„Ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 18:07 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna segir hótanir í garð lögreglumanna hafa færst í aukana undanfarin misseri. Hann segir dæmi um að lögreglumenn skrái sig af samfélagsmiðlum og þjóðskrá og fjárfesti í rándýrum öryggiskerfum fyrir heimili sín. Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hópur vopnaðra manna hafi mætt á heimili lögreglumanns og hótað honum aðfaranótt mánudags. Hópurinn hafi haft í hótunum við lögreglumanninn um nokkurt skeið. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins og handtekið mennina. Leituðu lögreglumanninn uppi á netinu Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir aukningu á að lögreglumenn verði fyrir hótunum. Umrætt atvik sé í annað skipti sem staðið er við slíkar hótanir. „Við erum með dæmi á þar síðasta ári þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns eftir að hótanir voru hafðar,“ segir Fjölnir í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í bíl lögreglukonu að nóttu til í ágúst 2023. Tveir þeirra neita sök. Í frétt RÚV segir að aðfaranótt mánudags hafi menn hótað lögreglumanninum með hnífi en ekki sé vitað til þess að vopnum hafi verið beitt. „Þarna er búið að hóta þessum lögreglumanni um dálítinn tíma og leita að upplýsingum á Internetinu um hvar hann eigi heima, þeir vita lögreglunúmerið hans,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn feli sig Hann lýsir umræddum lögreglumanni sem hinum almenna lögreglumanni sem sé duglegur að vinna vinnuna sína, og segir hann ekki starfa við rannsókn á málum tengdum skipulagðri brotastarfsemi. „En þarna er í gangi mjög skipulögð glæpastarfsemi og einhver lagskipting. Það er verið að nota minni spámenn í að taka á sig sökina þó að lögregla telur sig alveg vita hver stendur á bak við þessar hótanir.“ Fjölnir segir ekki nægilega vel tekið á málum þar sem lögreglumenn verði fyrir hótunum. Hann segir sambandið til að mynda hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum í íkveikjumálinu þegar í ljós kom að einungis væri ákært fyrir skemmdarverk, en ekki fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Lögreglumenn séu farnir að gera ráðstafanir til að komast undan hótunum sem þessum. „Þú ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum og fólk er ekki í þjóðskrá lengur. Þannig að allt í einu eru lögreglumenn farnir að fela sig og kaupa rándýr öryggiskerfi og slíkt. Það auðvitað gengur ekki,“ segir Fjölnir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hópur vopnaðra manna hafi mætt á heimili lögreglumanns og hótað honum aðfaranótt mánudags. Hópurinn hafi haft í hótunum við lögreglumanninn um nokkurt skeið. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins og handtekið mennina. Leituðu lögreglumanninn uppi á netinu Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir aukningu á að lögreglumenn verði fyrir hótunum. Umrætt atvik sé í annað skipti sem staðið er við slíkar hótanir. „Við erum með dæmi á þar síðasta ári þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns eftir að hótanir voru hafðar,“ segir Fjölnir í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í bíl lögreglukonu að nóttu til í ágúst 2023. Tveir þeirra neita sök. Í frétt RÚV segir að aðfaranótt mánudags hafi menn hótað lögreglumanninum með hnífi en ekki sé vitað til þess að vopnum hafi verið beitt. „Þarna er búið að hóta þessum lögreglumanni um dálítinn tíma og leita að upplýsingum á Internetinu um hvar hann eigi heima, þeir vita lögreglunúmerið hans,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn feli sig Hann lýsir umræddum lögreglumanni sem hinum almenna lögreglumanni sem sé duglegur að vinna vinnuna sína, og segir hann ekki starfa við rannsókn á málum tengdum skipulagðri brotastarfsemi. „En þarna er í gangi mjög skipulögð glæpastarfsemi og einhver lagskipting. Það er verið að nota minni spámenn í að taka á sig sökina þó að lögregla telur sig alveg vita hver stendur á bak við þessar hótanir.“ Fjölnir segir ekki nægilega vel tekið á málum þar sem lögreglumenn verði fyrir hótunum. Hann segir sambandið til að mynda hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum í íkveikjumálinu þegar í ljós kom að einungis væri ákært fyrir skemmdarverk, en ekki fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Lögreglumenn séu farnir að gera ráðstafanir til að komast undan hótunum sem þessum. „Þú ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum og fólk er ekki í þjóðskrá lengur. Þannig að allt í einu eru lögreglumenn farnir að fela sig og kaupa rándýr öryggiskerfi og slíkt. Það auðvitað gengur ekki,“ segir Fjölnir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira