Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júní 2025 00:29 Ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra um að orðræða stjórnarandstöðunnar væri í „falsfréttastíl“ voru til umræðu á Alþingi seint í kvöld. Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt. Vísir/vilhelm/Anton brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var til viðtals í Kastljósi í kvöld þar sem veiðigjaldamálið bar á góma. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið.“ Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Athugasemdir forsætisráðherra voru til umræðu í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók fyrst til máls. „Ég vil frú forseti minna á að á tyllidögum höfum við flest okkar hér áhyggjur af pólitískri umræðu, upplýsingaóreiðu, minna trausti til upplýsinga. En það virðist ekki ætla stoppa hæstvirtan forsætisráðherra, þegar kappið kannski kemur yfir fólk og rökþurrðin eykst.“ „Ég vil því fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðisflokksins fara þess á leit við hæstvirtan forseta, að hún beini því til hæstvirts forsætisráðherra, að hún bendi á einn hlut, eitt atriði, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið hér fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt.“ „Eitt atriði sem er ekki rétt, forseti farið þess á leit við hæstvirtan forsætisráðherra að hún bendi á hvað er, ellegar dragi þessi ummæli sín til baka. Þessi skammarlegu ómaklegu ummæli,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Útreikningunum breytt í þrígang Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði það með hreinum ólíkindum að forsætisráðherra hefði gengið fram með þeim hætti sem hann gerði í viðtalinu. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði í þrígang þurft að breyta talnalegum forsendum málsins. Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Ef þetta er raunveruleg meining hæstvirts forsætisráðherra, þá er það alvarlegt. Að misskilningur hæstvirts forsætisráðherra sé svona yfirgripsmikill hvað málið varðar.“ Sagði hann svo að ef þetta væri pólitískt leikrit, væri þetta undarlegasta innlegg sem hann hefur orðið vitni að í svoköllum þinglokaviðræðum síðan hann kom inn á þing. Trúði varla eigin augum Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaðst varla hafa ætlað trúa skilaboðunum sem hún las þegar hún kom út af fundi sem þingflokksformenn sátu á. „Maður kemur út af fundinum og heyrir það að hér hafi forsætisráðherra Íslands farið í sjónvarpsviðtal og talað niður umræðuna hér í þinginu. Talað niður öll þau fyrirtæki og sveitarfélög í landinu.“ Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink „Ég er bara enn að meðtaka þetta, ég trúi þessu varla að forsætisráðherra hafi gert þetta sem að í rauninni talaði fyrir því hér að verða forsætisráðherra allra landsmanna. Hér er verið að fara algjörlega þveröfuga leið að því, hér er verið að kljúfa þjóðina enn og aftur í stað þess að ná samkomulagi.“ „Ég vil brýna forsætisráðherra til að koma hér í þingið og biðja okkur afsökunar,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var til viðtals í Kastljósi í kvöld þar sem veiðigjaldamálið bar á góma. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið.“ Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Athugasemdir forsætisráðherra voru til umræðu í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók fyrst til máls. „Ég vil frú forseti minna á að á tyllidögum höfum við flest okkar hér áhyggjur af pólitískri umræðu, upplýsingaóreiðu, minna trausti til upplýsinga. En það virðist ekki ætla stoppa hæstvirtan forsætisráðherra, þegar kappið kannski kemur yfir fólk og rökþurrðin eykst.“ „Ég vil því fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðisflokksins fara þess á leit við hæstvirtan forseta, að hún beini því til hæstvirts forsætisráðherra, að hún bendi á einn hlut, eitt atriði, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið hér fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt.“ „Eitt atriði sem er ekki rétt, forseti farið þess á leit við hæstvirtan forsætisráðherra að hún bendi á hvað er, ellegar dragi þessi ummæli sín til baka. Þessi skammarlegu ómaklegu ummæli,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Útreikningunum breytt í þrígang Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði það með hreinum ólíkindum að forsætisráðherra hefði gengið fram með þeim hætti sem hann gerði í viðtalinu. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði í þrígang þurft að breyta talnalegum forsendum málsins. Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Ef þetta er raunveruleg meining hæstvirts forsætisráðherra, þá er það alvarlegt. Að misskilningur hæstvirts forsætisráðherra sé svona yfirgripsmikill hvað málið varðar.“ Sagði hann svo að ef þetta væri pólitískt leikrit, væri þetta undarlegasta innlegg sem hann hefur orðið vitni að í svoköllum þinglokaviðræðum síðan hann kom inn á þing. Trúði varla eigin augum Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaðst varla hafa ætlað trúa skilaboðunum sem hún las þegar hún kom út af fundi sem þingflokksformenn sátu á. „Maður kemur út af fundinum og heyrir það að hér hafi forsætisráðherra Íslands farið í sjónvarpsviðtal og talað niður umræðuna hér í þinginu. Talað niður öll þau fyrirtæki og sveitarfélög í landinu.“ Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink „Ég er bara enn að meðtaka þetta, ég trúi þessu varla að forsætisráðherra hafi gert þetta sem að í rauninni talaði fyrir því hér að verða forsætisráðherra allra landsmanna. Hér er verið að fara algjörlega þveröfuga leið að því, hér er verið að kljúfa þjóðina enn og aftur í stað þess að ná samkomulagi.“ „Ég vil brýna forsætisráðherra til að koma hér í þingið og biðja okkur afsökunar,“ sagði hún.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira