Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júní 2025 00:29 Ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra um að orðræða stjórnarandstöðunnar væri í „falsfréttastíl“ voru til umræðu á Alþingi seint í kvöld. Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt. Vísir/vilhelm/Anton brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var til viðtals í Kastljósi í kvöld þar sem veiðigjaldamálið bar á góma. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið.“ Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Athugasemdir forsætisráðherra voru til umræðu í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók fyrst til máls. „Ég vil frú forseti minna á að á tyllidögum höfum við flest okkar hér áhyggjur af pólitískri umræðu, upplýsingaóreiðu, minna trausti til upplýsinga. En það virðist ekki ætla stoppa hæstvirtan forsætisráðherra, þegar kappið kannski kemur yfir fólk og rökþurrðin eykst.“ „Ég vil því fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðisflokksins fara þess á leit við hæstvirtan forseta, að hún beini því til hæstvirts forsætisráðherra, að hún bendi á einn hlut, eitt atriði, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið hér fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt.“ „Eitt atriði sem er ekki rétt, forseti farið þess á leit við hæstvirtan forsætisráðherra að hún bendi á hvað er, ellegar dragi þessi ummæli sín til baka. Þessi skammarlegu ómaklegu ummæli,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Útreikningunum breytt í þrígang Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði það með hreinum ólíkindum að forsætisráðherra hefði gengið fram með þeim hætti sem hann gerði í viðtalinu. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði í þrígang þurft að breyta talnalegum forsendum málsins. Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Ef þetta er raunveruleg meining hæstvirts forsætisráðherra, þá er það alvarlegt. Að misskilningur hæstvirts forsætisráðherra sé svona yfirgripsmikill hvað málið varðar.“ Sagði hann svo að ef þetta væri pólitískt leikrit, væri þetta undarlegasta innlegg sem hann hefur orðið vitni að í svoköllum þinglokaviðræðum síðan hann kom inn á þing. Trúði varla eigin augum Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaðst varla hafa ætlað trúa skilaboðunum sem hún las þegar hún kom út af fundi sem þingflokksformenn sátu á. „Maður kemur út af fundinum og heyrir það að hér hafi forsætisráðherra Íslands farið í sjónvarpsviðtal og talað niður umræðuna hér í þinginu. Talað niður öll þau fyrirtæki og sveitarfélög í landinu.“ Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink „Ég er bara enn að meðtaka þetta, ég trúi þessu varla að forsætisráðherra hafi gert þetta sem að í rauninni talaði fyrir því hér að verða forsætisráðherra allra landsmanna. Hér er verið að fara algjörlega þveröfuga leið að því, hér er verið að kljúfa þjóðina enn og aftur í stað þess að ná samkomulagi.“ „Ég vil brýna forsætisráðherra til að koma hér í þingið og biðja okkur afsökunar,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var til viðtals í Kastljósi í kvöld þar sem veiðigjaldamálið bar á góma. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið.“ Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Athugasemdir forsætisráðherra voru til umræðu í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók fyrst til máls. „Ég vil frú forseti minna á að á tyllidögum höfum við flest okkar hér áhyggjur af pólitískri umræðu, upplýsingaóreiðu, minna trausti til upplýsinga. En það virðist ekki ætla stoppa hæstvirtan forsætisráðherra, þegar kappið kannski kemur yfir fólk og rökþurrðin eykst.“ „Ég vil því fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðisflokksins fara þess á leit við hæstvirtan forseta, að hún beini því til hæstvirts forsætisráðherra, að hún bendi á einn hlut, eitt atriði, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið hér fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt.“ „Eitt atriði sem er ekki rétt, forseti farið þess á leit við hæstvirtan forsætisráðherra að hún bendi á hvað er, ellegar dragi þessi ummæli sín til baka. Þessi skammarlegu ómaklegu ummæli,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Útreikningunum breytt í þrígang Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði það með hreinum ólíkindum að forsætisráðherra hefði gengið fram með þeim hætti sem hann gerði í viðtalinu. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði í þrígang þurft að breyta talnalegum forsendum málsins. Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Ef þetta er raunveruleg meining hæstvirts forsætisráðherra, þá er það alvarlegt. Að misskilningur hæstvirts forsætisráðherra sé svona yfirgripsmikill hvað málið varðar.“ Sagði hann svo að ef þetta væri pólitískt leikrit, væri þetta undarlegasta innlegg sem hann hefur orðið vitni að í svoköllum þinglokaviðræðum síðan hann kom inn á þing. Trúði varla eigin augum Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaðst varla hafa ætlað trúa skilaboðunum sem hún las þegar hún kom út af fundi sem þingflokksformenn sátu á. „Maður kemur út af fundinum og heyrir það að hér hafi forsætisráðherra Íslands farið í sjónvarpsviðtal og talað niður umræðuna hér í þinginu. Talað niður öll þau fyrirtæki og sveitarfélög í landinu.“ Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink „Ég er bara enn að meðtaka þetta, ég trúi þessu varla að forsætisráðherra hafi gert þetta sem að í rauninni talaði fyrir því hér að verða forsætisráðherra allra landsmanna. Hér er verið að fara algjörlega þveröfuga leið að því, hér er verið að kljúfa þjóðina enn og aftur í stað þess að ná samkomulagi.“ „Ég vil brýna forsætisráðherra til að koma hér í þingið og biðja okkur afsökunar,“ sagði hún.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira