Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2025 07:32 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í borginni, en Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingar, tók við borgarstjórastólnum af honum í febrúar síðastliðinn. Vísir/Ívar Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar með rúmlega 31 prósenta fylgi samanborið við 34 prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi þó bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef þetta yrði niðurstaða kosninga, fara úr sex í átta. Í könnuninni mælist Samfylkingin með 26 prósenta fylgi og fengi sjö borgarfulltrúa í stað fimm. Flokkurinn mældist með 20 prósenta fylgi í könnun Gallup sem framkvæmd var í mars og hefur því bætt nokkuð við sig á milli kannana. Athygli vekur að Framsókn – sem hlaut tæplega nítján prósenta fylgi í kosningunum 2022 og fjóra fulltrúa kjörna – mælist nú með 3,1 prósenta fylgi og myndi því missa alla sína borgarfulltrúa. Sósíalistar mælast með rúmlega níu prósenta fylgi en mældist með rúmlega þrettán prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi samkvæmt könnuninni halda sínum tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins og Vinstri græn mælast nú með um 4,5 prósenta fylgi og myndu báðir halda sínum eina borgarfulltrúa. Píratar myndi sömuleiðis fá einn borgarfulltrúa kjörinn, en eftir kosningarnar 2022 náði flokkurinn inn þremur. Í könnuninni nú mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi, aðeins meira en í síðustu könnun í mars. Viðreisn mælist í könnuninni með 10,6 prósenta fylgi og fengi tvo borgarfulltrúa kjörna, en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er nú eini borgarfulltrúi flokksins. Miðflokkurinn mælist í könnuninni með 5,4 prósenta fylgi og myndi ná inn einum manni, en flokkurinn náði ekki neinum manni inn í kosningunum 2022. Könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið var framkvæmd dagana 1. til 31. maí en í úrtaki voru 4.263 Reykvíkingar átján ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 43,4 prósent. Skoðanakannanir Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar með rúmlega 31 prósenta fylgi samanborið við 34 prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi þó bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef þetta yrði niðurstaða kosninga, fara úr sex í átta. Í könnuninni mælist Samfylkingin með 26 prósenta fylgi og fengi sjö borgarfulltrúa í stað fimm. Flokkurinn mældist með 20 prósenta fylgi í könnun Gallup sem framkvæmd var í mars og hefur því bætt nokkuð við sig á milli kannana. Athygli vekur að Framsókn – sem hlaut tæplega nítján prósenta fylgi í kosningunum 2022 og fjóra fulltrúa kjörna – mælist nú með 3,1 prósenta fylgi og myndi því missa alla sína borgarfulltrúa. Sósíalistar mælast með rúmlega níu prósenta fylgi en mældist með rúmlega þrettán prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi samkvæmt könnuninni halda sínum tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins og Vinstri græn mælast nú með um 4,5 prósenta fylgi og myndu báðir halda sínum eina borgarfulltrúa. Píratar myndi sömuleiðis fá einn borgarfulltrúa kjörinn, en eftir kosningarnar 2022 náði flokkurinn inn þremur. Í könnuninni nú mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi, aðeins meira en í síðustu könnun í mars. Viðreisn mælist í könnuninni með 10,6 prósenta fylgi og fengi tvo borgarfulltrúa kjörna, en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er nú eini borgarfulltrúi flokksins. Miðflokkurinn mælist í könnuninni með 5,4 prósenta fylgi og myndi ná inn einum manni, en flokkurinn náði ekki neinum manni inn í kosningunum 2022. Könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið var framkvæmd dagana 1. til 31. maí en í úrtaki voru 4.263 Reykvíkingar átján ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 43,4 prósent.
Skoðanakannanir Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira