„Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. júní 2025 13:16 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór yfir stöðuna á fundi í dag en næsta stýrivaxtaákvörðun verður í ágúst. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun. Í henni kemur fram að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum en eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Það eru bara svo margir óvissuþættir. Við eða ég tel það enn þá að þessi ferill, sem er búinn að vera í gangi núna síðustu tólf, tuttugu mánuði varðandi það að verðbólga er búin að vera að ganga niður og við höfum getað lækkað vexti, að það sé að kólna hagkerfið og við séum að komast í betra jafnvægi ég hef mikla trú á því að það haldi áfram. Hins vegar höfum við áhyggjur af því að það verði erfitt, þessi síðasti vegur, að markmiðinu sem er 2,5. Því að við munum mögulega sitja fastir með 3,5 prósenta verðbólgu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Óljóst hvort stýrivextir lækki í bráð Erfitt sé því að segja til um hvort að hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Margir sem eru með óverðtryggð lán velta nú fyrir sér hvort að þeir eigi að festa vexti. Ásgeir segir erfitt að meta það en bendir á að ef fólk festi þá sé auðvelt að breyta aftur. „Ég er eiginlega bara í sömu stöðu eins og fólkið í landinu. Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast. Ég vil gjarnan að þetta héldi áfram. Að við gætu séð mjúka lendingu, verðbólgu ganga niður, vexti lækka og við förum í jafnvægi en auðvitað óttumst við að eitthvað annað komi upp á. “ Fram kemur í yfirlýsingunni að umsvif byggingariðnaðarins hafi verið töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. „Auðvitað höfum við áhyggjur af grein eins og byggingargeiranum. Ef það fer að hægjast á sölu á fasteignamarkaði að verktakar sitji uppi með óseldar íbúðir. Það er svona klassískur áhættuþáttur.“ Frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón Greiðslulausnir óháðar útlöndum Á fundi Seðlabankans í morgun vegna yfirlýsingarinnar var sérstaklega rætt um greiðslumiðlun og mikilvægi þess að breyta henni. Í dag fer greiðslumiðlun Íslendinga að einhverju leyti fram í gegnum útlönd sem felur ákveðna áhættu í för með sér. „Fyrsta lagi að við séum með greiðslulausnir sem séu ekki háðar útlöndum. Það er það fyrsta. Það er þá eitthvað sem við erum að þróa núna og vonandi náum að klára fyrir áramót. Þar sem fólk getur í rauninni haft aðgang að bankareikningum sínum til þess að greiða hluti án þess að við séum háð því að við séum tengd útlöndum.“ Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun. Í henni kemur fram að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum en eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Það eru bara svo margir óvissuþættir. Við eða ég tel það enn þá að þessi ferill, sem er búinn að vera í gangi núna síðustu tólf, tuttugu mánuði varðandi það að verðbólga er búin að vera að ganga niður og við höfum getað lækkað vexti, að það sé að kólna hagkerfið og við séum að komast í betra jafnvægi ég hef mikla trú á því að það haldi áfram. Hins vegar höfum við áhyggjur af því að það verði erfitt, þessi síðasti vegur, að markmiðinu sem er 2,5. Því að við munum mögulega sitja fastir með 3,5 prósenta verðbólgu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Óljóst hvort stýrivextir lækki í bráð Erfitt sé því að segja til um hvort að hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Margir sem eru með óverðtryggð lán velta nú fyrir sér hvort að þeir eigi að festa vexti. Ásgeir segir erfitt að meta það en bendir á að ef fólk festi þá sé auðvelt að breyta aftur. „Ég er eiginlega bara í sömu stöðu eins og fólkið í landinu. Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast. Ég vil gjarnan að þetta héldi áfram. Að við gætu séð mjúka lendingu, verðbólgu ganga niður, vexti lækka og við förum í jafnvægi en auðvitað óttumst við að eitthvað annað komi upp á. “ Fram kemur í yfirlýsingunni að umsvif byggingariðnaðarins hafi verið töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. „Auðvitað höfum við áhyggjur af grein eins og byggingargeiranum. Ef það fer að hægjast á sölu á fasteignamarkaði að verktakar sitji uppi með óseldar íbúðir. Það er svona klassískur áhættuþáttur.“ Frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón Greiðslulausnir óháðar útlöndum Á fundi Seðlabankans í morgun vegna yfirlýsingarinnar var sérstaklega rætt um greiðslumiðlun og mikilvægi þess að breyta henni. Í dag fer greiðslumiðlun Íslendinga að einhverju leyti fram í gegnum útlönd sem felur ákveðna áhættu í för með sér. „Fyrsta lagi að við séum með greiðslulausnir sem séu ekki háðar útlöndum. Það er það fyrsta. Það er þá eitthvað sem við erum að þróa núna og vonandi náum að klára fyrir áramót. Þar sem fólk getur í rauninni haft aðgang að bankareikningum sínum til þess að greiða hluti án þess að við séum háð því að við séum tengd útlöndum.“
Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent