Opið svar til formanns Samleik- Útsvarsgreiðendur borga leikskólann í Kópavogi! Rakel Ýr Isaksen skrifar 25. júní 2025 16:02 Ég kann að meta það að samtök foreldra í leikskólum Kópavogs eru ánægð með sum atriði í þjónustu við börn og foreldra í Kópavogi, nánar tiltekið að starfsemin er óskert ólíkt sumum nágranasveitarfélögum og að starfsfólki leikskóla líður almennt vel í vinnunni. Þessir tveir jákvæðu þættir sem formaður Samleik hefur orð á í aðsendri grein þann 23. júní eru ekki sjálfgefnir. Starfsfólk og stjórnendur leikskóla í Kópavogi upplifa að dregið hefur verulega úr álagi og að núverandi stöðuleiki í starfseminni er tilkominn vegna þess að meðaldvalartími barna í leikskólunum hefur styst verulega, úr 8,1 klukkustund í 7,3 klukkustundir síðan Kópavogsmódelið var innleitt.Það er aðeins ein skýring á því að dvalartími barna hefur minnkað í Kópavogi:Flestir foreldrar kaupa nú eingöngu þann tíma sem þeir nauðsynlega þurfa, af því að viðbótartími er nú (að litlum hluta) greiddur úr heimilisbókhaldinu! Áður er Kópavogsmódelið með gjaldskrárhækkun umfram gjaldfrjálsa tímann var innleitt, voru mjög mörg börn með 8,5 og 9 klukkustunda daglegan dvalartíma og leikskólar þurftu að tryggja mönnun leikskólana í samræmi við það.Raun nýting á plássunum var hins vegar alls ekki í takt við keyptan dvalartíma.Margir foreldrar tryggðu börnum sínum 9 tíma pláss í leikskólanum eingöngu til þess að hafa svigrúm sem stundum var nýtt. Umtalað svigrúm kostar hins vegar gífurlegar fjárhæðir fyrir sveitarfélagið/útsvarsgreiðendur og skapaði mikið álag í starfsemi leikskóla, þar sem enginn starfsmaður leikskóla var með vinnuframlag umfram 8 klukkustundir á dag. Með tilkomu styttingu vinnuvikunnar minnkaði daglegt vinnuframlag starfsmanna í leikskólum í 7,2 klukkustundir. Það er augljóst að dæmið gekk ekki upp!Með styttri dvalartíma nokkurra barna er möguleiki að dreifa vinnuframlagi starfsfólks yfir opnunartíma leikskólanna (9 klukkustundir) og mæta betur þörfum þeirra barna sem dvelja lengur í leikskólanum. Í aðsendri grein formannsins vitnar hann í og gagnrýnir niðurlag greinar minnar þann 14. júní síðastliðinn um ábyrgð foreldra og að mínu mati sanngjarna og tekjutengda hlutdeild þeirra í kostnaði við leikskólapláss umfram 6 gjaldfrjálsar stundir í Kópavogi.Formaðurinn slítur orð mín þó úr samhengi, þar sem ég byrja á að nefna að útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku og tryggja þannig jafnrétti allra barna til náms. Þannig er hugað að velferð allra barna og Kópavogur svo sannarlega að sýna samfélagslega ábyrgð. Menntamál eru dýrasti útgjaldaliður sveitarfélaga og Kópavogur styður dyggilega við foreldra leikskólabarna, ásamt því að sinna vel öðrum mikilvægum málaflokkum s.s. málefnum eldri borgara og öðrum velferðarmálum bæjarfélagsins. Útsvarsgreiðendur sveitarfélagsins greiða að mestu kostnað fyrir dvalartíma allra barna í leikskólanum! Hér má sjá dæmi um hlutdeild foreldra í Kópavogi, án tekjutengds afsláttar sem getur verið frá 10-50% af dvalargjaldi.Samkvæmt opinberum tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga eru eftirfarandi tölur meðal útreiknaður grunnkostnaður sveitarfélaga (án þess að tekið sé tillit til viðbótar kostnaðar vegna sérkennslu, faghlutfalls o.fl.) við hvert leikskólapláss: ·Hvert 6 tíma leikskólapláss tveggja ára barns kostar 363.770 krónur á mánuði. Hlutdeild foreldra í Kópavogi 0. krónur í dvalargjald 11.617 kr. í fæðisgjald (foreldrar greiða 3% af kostnaði) ·Kostnaður sveitarfélags vegna 8 tíma pláss tveggja ára barns 437.521 kr. á mánuði. Hlutdeild foreldra í Kópavogi án afsláttar: dvalargjald: 43.701, fæðisgjald: 11.617 kr. Samtals: 55.318 kr. (foreldrar greiða tæp 13%) ·Hvert 9 tíma leikskólapláss tveggja ára barns kostar sveitarfélag 474.396 kr. á mánuði. Hlutdeild foreldra í Kópavogi án afsláttar: Dvalargjald 75.069 kr., Fæðisgjald: 11.617 kr. Samtals: 86.686 kr. (foreldrar greiða 18%) Þetta svarar vonandi spurningu formanns Samleik um hverjir borga leikskólagjöldin í Kópavogi. Ef foreldri á ekki rétt á tekjutengdum afslætti af leikskólagjöldum sem mæta þörfum þess, eru tekjur viðkomandi foreldris einfaldlega í það góðum málum að útsvarsgreiðslum íbúa sveitarfélagsins er ef til vill betur forgangsraðað í önnur málefni. Þess má jafnframt geta að nýlegar niðurstöður um áhrif Kópavogsmódelsins benda til þess að tekjulægri foreldrar og foreldrar með annað móðurmál en íslensku, sýna hvað mesta ánægju með breytingarnar í leikskólamálum í Kópavogi.Flestir foreldrar sem hafa búið erlendis vita einnig að leikskólapláss kostar í raun mörg hundruð þúsund krónur á mánuði sem greiðast jafnan beint úr vasa foreldra og víða er ekki mögulegt að fá meira en vistun í örfáa klukkutíma á viku fyrir ung börn. Sýnum þakklæti fyrir að samfélagið okkar, við útsvarsgreiðendur, berum höfuðþungann í kostnaði við menntun ungra barna og að öll börn í Kópavogi hafi kost á gjaldfrjálsri menntun í umsjá fagfólks, í stöðugu og traustu leikskólaumhverfi. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Kópavogur Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég kann að meta það að samtök foreldra í leikskólum Kópavogs eru ánægð með sum atriði í þjónustu við börn og foreldra í Kópavogi, nánar tiltekið að starfsemin er óskert ólíkt sumum nágranasveitarfélögum og að starfsfólki leikskóla líður almennt vel í vinnunni. Þessir tveir jákvæðu þættir sem formaður Samleik hefur orð á í aðsendri grein þann 23. júní eru ekki sjálfgefnir. Starfsfólk og stjórnendur leikskóla í Kópavogi upplifa að dregið hefur verulega úr álagi og að núverandi stöðuleiki í starfseminni er tilkominn vegna þess að meðaldvalartími barna í leikskólunum hefur styst verulega, úr 8,1 klukkustund í 7,3 klukkustundir síðan Kópavogsmódelið var innleitt.Það er aðeins ein skýring á því að dvalartími barna hefur minnkað í Kópavogi:Flestir foreldrar kaupa nú eingöngu þann tíma sem þeir nauðsynlega þurfa, af því að viðbótartími er nú (að litlum hluta) greiddur úr heimilisbókhaldinu! Áður er Kópavogsmódelið með gjaldskrárhækkun umfram gjaldfrjálsa tímann var innleitt, voru mjög mörg börn með 8,5 og 9 klukkustunda daglegan dvalartíma og leikskólar þurftu að tryggja mönnun leikskólana í samræmi við það.Raun nýting á plássunum var hins vegar alls ekki í takt við keyptan dvalartíma.Margir foreldrar tryggðu börnum sínum 9 tíma pláss í leikskólanum eingöngu til þess að hafa svigrúm sem stundum var nýtt. Umtalað svigrúm kostar hins vegar gífurlegar fjárhæðir fyrir sveitarfélagið/útsvarsgreiðendur og skapaði mikið álag í starfsemi leikskóla, þar sem enginn starfsmaður leikskóla var með vinnuframlag umfram 8 klukkustundir á dag. Með tilkomu styttingu vinnuvikunnar minnkaði daglegt vinnuframlag starfsmanna í leikskólum í 7,2 klukkustundir. Það er augljóst að dæmið gekk ekki upp!Með styttri dvalartíma nokkurra barna er möguleiki að dreifa vinnuframlagi starfsfólks yfir opnunartíma leikskólanna (9 klukkustundir) og mæta betur þörfum þeirra barna sem dvelja lengur í leikskólanum. Í aðsendri grein formannsins vitnar hann í og gagnrýnir niðurlag greinar minnar þann 14. júní síðastliðinn um ábyrgð foreldra og að mínu mati sanngjarna og tekjutengda hlutdeild þeirra í kostnaði við leikskólapláss umfram 6 gjaldfrjálsar stundir í Kópavogi.Formaðurinn slítur orð mín þó úr samhengi, þar sem ég byrja á að nefna að útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku og tryggja þannig jafnrétti allra barna til náms. Þannig er hugað að velferð allra barna og Kópavogur svo sannarlega að sýna samfélagslega ábyrgð. Menntamál eru dýrasti útgjaldaliður sveitarfélaga og Kópavogur styður dyggilega við foreldra leikskólabarna, ásamt því að sinna vel öðrum mikilvægum málaflokkum s.s. málefnum eldri borgara og öðrum velferðarmálum bæjarfélagsins. Útsvarsgreiðendur sveitarfélagsins greiða að mestu kostnað fyrir dvalartíma allra barna í leikskólanum! Hér má sjá dæmi um hlutdeild foreldra í Kópavogi, án tekjutengds afsláttar sem getur verið frá 10-50% af dvalargjaldi.Samkvæmt opinberum tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga eru eftirfarandi tölur meðal útreiknaður grunnkostnaður sveitarfélaga (án þess að tekið sé tillit til viðbótar kostnaðar vegna sérkennslu, faghlutfalls o.fl.) við hvert leikskólapláss: ·Hvert 6 tíma leikskólapláss tveggja ára barns kostar 363.770 krónur á mánuði. Hlutdeild foreldra í Kópavogi 0. krónur í dvalargjald 11.617 kr. í fæðisgjald (foreldrar greiða 3% af kostnaði) ·Kostnaður sveitarfélags vegna 8 tíma pláss tveggja ára barns 437.521 kr. á mánuði. Hlutdeild foreldra í Kópavogi án afsláttar: dvalargjald: 43.701, fæðisgjald: 11.617 kr. Samtals: 55.318 kr. (foreldrar greiða tæp 13%) ·Hvert 9 tíma leikskólapláss tveggja ára barns kostar sveitarfélag 474.396 kr. á mánuði. Hlutdeild foreldra í Kópavogi án afsláttar: Dvalargjald 75.069 kr., Fæðisgjald: 11.617 kr. Samtals: 86.686 kr. (foreldrar greiða 18%) Þetta svarar vonandi spurningu formanns Samleik um hverjir borga leikskólagjöldin í Kópavogi. Ef foreldri á ekki rétt á tekjutengdum afslætti af leikskólagjöldum sem mæta þörfum þess, eru tekjur viðkomandi foreldris einfaldlega í það góðum málum að útsvarsgreiðslum íbúa sveitarfélagsins er ef til vill betur forgangsraðað í önnur málefni. Þess má jafnframt geta að nýlegar niðurstöður um áhrif Kópavogsmódelsins benda til þess að tekjulægri foreldrar og foreldrar með annað móðurmál en íslensku, sýna hvað mesta ánægju með breytingarnar í leikskólamálum í Kópavogi.Flestir foreldrar sem hafa búið erlendis vita einnig að leikskólapláss kostar í raun mörg hundruð þúsund krónur á mánuði sem greiðast jafnan beint úr vasa foreldra og víða er ekki mögulegt að fá meira en vistun í örfáa klukkutíma á viku fyrir ung börn. Sýnum þakklæti fyrir að samfélagið okkar, við útsvarsgreiðendur, berum höfuðþungann í kostnaði við menntun ungra barna og að öll börn í Kópavogi hafi kost á gjaldfrjálsri menntun í umsjá fagfólks, í stöðugu og traustu leikskólaumhverfi. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar