Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2025 10:00 Frá útskrift við Harvard. EPA/CJ GUNTHER Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær (miðvikudag) segir að þeir sem sækja um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum verði beðnir um að veita aðgang að samfélagsmiðlum sínum og að það sé skilyrði fyrir veitingu áritunar og dvalarleyfis. Samkvæmt frétt New York Times mun þetta eiga við allar umsóknir námsmanna og fræðimanna um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í framtíðinni en lokað hefur verið á þessar umsóknir í tæpan mánuð. Til stendur að opna á þær aftur á næstunni og hefur starfsmönnum sendiráða og ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna í heiminum verið skipað að skima eftir „fjandskap í garð Bandaríkjamanna, bandarískrar menningar, stjórnvalda, stofnanna og grunngilda“. Utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hvernig fjandskapur er skilgreindur. Í áðurnefndri tilkynningu segir þó að hver veiting vegabréfsáritunar snúi að þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þörf sé á árvekni í þessum efnum. Tryggja þurfi að fólk sem sæki um vegabréfsáritun ætli sér ekki að skaða Bandaríkjamenn eða hagsmuni þeirra. Í hart gegn menntastofnunum Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur farið í hart gegn mörgum menntastofnunum í Bandaríkjunum en deilur ríkisstjórnarinnar við Harvard eru líklega þær sem hafa vakið mesta athygli á heimsvísu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Harvard hefur verið meinað að taka við nemendum erlendis og hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans. Dómari kom þó í veg fyrir að Harvard mætti ekki taka við erlendum nemendum fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Erlendur nemendur háskóla Bandaríkjanna hafa lengi borgað stærri hluta skólagjalda og hafa þannig verið mikilvæg tekjulind fyrir skólana. Þessi nýju viðmið utanríkisráðuneytisins þykja líkleg til að draga úr vilja námsmanna og fræðimanna til að sækjast eftir námi í Bandaríkjunum. Þá segir í grein NYT að samfélagsmiðlaskoðunin hafi strax verið harðlega gagnrýnd á þeim grundvelli að hún fari gegn málfrelsi í Bandaríkjunum. Skoðuninni og óljósum viðmiðum sé ætlað að ritskoða erlenda nemendur í Bandaríkjunum og láta þá gangast einhvers konar próf varðandi stjórnmálaskoðanir þeirra. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær (miðvikudag) segir að þeir sem sækja um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum verði beðnir um að veita aðgang að samfélagsmiðlum sínum og að það sé skilyrði fyrir veitingu áritunar og dvalarleyfis. Samkvæmt frétt New York Times mun þetta eiga við allar umsóknir námsmanna og fræðimanna um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í framtíðinni en lokað hefur verið á þessar umsóknir í tæpan mánuð. Til stendur að opna á þær aftur á næstunni og hefur starfsmönnum sendiráða og ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna í heiminum verið skipað að skima eftir „fjandskap í garð Bandaríkjamanna, bandarískrar menningar, stjórnvalda, stofnanna og grunngilda“. Utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hvernig fjandskapur er skilgreindur. Í áðurnefndri tilkynningu segir þó að hver veiting vegabréfsáritunar snúi að þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þörf sé á árvekni í þessum efnum. Tryggja þurfi að fólk sem sæki um vegabréfsáritun ætli sér ekki að skaða Bandaríkjamenn eða hagsmuni þeirra. Í hart gegn menntastofnunum Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur farið í hart gegn mörgum menntastofnunum í Bandaríkjunum en deilur ríkisstjórnarinnar við Harvard eru líklega þær sem hafa vakið mesta athygli á heimsvísu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Harvard hefur verið meinað að taka við nemendum erlendis og hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans. Dómari kom þó í veg fyrir að Harvard mætti ekki taka við erlendum nemendum fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Erlendur nemendur háskóla Bandaríkjanna hafa lengi borgað stærri hluta skólagjalda og hafa þannig verið mikilvæg tekjulind fyrir skólana. Þessi nýju viðmið utanríkisráðuneytisins þykja líkleg til að draga úr vilja námsmanna og fræðimanna til að sækjast eftir námi í Bandaríkjunum. Þá segir í grein NYT að samfélagsmiðlaskoðunin hafi strax verið harðlega gagnrýnd á þeim grundvelli að hún fari gegn málfrelsi í Bandaríkjunum. Skoðuninni og óljósum viðmiðum sé ætlað að ritskoða erlenda nemendur í Bandaríkjunum og láta þá gangast einhvers konar próf varðandi stjórnmálaskoðanir þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira