Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2025 10:00 Frá útskrift við Harvard. EPA/CJ GUNTHER Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær (miðvikudag) segir að þeir sem sækja um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum verði beðnir um að veita aðgang að samfélagsmiðlum sínum og að það sé skilyrði fyrir veitingu áritunar og dvalarleyfis. Samkvæmt frétt New York Times mun þetta eiga við allar umsóknir námsmanna og fræðimanna um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í framtíðinni en lokað hefur verið á þessar umsóknir í tæpan mánuð. Til stendur að opna á þær aftur á næstunni og hefur starfsmönnum sendiráða og ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna í heiminum verið skipað að skima eftir „fjandskap í garð Bandaríkjamanna, bandarískrar menningar, stjórnvalda, stofnanna og grunngilda“. Utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hvernig fjandskapur er skilgreindur. Í áðurnefndri tilkynningu segir þó að hver veiting vegabréfsáritunar snúi að þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þörf sé á árvekni í þessum efnum. Tryggja þurfi að fólk sem sæki um vegabréfsáritun ætli sér ekki að skaða Bandaríkjamenn eða hagsmuni þeirra. Í hart gegn menntastofnunum Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur farið í hart gegn mörgum menntastofnunum í Bandaríkjunum en deilur ríkisstjórnarinnar við Harvard eru líklega þær sem hafa vakið mesta athygli á heimsvísu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Harvard hefur verið meinað að taka við nemendum erlendis og hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans. Dómari kom þó í veg fyrir að Harvard mætti ekki taka við erlendum nemendum fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Erlendur nemendur háskóla Bandaríkjanna hafa lengi borgað stærri hluta skólagjalda og hafa þannig verið mikilvæg tekjulind fyrir skólana. Þessi nýju viðmið utanríkisráðuneytisins þykja líkleg til að draga úr vilja námsmanna og fræðimanna til að sækjast eftir námi í Bandaríkjunum. Þá segir í grein NYT að samfélagsmiðlaskoðunin hafi strax verið harðlega gagnrýnd á þeim grundvelli að hún fari gegn málfrelsi í Bandaríkjunum. Skoðuninni og óljósum viðmiðum sé ætlað að ritskoða erlenda nemendur í Bandaríkjunum og láta þá gangast einhvers konar próf varðandi stjórnmálaskoðanir þeirra. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær (miðvikudag) segir að þeir sem sækja um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum verði beðnir um að veita aðgang að samfélagsmiðlum sínum og að það sé skilyrði fyrir veitingu áritunar og dvalarleyfis. Samkvæmt frétt New York Times mun þetta eiga við allar umsóknir námsmanna og fræðimanna um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í framtíðinni en lokað hefur verið á þessar umsóknir í tæpan mánuð. Til stendur að opna á þær aftur á næstunni og hefur starfsmönnum sendiráða og ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna í heiminum verið skipað að skima eftir „fjandskap í garð Bandaríkjamanna, bandarískrar menningar, stjórnvalda, stofnanna og grunngilda“. Utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hvernig fjandskapur er skilgreindur. Í áðurnefndri tilkynningu segir þó að hver veiting vegabréfsáritunar snúi að þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þörf sé á árvekni í þessum efnum. Tryggja þurfi að fólk sem sæki um vegabréfsáritun ætli sér ekki að skaða Bandaríkjamenn eða hagsmuni þeirra. Í hart gegn menntastofnunum Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur farið í hart gegn mörgum menntastofnunum í Bandaríkjunum en deilur ríkisstjórnarinnar við Harvard eru líklega þær sem hafa vakið mesta athygli á heimsvísu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Harvard hefur verið meinað að taka við nemendum erlendis og hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans. Dómari kom þó í veg fyrir að Harvard mætti ekki taka við erlendum nemendum fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Erlendur nemendur háskóla Bandaríkjanna hafa lengi borgað stærri hluta skólagjalda og hafa þannig verið mikilvæg tekjulind fyrir skólana. Þessi nýju viðmið utanríkisráðuneytisins þykja líkleg til að draga úr vilja námsmanna og fræðimanna til að sækjast eftir námi í Bandaríkjunum. Þá segir í grein NYT að samfélagsmiðlaskoðunin hafi strax verið harðlega gagnrýnd á þeim grundvelli að hún fari gegn málfrelsi í Bandaríkjunum. Skoðuninni og óljósum viðmiðum sé ætlað að ritskoða erlenda nemendur í Bandaríkjunum og láta þá gangast einhvers konar próf varðandi stjórnmálaskoðanir þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira