Héraðsvötn og Kjalölduveitu í nýtingarflokk Jens Garðar Helgason og Ólafur Adolfsson skrifa 6. júní 2025 11:33 Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í þingsályktunartillögunni er mælt fyrir því að Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun fari úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það er vel og styðja undirritaðir, sem eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, þá tillögu. Einnig er mælt fyrir því í sömu þingsályktun að Héraðsvötn og Kjalölduveita fari úr biðflokki í verndarflokk. Þá tillögu styðja undirritaðir ekki og munu leggja fram breytingartillögu þar sem lagt er til að ofangreindir virkjanakostir fari einnig í nýtingarflokk rammaáætlunar. Á Íslandi er orkuskortur og þarf nauðsynlega að fara í stórtækar virkjanaframkvæmdir á næstu árum til að mæta núverandi orkuþörf og áætlaðri orkuþörf næstu árin. Í orkuspá sinni gerir Landsnet ráð fyrir því að orkuþörf muni aukast um 5.000 gígawattsstundir til ársins 2035. Þeir orkukostir sem lagðir eru til hér að ofan munu framleiða um 3.700 gígawattsstundir en tillaga ráðherra er að helmingur þeirra fari í vernd. Við það verður ekki unað. Kjalölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar og Héraðsvötn eru einn stærsti virkjanakostur fyrirtækisins utan Þjórsársvæðisins. Í meðferð kostanna í rammaáætlun er ekki nægilega horft til mikilvægis orkuöryggis og náttúruvár. Þessir þættir eru alltaf að verða mikilvægari við val á virkjanakostum í heildarmatinu. Ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að styðja frekari orkuöflun á Íslandi. Nú reynir á hvort stefna ráðherrans og ríkisstjórnarinnar sé einungis í orði, en ekki á borði. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Ólafur Adolfsson Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í þingsályktunartillögunni er mælt fyrir því að Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun fari úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það er vel og styðja undirritaðir, sem eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, þá tillögu. Einnig er mælt fyrir því í sömu þingsályktun að Héraðsvötn og Kjalölduveita fari úr biðflokki í verndarflokk. Þá tillögu styðja undirritaðir ekki og munu leggja fram breytingartillögu þar sem lagt er til að ofangreindir virkjanakostir fari einnig í nýtingarflokk rammaáætlunar. Á Íslandi er orkuskortur og þarf nauðsynlega að fara í stórtækar virkjanaframkvæmdir á næstu árum til að mæta núverandi orkuþörf og áætlaðri orkuþörf næstu árin. Í orkuspá sinni gerir Landsnet ráð fyrir því að orkuþörf muni aukast um 5.000 gígawattsstundir til ársins 2035. Þeir orkukostir sem lagðir eru til hér að ofan munu framleiða um 3.700 gígawattsstundir en tillaga ráðherra er að helmingur þeirra fari í vernd. Við það verður ekki unað. Kjalölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar og Héraðsvötn eru einn stærsti virkjanakostur fyrirtækisins utan Þjórsársvæðisins. Í meðferð kostanna í rammaáætlun er ekki nægilega horft til mikilvægis orkuöryggis og náttúruvár. Þessir þættir eru alltaf að verða mikilvægari við val á virkjanakostum í heildarmatinu. Ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að styðja frekari orkuöflun á Íslandi. Nú reynir á hvort stefna ráðherrans og ríkisstjórnarinnar sé einungis í orði, en ekki á borði. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun