Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júní 2025 00:29 Ummæli Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra um að orðræða stjórnarandstöðunnar væri í „falsfréttastíl“ voru til umræðu á Alþingi seint í kvöld. Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt. Vísir/vilhelm/Anton brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var til viðtals í Kastljósi í kvöld þar sem veiðigjaldamálið bar á góma. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið.“ Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Athugasemdir forsætisráðherra voru til umræðu í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók fyrst til máls. „Ég vil frú forseti minna á að á tyllidögum höfum við flest okkar hér áhyggjur af pólitískri umræðu, upplýsingaóreiðu, minna trausti til upplýsinga. En það virðist ekki ætla stoppa hæstvirtan forsætisráðherra, þegar kappið kannski kemur yfir fólk og rökþurrðin eykst.“ „Ég vil því fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðisflokksins fara þess á leit við hæstvirtan forseta, að hún beini því til hæstvirts forsætisráðherra, að hún bendi á einn hlut, eitt atriði, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið hér fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt.“ „Eitt atriði sem er ekki rétt, forseti farið þess á leit við hæstvirtan forsætisráðherra að hún bendi á hvað er, ellegar dragi þessi ummæli sín til baka. Þessi skammarlegu ómaklegu ummæli,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Útreikningunum breytt í þrígang Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði það með hreinum ólíkindum að forsætisráðherra hefði gengið fram með þeim hætti sem hann gerði í viðtalinu. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði í þrígang þurft að breyta talnalegum forsendum málsins. Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Ef þetta er raunveruleg meining hæstvirts forsætisráðherra, þá er það alvarlegt. Að misskilningur hæstvirts forsætisráðherra sé svona yfirgripsmikill hvað málið varðar.“ Sagði hann svo að ef þetta væri pólitískt leikrit, væri þetta undarlegasta innlegg sem hann hefur orðið vitni að í svoköllum þinglokaviðræðum síðan hann kom inn á þing. Trúði varla eigin augum Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaðst varla hafa ætlað trúa skilaboðunum sem hún las þegar hún kom út af fundi sem þingflokksformenn sátu á. „Maður kemur út af fundinum og heyrir það að hér hafi forsætisráðherra Íslands farið í sjónvarpsviðtal og talað niður umræðuna hér í þinginu. Talað niður öll þau fyrirtæki og sveitarfélög í landinu.“ Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink „Ég er bara enn að meðtaka þetta, ég trúi þessu varla að forsætisráðherra hafi gert þetta sem að í rauninni talaði fyrir því hér að verða forsætisráðherra allra landsmanna. Hér er verið að fara algjörlega þveröfuga leið að því, hér er verið að kljúfa þjóðina enn og aftur í stað þess að ná samkomulagi.“ „Ég vil brýna forsætisráðherra til að koma hér í þingið og biðja okkur afsökunar,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var til viðtals í Kastljósi í kvöld þar sem veiðigjaldamálið bar á góma. „Það er jákvætt að það verði breytingar á þessum tölum, það sýnir líka að þingið er að hlusta. Það hefur alveg legið fyrir frá upphafi hverjar tölurnar hafa verið.“ Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Athugasemdir forsætisráðherra voru til umræðu í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tók fyrst til máls. „Ég vil frú forseti minna á að á tyllidögum höfum við flest okkar hér áhyggjur af pólitískri umræðu, upplýsingaóreiðu, minna trausti til upplýsinga. En það virðist ekki ætla stoppa hæstvirtan forsætisráðherra, þegar kappið kannski kemur yfir fólk og rökþurrðin eykst.“ „Ég vil því fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðisflokksins fara þess á leit við hæstvirtan forseta, að hún beini því til hæstvirts forsætisráðherra, að hún bendi á einn hlut, eitt atriði, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haldið hér fram í umræðu um veiðigjöldin sem er ekki rétt.“ „Eitt atriði sem er ekki rétt, forseti farið þess á leit við hæstvirtan forsætisráðherra að hún bendi á hvað er, ellegar dragi þessi ummæli sín til baka. Þessi skammarlegu ómaklegu ummæli,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Útreikningunum breytt í þrígang Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði það með hreinum ólíkindum að forsætisráðherra hefði gengið fram með þeim hætti sem hann gerði í viðtalinu. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði í þrígang þurft að breyta talnalegum forsendum málsins. Bergþór Ólason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Ef þetta er raunveruleg meining hæstvirts forsætisráðherra, þá er það alvarlegt. Að misskilningur hæstvirts forsætisráðherra sé svona yfirgripsmikill hvað málið varðar.“ Sagði hann svo að ef þetta væri pólitískt leikrit, væri þetta undarlegasta innlegg sem hann hefur orðið vitni að í svoköllum þinglokaviðræðum síðan hann kom inn á þing. Trúði varla eigin augum Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaðst varla hafa ætlað trúa skilaboðunum sem hún las þegar hún kom út af fundi sem þingflokksformenn sátu á. „Maður kemur út af fundinum og heyrir það að hér hafi forsætisráðherra Íslands farið í sjónvarpsviðtal og talað niður umræðuna hér í þinginu. Talað niður öll þau fyrirtæki og sveitarfélög í landinu.“ Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink „Ég er bara enn að meðtaka þetta, ég trúi þessu varla að forsætisráðherra hafi gert þetta sem að í rauninni talaði fyrir því hér að verða forsætisráðherra allra landsmanna. Hér er verið að fara algjörlega þveröfuga leið að því, hér er verið að kljúfa þjóðina enn og aftur í stað þess að ná samkomulagi.“ „Ég vil brýna forsætisráðherra til að koma hér í þingið og biðja okkur afsökunar,“ sagði hún.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira