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hafnaði tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála yrðu hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu og sagðist vilja sveigjanlegri formúlu. Slík markmið væru ekki aðeins ósanngjörn heldur hefðu einnig þveröfug áhrif. Trump ósáttur Spánverjar voru eina landið sem vildi ekki uppfylla fimm prósenta markmiðið sem Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafði lagt til. Þeir vilja frekar verja 2,1 prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Sanhcéz hafði hrósað sigri eftir að hafa hafnað kröfunni og sagðist hafa sparað þjóð sinni fúlgu fjár. „Ef við hefðum samþykkt fimm prósentin, þá hefðum við þurft að ráðstafa auka 300 milljörðum evra í varnarmál fyrir 2038,“ hefur El País eftir Sánchez, sem bætti við að það fæli í sér niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu. Trump er vægast sagt ósáttur. „Spánn, þetta er hræðilegt það sem þeir hafa gert,“ svaraði Bandaríkjaforseti þegar spænskur blaðamaður spurði hann um viðbrögð við afstöðu Spánverja. Trump benti á að efnahagskerfi Spánar væri gott en að það gæti auðveldlega farið á hliðina ef „eitthvað slæmt gerðist“. Hann hélt áfram: „Veistu hvað við ætlum að gera? Við erum að semja við Spánverja um viðskiptasamning, við ætlum að lát þá borga tvöfalt meira,“ sagði hann þá. „Og mér er í alvörunni alvara um þetta.“ Trump sagðist ætla að semja beint við Spán, ætli jafnvel að gera það sjálfur. „Þeir munu borga meiri pening svona,“ sagði forsetinn og skipaði svo blaðamanninum að segja Spánverjum að leggja eins mikið til og hin NATO-ríkin. Getur hann hækkað tolla? Sem fyrr segir gefur í skyn að Spánn muni borga í formi hærri tolla á spænskar vörur sem spænsk fyrirtæki selja til Bandaríkjanna. En það er hægra sagt en gert fyrir Trump að leggja tolla á Spán einan, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Þegar Bandaríkin hafa lagt tolla á vörur frá Evrópu síðustu mánuði hafa þeir tollar verið lagðir á vörur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Bandaríkin hafa enga sérstaka bandaríska tolla á spænskar vörur eins og er. Bandaríkin gætu þó lagt sérstaka tolla á vörur sem aðeins Spánn selur til Bandaríkjanna, til dæmis sérstaka skinku sem aðeins er framleidd á Spáni. Það verður aftur á móti erfitt að leggja tolla á vörur framleiddar bæði á Spáni og annars staðar, eins og bíla sem framleiddir eru á Spáni, þar sem Bandaríkin myndu þá þurfa að leggja tolla á allt ESB, og þá er hætta á því að ESB svari með tollum á bandarískar vörur eins og við sáum í síðustu viðureign tollastríðsins. Trump hafði þegar frestað tollahækkunum á Evrópusambandið til 9. júlí til þess að rýmka fyrir umræðu um nýjan fríverslunarsamning.
Spánn Donald Trump NATO Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira