„Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. júní 2025 13:16 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór yfir stöðuna á fundi í dag en næsta stýrivaxtaákvörðun verður í ágúst. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun. Í henni kemur fram að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum en eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Það eru bara svo margir óvissuþættir. Við eða ég tel það enn þá að þessi ferill, sem er búinn að vera í gangi núna síðustu tólf, tuttugu mánuði varðandi það að verðbólga er búin að vera að ganga niður og við höfum getað lækkað vexti, að það sé að kólna hagkerfið og við séum að komast í betra jafnvægi ég hef mikla trú á því að það haldi áfram. Hins vegar höfum við áhyggjur af því að það verði erfitt, þessi síðasti vegur, að markmiðinu sem er 2,5. Því að við munum mögulega sitja fastir með 3,5 prósenta verðbólgu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Óljóst hvort stýrivextir lækki í bráð Erfitt sé því að segja til um hvort að hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Margir sem eru með óverðtryggð lán velta nú fyrir sér hvort að þeir eigi að festa vexti. Ásgeir segir erfitt að meta það en bendir á að ef fólk festi þá sé auðvelt að breyta aftur. „Ég er eiginlega bara í sömu stöðu eins og fólkið í landinu. Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast. Ég vil gjarnan að þetta héldi áfram. Að við gætu séð mjúka lendingu, verðbólgu ganga niður, vexti lækka og við förum í jafnvægi en auðvitað óttumst við að eitthvað annað komi upp á. “ Fram kemur í yfirlýsingunni að umsvif byggingariðnaðarins hafi verið töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. „Auðvitað höfum við áhyggjur af grein eins og byggingargeiranum. Ef það fer að hægjast á sölu á fasteignamarkaði að verktakar sitji uppi með óseldar íbúðir. Það er svona klassískur áhættuþáttur.“ Frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón Greiðslulausnir óháðar útlöndum Á fundi Seðlabankans í morgun vegna yfirlýsingarinnar var sérstaklega rætt um greiðslumiðlun og mikilvægi þess að breyta henni. Í dag fer greiðslumiðlun Íslendinga að einhverju leyti fram í gegnum útlönd sem felur ákveðna áhættu í för með sér. „Fyrsta lagi að við séum með greiðslulausnir sem séu ekki háðar útlöndum. Það er það fyrsta. Það er þá eitthvað sem við erum að þróa núna og vonandi náum að klára fyrir áramót. Þar sem fólk getur í rauninni haft aðgang að bankareikningum sínum til þess að greiða hluti án þess að við séum háð því að við séum tengd útlöndum.“ Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun. Í henni kemur fram að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum en eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Það eru bara svo margir óvissuþættir. Við eða ég tel það enn þá að þessi ferill, sem er búinn að vera í gangi núna síðustu tólf, tuttugu mánuði varðandi það að verðbólga er búin að vera að ganga niður og við höfum getað lækkað vexti, að það sé að kólna hagkerfið og við séum að komast í betra jafnvægi ég hef mikla trú á því að það haldi áfram. Hins vegar höfum við áhyggjur af því að það verði erfitt, þessi síðasti vegur, að markmiðinu sem er 2,5. Því að við munum mögulega sitja fastir með 3,5 prósenta verðbólgu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Óljóst hvort stýrivextir lækki í bráð Erfitt sé því að segja til um hvort að hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Margir sem eru með óverðtryggð lán velta nú fyrir sér hvort að þeir eigi að festa vexti. Ásgeir segir erfitt að meta það en bendir á að ef fólk festi þá sé auðvelt að breyta aftur. „Ég er eiginlega bara í sömu stöðu eins og fólkið í landinu. Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast. Ég vil gjarnan að þetta héldi áfram. Að við gætu séð mjúka lendingu, verðbólgu ganga niður, vexti lækka og við förum í jafnvægi en auðvitað óttumst við að eitthvað annað komi upp á. “ Fram kemur í yfirlýsingunni að umsvif byggingariðnaðarins hafi verið töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. „Auðvitað höfum við áhyggjur af grein eins og byggingargeiranum. Ef það fer að hægjast á sölu á fasteignamarkaði að verktakar sitji uppi með óseldar íbúðir. Það er svona klassískur áhættuþáttur.“ Frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón Greiðslulausnir óháðar útlöndum Á fundi Seðlabankans í morgun vegna yfirlýsingarinnar var sérstaklega rætt um greiðslumiðlun og mikilvægi þess að breyta henni. Í dag fer greiðslumiðlun Íslendinga að einhverju leyti fram í gegnum útlönd sem felur ákveðna áhættu í för með sér. „Fyrsta lagi að við séum með greiðslulausnir sem séu ekki háðar útlöndum. Það er það fyrsta. Það er þá eitthvað sem við erum að þróa núna og vonandi náum að klára fyrir áramót. Þar sem fólk getur í rauninni haft aðgang að bankareikningum sínum til þess að greiða hluti án þess að við séum háð því að við séum tengd útlöndum.“
Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent