Orðsins fyllsta merking Eiríkur Kristjánsson skrifar 4. júní 2025 11:01 Til er sérstök rökvilla sem á ensku kallast „etymological fallacy“. Í henni felst að eldri eða upprunalegri merkingu orðs er gefið meira vægi í rökræðu en hún á skilið. Orðsifjar geta verið áhugaverðar en þeim ætti að taka með fyrirvara. Ef orð eins og „toxic“ eða „explosion“ eru notuð í nútímanum skiptir litlu máli að „hin sanna“ merking þeirra tengist bogum og lófataki – við vitum alveg hvað verið er að meina. Að þessu sögðu ætla ég samt að leyfa mér að falla í þessa gryfju, þó ekki sé nema til þess að komast í smá skjól frá júníblíðunni. Á dögunum voru stúdentar að útskrifast úr menntaskólum landsins og það gefur okkur færi á að tína til þrjú gömul orð, hvert úr sínu fornmálinu, og virða þau aðeins fyrir okkur. Fyrst ber að nefna „stúdent“, sem er lýsingarháttur (eins og nem-andi) af latnesku sögninni „studere“. Í latínu merkir þessi sögn að leggja stund á eitthvað, oftar en ekki af elju og áhuga. Þegar sagnaritarinn Tacitus segist ætla að gæta hlutleysis í frásögn sinni af fyrstu keisurunum, notar hann orðalagið „sine ira et studio“, þ.e. „án heiftar og ástríðu“. Stúdentar helga sig semsagt vinnu sinni „af ákafa“. (Ef orðið er rakið lengra aftur, fara að koma í ljós möguleg tengsl við íslenskt staut og indó-evrópskan barning, en við látum það liggja milli hluta.) Þá er það menntunin næst. Ef við lítum augnablik framhjá kynjapólitík nútímans, þá merkti menntun einhvern tíma í forneskjunni það að búa til manneskjur; að koma börnum til manns. Rétt eins og vinnan sem fer fram í líkamsræktarstöðvum landsins snýst ekki um tilfærslu á þungum hlutum, þá snýst menntaskólanám ekki um að Ísland eignist sem flestar rökfærsluritgerðir. Afurðin á að vera fólk sem skilur röksemdafærslur og hefur áhuga á að beita þeim. Menntaskólanemendur eru áhugavert fólk og það er gaman að vita hvað þeim finnst um lífið og tilveruna. Ein besta leiðin til að komast að því hvað manni finnst er að reyna að koma því á blað og leyfa öðrum að njóta þess. Að lokum er það skólinn sjálfur. Skóli er gamalt grískt (kvenkyns)orð sem fékk snemma nútímamerkingu sína. Uppruninn var þó sennilega eitthvað í ætt við „næði“ (og er reyndar fjarskyldur ættingi íslenska „sigursins“). Hugsunin hefur væntanlega verið sú að skóli sé frí frá líkamlegu og andlegu striti, þar sem nemendum gefst færi á að hugsa hugsanir til enda án truflunar. Ég valdi þessi þrjú orð af því að þau stóðu svo vel til höggsins eins og Þorgeir Hávarson orðaði það í denn. En „val“ á sér einmitt samheiti í eldra máli og gat þar heitið „lestur“. Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. En ljúkum þessu nú með einum orðsifjum enn, sem lesendur mega tengja að vild við ofanritað: Chat-bot er tvö sundurtætt orð, teipuð saman á sárinu. „Chat“ er styttri útgáfa af „chatter“, sem merkir innihaldslaust hjal eða dýrahljóð. „Bot“ er afturendinn af „robot“, sem Karel Capek bjó til á sínum tíma úr sama efniviði og „Arbeit“, „orphan og „erfiði“. Höfundur er menntaskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Til er sérstök rökvilla sem á ensku kallast „etymological fallacy“. Í henni felst að eldri eða upprunalegri merkingu orðs er gefið meira vægi í rökræðu en hún á skilið. Orðsifjar geta verið áhugaverðar en þeim ætti að taka með fyrirvara. Ef orð eins og „toxic“ eða „explosion“ eru notuð í nútímanum skiptir litlu máli að „hin sanna“ merking þeirra tengist bogum og lófataki – við vitum alveg hvað verið er að meina. Að þessu sögðu ætla ég samt að leyfa mér að falla í þessa gryfju, þó ekki sé nema til þess að komast í smá skjól frá júníblíðunni. Á dögunum voru stúdentar að útskrifast úr menntaskólum landsins og það gefur okkur færi á að tína til þrjú gömul orð, hvert úr sínu fornmálinu, og virða þau aðeins fyrir okkur. Fyrst ber að nefna „stúdent“, sem er lýsingarháttur (eins og nem-andi) af latnesku sögninni „studere“. Í latínu merkir þessi sögn að leggja stund á eitthvað, oftar en ekki af elju og áhuga. Þegar sagnaritarinn Tacitus segist ætla að gæta hlutleysis í frásögn sinni af fyrstu keisurunum, notar hann orðalagið „sine ira et studio“, þ.e. „án heiftar og ástríðu“. Stúdentar helga sig semsagt vinnu sinni „af ákafa“. (Ef orðið er rakið lengra aftur, fara að koma í ljós möguleg tengsl við íslenskt staut og indó-evrópskan barning, en við látum það liggja milli hluta.) Þá er það menntunin næst. Ef við lítum augnablik framhjá kynjapólitík nútímans, þá merkti menntun einhvern tíma í forneskjunni það að búa til manneskjur; að koma börnum til manns. Rétt eins og vinnan sem fer fram í líkamsræktarstöðvum landsins snýst ekki um tilfærslu á þungum hlutum, þá snýst menntaskólanám ekki um að Ísland eignist sem flestar rökfærsluritgerðir. Afurðin á að vera fólk sem skilur röksemdafærslur og hefur áhuga á að beita þeim. Menntaskólanemendur eru áhugavert fólk og það er gaman að vita hvað þeim finnst um lífið og tilveruna. Ein besta leiðin til að komast að því hvað manni finnst er að reyna að koma því á blað og leyfa öðrum að njóta þess. Að lokum er það skólinn sjálfur. Skóli er gamalt grískt (kvenkyns)orð sem fékk snemma nútímamerkingu sína. Uppruninn var þó sennilega eitthvað í ætt við „næði“ (og er reyndar fjarskyldur ættingi íslenska „sigursins“). Hugsunin hefur væntanlega verið sú að skóli sé frí frá líkamlegu og andlegu striti, þar sem nemendum gefst færi á að hugsa hugsanir til enda án truflunar. Ég valdi þessi þrjú orð af því að þau stóðu svo vel til höggsins eins og Þorgeir Hávarson orðaði það í denn. En „val“ á sér einmitt samheiti í eldra máli og gat þar heitið „lestur“. Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. En ljúkum þessu nú með einum orðsifjum enn, sem lesendur mega tengja að vild við ofanritað: Chat-bot er tvö sundurtætt orð, teipuð saman á sárinu. „Chat“ er styttri útgáfa af „chatter“, sem merkir innihaldslaust hjal eða dýrahljóð. „Bot“ er afturendinn af „robot“, sem Karel Capek bjó til á sínum tíma úr sama efniviði og „Arbeit“, „orphan og „erfiði“. Höfundur er menntaskólakennari.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun