„Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. júní 2025 13:02 Dagur B. Eggertsson leiðir Íslandsdeild þings Atlantshafsbandalagsins og búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti mæti til Haag í kvöld. Vísir/Getty/Einar Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála. Á fundinn í Hollandi koma leiðtogar allra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins og þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingar leiðir Íslandsdeild NATO þingsins og hann segir hagsmuni Íslands felast í að Atlantshafsbandalagið sýni samstöðu og komi samhent af fundinum. Hann segir breiðan skilning ríkja á sérstöðu Íslands sem herlaus þjóð. „Það er auðvitað verið að tala um mjög mikla aukningu í varnarútgjöldum hjá þjóðum sem eru með her, upp í 3,5 prósent af þjóðarframleiðslu en síðan 1,5 prósent fyrir varnartengd útgjöld. Þar kemur Ísland við sögu en ekki í þessum beinlínis varnartengdu útgjöldum,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu Sýnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem landinu er gert að fjárfesta í. Fundurinn í Hollandi er haldinn í skugga stríðsátakanna í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Dagur segir að Ísland muni áfram sýna skýran stuðning við Úkraínu og býst við því sama af NATO. „Þó við séum herlaus þjóð þá höfum við tekið fullan þátt þar. Ég á ekki von á öðru en að NATO muni undirstrika áframhald á því. Þó það sem sé að gerast sé að Evrópa er að axla stærri og stærri hlut af þeim stuðningi en áður voru Bandaríkin lang, lang stærst á því sviði.“ Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi til Haag í kvöld. Hann tekur þátt í kvöldverði leiðtoga bandalagsríkjanna í kvöld og fundi þeirra á morgun. Þar verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fulltrúi Íslands. „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki. Ég held að ég lýsi því bara best þannig að fólk haldi niðri í sér andanum hvað það varðar.“ Fjöldi funda fram undan Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að á hátíðarkvöldverðinum verði einnig meðal gesta forseti Úkraínu, leiðtogar Evrópusambandsins (ESB), forsætisráðherra Nýja Sjálands og háttsettir fulltrúar Japans, Suður Kóreu og Ástralíu verða jafnframt meðal gesta. Á sama tíma muni utanríkisráðherrar bandalagsins í NATO-Úkraínuráðinu funda um stöðu mála í Úkraínu með utanríkisráðherra landsins og utanríkismálastjóra ESB. Þá muni einnig funda varnarmálaráðherrar bandalagsríkja um varnir og skuldbindingar bandalagsins í ljósi gjörbreytts öryggisumhverfis á Evró-Atlantshafssvæðinu. Samkvæmt tilkynningu fer á morgun fram formlegur fundur leiðtoga bandalagsríkja þar sem framlög til varnarmála, ný viðmið og jafnari byrðir verða ofarlega á blaði, sem og ógnin frá Rússlandi og friðarumleitanir og stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu. Hægt er að fylgjast með dagskrá leiðtogafundarins á vefsíðu Atlantshafsbandalagsins. NATO Donald Trump Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Á fundinn í Hollandi koma leiðtogar allra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins og þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingar leiðir Íslandsdeild NATO þingsins og hann segir hagsmuni Íslands felast í að Atlantshafsbandalagið sýni samstöðu og komi samhent af fundinum. Hann segir breiðan skilning ríkja á sérstöðu Íslands sem herlaus þjóð. „Það er auðvitað verið að tala um mjög mikla aukningu í varnarútgjöldum hjá þjóðum sem eru með her, upp í 3,5 prósent af þjóðarframleiðslu en síðan 1,5 prósent fyrir varnartengd útgjöld. Þar kemur Ísland við sögu en ekki í þessum beinlínis varnartengdu útgjöldum,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu Sýnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem landinu er gert að fjárfesta í. Fundurinn í Hollandi er haldinn í skugga stríðsátakanna í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Dagur segir að Ísland muni áfram sýna skýran stuðning við Úkraínu og býst við því sama af NATO. „Þó við séum herlaus þjóð þá höfum við tekið fullan þátt þar. Ég á ekki von á öðru en að NATO muni undirstrika áframhald á því. Þó það sem sé að gerast sé að Evrópa er að axla stærri og stærri hlut af þeim stuðningi en áður voru Bandaríkin lang, lang stærst á því sviði.“ Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi til Haag í kvöld. Hann tekur þátt í kvöldverði leiðtoga bandalagsríkjanna í kvöld og fundi þeirra á morgun. Þar verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fulltrúi Íslands. „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki. Ég held að ég lýsi því bara best þannig að fólk haldi niðri í sér andanum hvað það varðar.“ Fjöldi funda fram undan Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að á hátíðarkvöldverðinum verði einnig meðal gesta forseti Úkraínu, leiðtogar Evrópusambandsins (ESB), forsætisráðherra Nýja Sjálands og háttsettir fulltrúar Japans, Suður Kóreu og Ástralíu verða jafnframt meðal gesta. Á sama tíma muni utanríkisráðherrar bandalagsins í NATO-Úkraínuráðinu funda um stöðu mála í Úkraínu með utanríkisráðherra landsins og utanríkismálastjóra ESB. Þá muni einnig funda varnarmálaráðherrar bandalagsríkja um varnir og skuldbindingar bandalagsins í ljósi gjörbreytts öryggisumhverfis á Evró-Atlantshafssvæðinu. Samkvæmt tilkynningu fer á morgun fram formlegur fundur leiðtoga bandalagsríkja þar sem framlög til varnarmála, ný viðmið og jafnari byrðir verða ofarlega á blaði, sem og ógnin frá Rússlandi og friðarumleitanir og stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu. Hægt er að fylgjast með dagskrá leiðtogafundarins á vefsíðu Atlantshafsbandalagsins.
NATO Donald Trump Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira