Starfsfólk á kvikmyndasetti Nolan gistir í grunnskóla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. júní 2025 15:23 Starfsfólk sem starfar við framleiðslu á kvikmynd Nolan fékk inn í Hvolsskóla. Rangárþing eystra/Getty Fjögur hundruð manns sem starfa við framleiðslu hérlendis á kvikmynd Christophers Nolan fengu inn í grunnskóla á Hvolsvelli eftir að tjaldbúðir þeirra fuku. Í tilkynningu á heimasíðu Rangárþings eystra segir að Hvolsskóli hefði verið tekinn á leigu frá og með föstudeginum 13. júní til laugardagsins 21. júní fyrir fjögur hundruð starfsmenn sem starfa við framleiðslu á stórmynd. Hópurinn mun koma til með að nota skólann sem eins konar bækistöðvar á meðan tökur standa yfir. „Þessi leiga kemur til með mjög skömmum fyrirvara þar sem tjaldbúðir TrueNorth sem búið var að setja upp í Vík, fuku og eyðilögðust í roki í vikunni. Því þurfti að hafa hraðar hendur og finna aðra gistingu fyrir þennan stóra hóp,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að mikið leyndarmál sé hvaða verkefni er um að ræða en hins vegar fylgi sögunni að „þarna sé á ferðinni kvikmynd í leikstjórn eins vinsælasta leikstjóra um þessar mundir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða kvikmynd í leikstjórn heimsfræga leikstjórans Christophers Nolan, sem leikstýrið meðal annars Oppenheimer og Interstellar en sú síðarnefnda var einnig tekin upp að hluta til hér á landi. Kvikmyndin ber heitið The Odyssey en í henni leika stórstjörnur á við Anne Hathaway, Matt Damon, Robert Pattinson, Tom Holland og Zendaya. „Kvikmyndatökur munu að mestu fara fram á næturnar í Rangárþingi eystra og Mýrdalshreppi. Vegna þessa óvenjulega vinnutíma mun hópurinn sofa í Hvolsskóla yfir daginn og biðjum við íbúa að sýna því skilning,“ segir á vefsíðu Rangárþings eystra. Rangárþing eystra Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Í tilkynningu á heimasíðu Rangárþings eystra segir að Hvolsskóli hefði verið tekinn á leigu frá og með föstudeginum 13. júní til laugardagsins 21. júní fyrir fjögur hundruð starfsmenn sem starfa við framleiðslu á stórmynd. Hópurinn mun koma til með að nota skólann sem eins konar bækistöðvar á meðan tökur standa yfir. „Þessi leiga kemur til með mjög skömmum fyrirvara þar sem tjaldbúðir TrueNorth sem búið var að setja upp í Vík, fuku og eyðilögðust í roki í vikunni. Því þurfti að hafa hraðar hendur og finna aðra gistingu fyrir þennan stóra hóp,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að mikið leyndarmál sé hvaða verkefni er um að ræða en hins vegar fylgi sögunni að „þarna sé á ferðinni kvikmynd í leikstjórn eins vinsælasta leikstjóra um þessar mundir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða kvikmynd í leikstjórn heimsfræga leikstjórans Christophers Nolan, sem leikstýrið meðal annars Oppenheimer og Interstellar en sú síðarnefnda var einnig tekin upp að hluta til hér á landi. Kvikmyndin ber heitið The Odyssey en í henni leika stórstjörnur á við Anne Hathaway, Matt Damon, Robert Pattinson, Tom Holland og Zendaya. „Kvikmyndatökur munu að mestu fara fram á næturnar í Rangárþingi eystra og Mýrdalshreppi. Vegna þessa óvenjulega vinnutíma mun hópurinn sofa í Hvolsskóla yfir daginn og biðjum við íbúa að sýna því skilning,“ segir á vefsíðu Rangárþings eystra.
Rangárþing eystra Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira