„Ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 18:07 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna segir hótanir í garð lögreglumanna hafa færst í aukana undanfarin misseri. Hann segir dæmi um að lögreglumenn skrái sig af samfélagsmiðlum og þjóðskrá og fjárfesti í rándýrum öryggiskerfum fyrir heimili sín. Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hópur vopnaðra manna hafi mætt á heimili lögreglumanns og hótað honum aðfaranótt mánudags. Hópurinn hafi haft í hótunum við lögreglumanninn um nokkurt skeið. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins og handtekið mennina. Leituðu lögreglumanninn uppi á netinu Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir aukningu á að lögreglumenn verði fyrir hótunum. Umrætt atvik sé í annað skipti sem staðið er við slíkar hótanir. „Við erum með dæmi á þar síðasta ári þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns eftir að hótanir voru hafðar,“ segir Fjölnir í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í bíl lögreglukonu að nóttu til í ágúst 2023. Tveir þeirra neita sök. Í frétt RÚV segir að aðfaranótt mánudags hafi menn hótað lögreglumanninum með hnífi en ekki sé vitað til þess að vopnum hafi verið beitt. „Þarna er búið að hóta þessum lögreglumanni um dálítinn tíma og leita að upplýsingum á Internetinu um hvar hann eigi heima, þeir vita lögreglunúmerið hans,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn feli sig Hann lýsir umræddum lögreglumanni sem hinum almenna lögreglumanni sem sé duglegur að vinna vinnuna sína, og segir hann ekki starfa við rannsókn á málum tengdum skipulagðri brotastarfsemi. „En þarna er í gangi mjög skipulögð glæpastarfsemi og einhver lagskipting. Það er verið að nota minni spámenn í að taka á sig sökina þó að lögregla telur sig alveg vita hver stendur á bak við þessar hótanir.“ Fjölnir segir ekki nægilega vel tekið á málum þar sem lögreglumenn verði fyrir hótunum. Hann segir sambandið til að mynda hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum í íkveikjumálinu þegar í ljós kom að einungis væri ákært fyrir skemmdarverk, en ekki fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Lögreglumenn séu farnir að gera ráðstafanir til að komast undan hótunum sem þessum. „Þú ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum og fólk er ekki í þjóðskrá lengur. Þannig að allt í einu eru lögreglumenn farnir að fela sig og kaupa rándýr öryggiskerfi og slíkt. Það auðvitað gengur ekki,“ segir Fjölnir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hópur vopnaðra manna hafi mætt á heimili lögreglumanns og hótað honum aðfaranótt mánudags. Hópurinn hafi haft í hótunum við lögreglumanninn um nokkurt skeið. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins og handtekið mennina. Leituðu lögreglumanninn uppi á netinu Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir aukningu á að lögreglumenn verði fyrir hótunum. Umrætt atvik sé í annað skipti sem staðið er við slíkar hótanir. „Við erum með dæmi á þar síðasta ári þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns eftir að hótanir voru hafðar,“ segir Fjölnir í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í bíl lögreglukonu að nóttu til í ágúst 2023. Tveir þeirra neita sök. Í frétt RÚV segir að aðfaranótt mánudags hafi menn hótað lögreglumanninum með hnífi en ekki sé vitað til þess að vopnum hafi verið beitt. „Þarna er búið að hóta þessum lögreglumanni um dálítinn tíma og leita að upplýsingum á Internetinu um hvar hann eigi heima, þeir vita lögreglunúmerið hans,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn feli sig Hann lýsir umræddum lögreglumanni sem hinum almenna lögreglumanni sem sé duglegur að vinna vinnuna sína, og segir hann ekki starfa við rannsókn á málum tengdum skipulagðri brotastarfsemi. „En þarna er í gangi mjög skipulögð glæpastarfsemi og einhver lagskipting. Það er verið að nota minni spámenn í að taka á sig sökina þó að lögregla telur sig alveg vita hver stendur á bak við þessar hótanir.“ Fjölnir segir ekki nægilega vel tekið á málum þar sem lögreglumenn verði fyrir hótunum. Hann segir sambandið til að mynda hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum í íkveikjumálinu þegar í ljós kom að einungis væri ákært fyrir skemmdarverk, en ekki fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Lögreglumenn séu farnir að gera ráðstafanir til að komast undan hótunum sem þessum. „Þú ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum og fólk er ekki í þjóðskrá lengur. Þannig að allt í einu eru lögreglumenn farnir að fela sig og kaupa rándýr öryggiskerfi og slíkt. Það auðvitað gengur ekki,“ segir Fjölnir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent