Orðsins fyllsta merking Eiríkur Kristjánsson skrifar 4. júní 2025 11:01 Til er sérstök rökvilla sem á ensku kallast „etymological fallacy“. Í henni felst að eldri eða upprunalegri merkingu orðs er gefið meira vægi í rökræðu en hún á skilið. Orðsifjar geta verið áhugaverðar en þeim ætti að taka með fyrirvara. Ef orð eins og „toxic“ eða „explosion“ eru notuð í nútímanum skiptir litlu máli að „hin sanna“ merking þeirra tengist bogum og lófataki – við vitum alveg hvað verið er að meina. Að þessu sögðu ætla ég samt að leyfa mér að falla í þessa gryfju, þó ekki sé nema til þess að komast í smá skjól frá júníblíðunni. Á dögunum voru stúdentar að útskrifast úr menntaskólum landsins og það gefur okkur færi á að tína til þrjú gömul orð, hvert úr sínu fornmálinu, og virða þau aðeins fyrir okkur. Fyrst ber að nefna „stúdent“, sem er lýsingarháttur (eins og nem-andi) af latnesku sögninni „studere“. Í latínu merkir þessi sögn að leggja stund á eitthvað, oftar en ekki af elju og áhuga. Þegar sagnaritarinn Tacitus segist ætla að gæta hlutleysis í frásögn sinni af fyrstu keisurunum, notar hann orðalagið „sine ira et studio“, þ.e. „án heiftar og ástríðu“. Stúdentar helga sig semsagt vinnu sinni „af ákafa“. (Ef orðið er rakið lengra aftur, fara að koma í ljós möguleg tengsl við íslenskt staut og indó-evrópskan barning, en við látum það liggja milli hluta.) Þá er það menntunin næst. Ef við lítum augnablik framhjá kynjapólitík nútímans, þá merkti menntun einhvern tíma í forneskjunni það að búa til manneskjur; að koma börnum til manns. Rétt eins og vinnan sem fer fram í líkamsræktarstöðvum landsins snýst ekki um tilfærslu á þungum hlutum, þá snýst menntaskólanám ekki um að Ísland eignist sem flestar rökfærsluritgerðir. Afurðin á að vera fólk sem skilur röksemdafærslur og hefur áhuga á að beita þeim. Menntaskólanemendur eru áhugavert fólk og það er gaman að vita hvað þeim finnst um lífið og tilveruna. Ein besta leiðin til að komast að því hvað manni finnst er að reyna að koma því á blað og leyfa öðrum að njóta þess. Að lokum er það skólinn sjálfur. Skóli er gamalt grískt (kvenkyns)orð sem fékk snemma nútímamerkingu sína. Uppruninn var þó sennilega eitthvað í ætt við „næði“ (og er reyndar fjarskyldur ættingi íslenska „sigursins“). Hugsunin hefur væntanlega verið sú að skóli sé frí frá líkamlegu og andlegu striti, þar sem nemendum gefst færi á að hugsa hugsanir til enda án truflunar. Ég valdi þessi þrjú orð af því að þau stóðu svo vel til höggsins eins og Þorgeir Hávarson orðaði það í denn. En „val“ á sér einmitt samheiti í eldra máli og gat þar heitið „lestur“. Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. En ljúkum þessu nú með einum orðsifjum enn, sem lesendur mega tengja að vild við ofanritað: Chat-bot er tvö sundurtætt orð, teipuð saman á sárinu. „Chat“ er styttri útgáfa af „chatter“, sem merkir innihaldslaust hjal eða dýrahljóð. „Bot“ er afturendinn af „robot“, sem Karel Capek bjó til á sínum tíma úr sama efniviði og „Arbeit“, „orphan og „erfiði“. Höfundur er menntaskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Til er sérstök rökvilla sem á ensku kallast „etymological fallacy“. Í henni felst að eldri eða upprunalegri merkingu orðs er gefið meira vægi í rökræðu en hún á skilið. Orðsifjar geta verið áhugaverðar en þeim ætti að taka með fyrirvara. Ef orð eins og „toxic“ eða „explosion“ eru notuð í nútímanum skiptir litlu máli að „hin sanna“ merking þeirra tengist bogum og lófataki – við vitum alveg hvað verið er að meina. Að þessu sögðu ætla ég samt að leyfa mér að falla í þessa gryfju, þó ekki sé nema til þess að komast í smá skjól frá júníblíðunni. Á dögunum voru stúdentar að útskrifast úr menntaskólum landsins og það gefur okkur færi á að tína til þrjú gömul orð, hvert úr sínu fornmálinu, og virða þau aðeins fyrir okkur. Fyrst ber að nefna „stúdent“, sem er lýsingarháttur (eins og nem-andi) af latnesku sögninni „studere“. Í latínu merkir þessi sögn að leggja stund á eitthvað, oftar en ekki af elju og áhuga. Þegar sagnaritarinn Tacitus segist ætla að gæta hlutleysis í frásögn sinni af fyrstu keisurunum, notar hann orðalagið „sine ira et studio“, þ.e. „án heiftar og ástríðu“. Stúdentar helga sig semsagt vinnu sinni „af ákafa“. (Ef orðið er rakið lengra aftur, fara að koma í ljós möguleg tengsl við íslenskt staut og indó-evrópskan barning, en við látum það liggja milli hluta.) Þá er það menntunin næst. Ef við lítum augnablik framhjá kynjapólitík nútímans, þá merkti menntun einhvern tíma í forneskjunni það að búa til manneskjur; að koma börnum til manns. Rétt eins og vinnan sem fer fram í líkamsræktarstöðvum landsins snýst ekki um tilfærslu á þungum hlutum, þá snýst menntaskólanám ekki um að Ísland eignist sem flestar rökfærsluritgerðir. Afurðin á að vera fólk sem skilur röksemdafærslur og hefur áhuga á að beita þeim. Menntaskólanemendur eru áhugavert fólk og það er gaman að vita hvað þeim finnst um lífið og tilveruna. Ein besta leiðin til að komast að því hvað manni finnst er að reyna að koma því á blað og leyfa öðrum að njóta þess. Að lokum er það skólinn sjálfur. Skóli er gamalt grískt (kvenkyns)orð sem fékk snemma nútímamerkingu sína. Uppruninn var þó sennilega eitthvað í ætt við „næði“ (og er reyndar fjarskyldur ættingi íslenska „sigursins“). Hugsunin hefur væntanlega verið sú að skóli sé frí frá líkamlegu og andlegu striti, þar sem nemendum gefst færi á að hugsa hugsanir til enda án truflunar. Ég valdi þessi þrjú orð af því að þau stóðu svo vel til höggsins eins og Þorgeir Hávarson orðaði það í denn. En „val“ á sér einmitt samheiti í eldra máli og gat þar heitið „lestur“. Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. En ljúkum þessu nú með einum orðsifjum enn, sem lesendur mega tengja að vild við ofanritað: Chat-bot er tvö sundurtætt orð, teipuð saman á sárinu. „Chat“ er styttri útgáfa af „chatter“, sem merkir innihaldslaust hjal eða dýrahljóð. „Bot“ er afturendinn af „robot“, sem Karel Capek bjó til á sínum tíma úr sama efniviði og „Arbeit“, „orphan og „erfiði“. Höfundur er menntaskólakennari.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun