25 metrar í Fannborg Hákon Gunnarsson skrifar 24. júní 2025 13:02 Takmörkuð gæði Landrými eru takmörkuð gæði. Lykilatriði í stjórnun sveitarfélaga er að ráðstöfun og úthlutun á landi sé stýrt þannig að íbúar njóti þess fjárhagslega – en ekki síst að skapa aðlaðandi og eftirsóknarvert samfélag. Kópavogsbær seldi 3 lykileignir á besta stað í Miðbæ Kópavogs 10 maí 2018, eða fyrir rúmum 7 árum síðan. Allar tillögur minnihlutans um samkeppni um skipulag á nýjum mannvænum miðbæ voru slegnar út af borðinu. Það fylgir sögunni að bæjarfélagið tók nýseldar eignir að leigu og þegar upp var staðið hafði greidd leiga bæjarfélagsins til nýrra eigenda greitt söluverðið til baka að stórum hluta. Hver er staðan eftir 7 ár? Hún er sú að fyrir liggur deiliskipulag sem reynist vera þannig að það stenst engar faglegar kröfur og fellur ekki einu sinni að byggingareglugerð. Á öllum Norðurlöndunum gilda skýrar reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau skulu aldrei vera fjær en 25 metra frá inngangi íbúðar. Þannig var þetta líka á Íslandi. Fyrir einhver ótrúleg mistök þá féll þetta ákvæði út úr íslenskri byggingareglugerð fyrir 9 árum síðan. Nú nýlega breytti Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, byggingarreglugerð og setti inn nýtt ákvæði, eða endurvakti ákvæði sem var, um að bílastæði fyrir hreyfihamlaða skuli vera sem næst aðalinngangi bygginga og aldrei fjær en 25 metrar, líkt og hjá öðrum siðuðum þjóðum. Inga á mikið hrós skilið fyrir að leiðrétta þetta. Það má öllum vera ljóst hvílíkt hagsmunamál það er fyrir hreyfihamlaða að eiga víst bílastæði nálægt innganginum að íbúðinni sinni og eiginlega ótrúlegt að þetta ákvæði hafi ekki verið inni um 9 ára skeið. Þetta ákvæði setur fyrirhugaðar framkvæmdir á Fannborgarreitnum í miðbæ Kópavogs í uppnám. Það verður örugglega flókið, og að öllum líkindum ómögulegt, fyrir byggingaraðilana að fara að þessum reglum. Note bene, þetta eru reglur, ekki tilmæli og reglum ber að fara eftir. Ef allt væri eðlilegt ætti Kópavogsbær og eigendur byggingaréttarins að endurmeta byggingaráformin og aðlaga þau að þeim reglum sem gilda og tryggja að íbúarnir hafi aðgengi að íbúðum sínum. Því miður er ástæða til að óttast að Kópavogsbær ákveði að fara ekki eftir reglum, það hefur gerst áður. Af biturri reynslu leyfi ég mér ekki að vera bjartsýnn á farsæla lausn í þessu máli fyrir íbúana – enda virðist hún ekki vera fyrir hendi miðað við 25 metra regluna. En ég lifi þó í voninni að lóðarrétthafi og meirihlutinn í Kópavogi sjái að sér og taki upp eðlilegt samtal við íbúana og leiti lausna sem standast kröfur um aðgengi og mannbætandi umhverfi. Samfylkingin í Kópavogi og Vinir Kópavogs hafa staðið í fararbroddi í þessari réllætisbaráttu og munu standa með íbúum Fannborgar í þessu máli í framtíðinni sem hingað til. Reyndar er þetta hagsmunamál allra Kópavogsbúa en ekki eingöngu íbúa í Fannborg. Höfundur er innfæddur Kópavogsbúi og er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum. Hann á sæti í umhverfis- og skipulagsráði og býr í Fannborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Takmörkuð gæði Landrými eru takmörkuð gæði. Lykilatriði í stjórnun sveitarfélaga er að ráðstöfun og úthlutun á landi sé stýrt þannig að íbúar njóti þess fjárhagslega – en ekki síst að skapa aðlaðandi og eftirsóknarvert samfélag. Kópavogsbær seldi 3 lykileignir á besta stað í Miðbæ Kópavogs 10 maí 2018, eða fyrir rúmum 7 árum síðan. Allar tillögur minnihlutans um samkeppni um skipulag á nýjum mannvænum miðbæ voru slegnar út af borðinu. Það fylgir sögunni að bæjarfélagið tók nýseldar eignir að leigu og þegar upp var staðið hafði greidd leiga bæjarfélagsins til nýrra eigenda greitt söluverðið til baka að stórum hluta. Hver er staðan eftir 7 ár? Hún er sú að fyrir liggur deiliskipulag sem reynist vera þannig að það stenst engar faglegar kröfur og fellur ekki einu sinni að byggingareglugerð. Á öllum Norðurlöndunum gilda skýrar reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau skulu aldrei vera fjær en 25 metra frá inngangi íbúðar. Þannig var þetta líka á Íslandi. Fyrir einhver ótrúleg mistök þá féll þetta ákvæði út úr íslenskri byggingareglugerð fyrir 9 árum síðan. Nú nýlega breytti Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, byggingarreglugerð og setti inn nýtt ákvæði, eða endurvakti ákvæði sem var, um að bílastæði fyrir hreyfihamlaða skuli vera sem næst aðalinngangi bygginga og aldrei fjær en 25 metrar, líkt og hjá öðrum siðuðum þjóðum. Inga á mikið hrós skilið fyrir að leiðrétta þetta. Það má öllum vera ljóst hvílíkt hagsmunamál það er fyrir hreyfihamlaða að eiga víst bílastæði nálægt innganginum að íbúðinni sinni og eiginlega ótrúlegt að þetta ákvæði hafi ekki verið inni um 9 ára skeið. Þetta ákvæði setur fyrirhugaðar framkvæmdir á Fannborgarreitnum í miðbæ Kópavogs í uppnám. Það verður örugglega flókið, og að öllum líkindum ómögulegt, fyrir byggingaraðilana að fara að þessum reglum. Note bene, þetta eru reglur, ekki tilmæli og reglum ber að fara eftir. Ef allt væri eðlilegt ætti Kópavogsbær og eigendur byggingaréttarins að endurmeta byggingaráformin og aðlaga þau að þeim reglum sem gilda og tryggja að íbúarnir hafi aðgengi að íbúðum sínum. Því miður er ástæða til að óttast að Kópavogsbær ákveði að fara ekki eftir reglum, það hefur gerst áður. Af biturri reynslu leyfi ég mér ekki að vera bjartsýnn á farsæla lausn í þessu máli fyrir íbúana – enda virðist hún ekki vera fyrir hendi miðað við 25 metra regluna. En ég lifi þó í voninni að lóðarrétthafi og meirihlutinn í Kópavogi sjái að sér og taki upp eðlilegt samtal við íbúana og leiti lausna sem standast kröfur um aðgengi og mannbætandi umhverfi. Samfylkingin í Kópavogi og Vinir Kópavogs hafa staðið í fararbroddi í þessari réllætisbaráttu og munu standa með íbúum Fannborgar í þessu máli í framtíðinni sem hingað til. Reyndar er þetta hagsmunamál allra Kópavogsbúa en ekki eingöngu íbúa í Fannborg. Höfundur er innfæddur Kópavogsbúi og er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum. Hann á sæti í umhverfis- og skipulagsráði og býr í Fannborg.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar