„Ekki hægt að segja annað en fyrirgefið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 13:23 Þeir Egill, Steinþór og Auðunn taka hér lagið fyrir gesti hallarinnar á laugardag. Vísir/Viktor Freyr Þríeykið að baki útvarpsþættinum FM95Blö segist harma innilega að fólk hafi slasast á tónleikum sem haldnir voru í þeirra nafni. Þeir segjast ekki hafa viljað ræða við fjölmiðla strax þar sem þeir hafi ekki haft upplýsingar um nákvæmlega hvað hefði gerst. Þetta kom fram í hlaðvarpsþætti þeirra sem birtist í dag. „Ástæðan fyrir því að við höfum ekki svarað neinu. Við vildum ekki gera það í flýti, og vildum vita nákvæmlega hvað gerðist á tónleikunum, og erum bara að fá þetta allt staðfest núna,“ sagði skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal í nýjasta þætti hlaðvarpsins Blökastsins, sem hann heldur úti ásamt Agli Einarssyni og Steinþóri Hróari Steinþórssyni. Þeir þrír mynda saman hópinn FM95Blö, sem stóð fyrir umtöluðum tónleikum í Laugardalshöll um liðna helgi, og hafa ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu frá því að fyrstu fréttir voru fluttar af troðningnum sem myndaðist í Laugardalshöll á tónleikum laugardagsins. Vilji ekki koma sér undan ábyrgð Í þættinum, sem ber yfirskriftina „Öðruvísi þáttur í dag“ ræða þeir þrír tónleikana, þar sem mikill troðningur varð eftir að þríeykið tróð upp. Í kjölfarið leituðu fimmtán á slysadeild vegna áverka. Auðunn sagðist ekki vilja fría sig eða félaga sína ábyrgð, enda hefðu þeir verið andlit viðburðarins og ráðið fólk til að koma að viðburðinum. „En það sem gerist er að við ráðum fyrirtæki til þess að sjá alfarið um allt sem kemur að höllinni, gæslu og öllu. Við erum með markaðssetningu og að búa til gott show,“ sagði Auðunn. Fyrirtækið sem hann vísar til er Nordic Live Events, en eigandi þess gaf út stutta yfirlýsingu vegna málsins fyrr í dag. Hann hefur ekki heldur viljað ræða við fréttastofu fram að þessu. „Við fréttum það svo bara á sunnudegi að það hafi illa farið og verið troðningur. Ég ætla rétt að vona að það haldi enginn að við séum ekki gjörsamlega miður okkar að fólk hafi slasast á okkar viðburði,“ sagði Auðunn. Egill tók í sama streng, og sagði það til marks um að viðburðurinn hafi „klikkað“. „Ef einn slasar sig, þá klikkaði giggið. Það er nóg að það sé einn, og það voru fleiri. Þetta bara klikkaði, og það er bara staðan,“ sagði Egill. Reyna að setja sig í samband við alla sem slösuðust Auðunn sagði aðra ástæðu þess að þríeykið hefði ekki tjáð sig við fjölmiðla vera þá að þeir hefðu varið síðustu dögum í að reyna að komast í samband við þá sem slösuðust. „Við erum búnir að heyra í nokkrum og erum að reyna að heyra í öllum,“ sagði Auðunn. Steinþór bætti við að það væri liður í að komast að því nákvæmlega hvað hefði gerst. Eigi ekki að gerast neins staðar „Núna eru Nordic Live Events að skoða málið með lögreglu og slökkviliði. Það er gerð einhvers konar rýniaðgerð, verið að skoða hvað hefði mátt betur fara. Þannig að við erum bara að bíða eftir nákvæmum svörum, því við í raun vitum ekkert sjálfir. Það er voða lítið hægt að segja nema bara að við hörmum þetta. Þetta er bara hræðilegt. Þetta er agalegt og á ekki að gerast á tónleikum hjá FM95Blö,“ sagði Steinþór. „Þetta á ekki að gerast á neinum tónleikum,“ sagði Auðunn og hélt áfram: „Það sem böggar okkur endalaust er að fólk hafi meitt sig eða orðið hrætt á okkar viðburði. Það er eitthvað sem við hörmum og biðjumst innilegrar afsökunar á.“ Egill sagði mikilvægt að atvikið yrði til þess að hægt verði að læra af atvikinu. „Að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Egill. Nú taki við bið eftir frekari upplýsingum, þar sem Nordic Live Events eigi fund með slökkviliði og lögreglu á morgun, en Auðunn, Egill og Steinþór voru ekki boðaðir á þann fund. „Bara aftur, þá er ekki hægt að segja annað en fyrirgefið, þið sem voruð hrædd eða áttuð slæma upplifun í höllinni,“ sagði Auðunn. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Tónlist Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að við höfum ekki svarað neinu. Við vildum ekki gera það í flýti, og vildum vita nákvæmlega hvað gerðist á tónleikunum, og erum bara að fá þetta allt staðfest núna,“ sagði skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal í nýjasta þætti hlaðvarpsins Blökastsins, sem hann heldur úti ásamt Agli Einarssyni og Steinþóri Hróari Steinþórssyni. Þeir þrír mynda saman hópinn FM95Blö, sem stóð fyrir umtöluðum tónleikum í Laugardalshöll um liðna helgi, og hafa ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu frá því að fyrstu fréttir voru fluttar af troðningnum sem myndaðist í Laugardalshöll á tónleikum laugardagsins. Vilji ekki koma sér undan ábyrgð Í þættinum, sem ber yfirskriftina „Öðruvísi þáttur í dag“ ræða þeir þrír tónleikana, þar sem mikill troðningur varð eftir að þríeykið tróð upp. Í kjölfarið leituðu fimmtán á slysadeild vegna áverka. Auðunn sagðist ekki vilja fría sig eða félaga sína ábyrgð, enda hefðu þeir verið andlit viðburðarins og ráðið fólk til að koma að viðburðinum. „En það sem gerist er að við ráðum fyrirtæki til þess að sjá alfarið um allt sem kemur að höllinni, gæslu og öllu. Við erum með markaðssetningu og að búa til gott show,“ sagði Auðunn. Fyrirtækið sem hann vísar til er Nordic Live Events, en eigandi þess gaf út stutta yfirlýsingu vegna málsins fyrr í dag. Hann hefur ekki heldur viljað ræða við fréttastofu fram að þessu. „Við fréttum það svo bara á sunnudegi að það hafi illa farið og verið troðningur. Ég ætla rétt að vona að það haldi enginn að við séum ekki gjörsamlega miður okkar að fólk hafi slasast á okkar viðburði,“ sagði Auðunn. Egill tók í sama streng, og sagði það til marks um að viðburðurinn hafi „klikkað“. „Ef einn slasar sig, þá klikkaði giggið. Það er nóg að það sé einn, og það voru fleiri. Þetta bara klikkaði, og það er bara staðan,“ sagði Egill. Reyna að setja sig í samband við alla sem slösuðust Auðunn sagði aðra ástæðu þess að þríeykið hefði ekki tjáð sig við fjölmiðla vera þá að þeir hefðu varið síðustu dögum í að reyna að komast í samband við þá sem slösuðust. „Við erum búnir að heyra í nokkrum og erum að reyna að heyra í öllum,“ sagði Auðunn. Steinþór bætti við að það væri liður í að komast að því nákvæmlega hvað hefði gerst. Eigi ekki að gerast neins staðar „Núna eru Nordic Live Events að skoða málið með lögreglu og slökkviliði. Það er gerð einhvers konar rýniaðgerð, verið að skoða hvað hefði mátt betur fara. Þannig að við erum bara að bíða eftir nákvæmum svörum, því við í raun vitum ekkert sjálfir. Það er voða lítið hægt að segja nema bara að við hörmum þetta. Þetta er bara hræðilegt. Þetta er agalegt og á ekki að gerast á tónleikum hjá FM95Blö,“ sagði Steinþór. „Þetta á ekki að gerast á neinum tónleikum,“ sagði Auðunn og hélt áfram: „Það sem böggar okkur endalaust er að fólk hafi meitt sig eða orðið hrætt á okkar viðburði. Það er eitthvað sem við hörmum og biðjumst innilegrar afsökunar á.“ Egill sagði mikilvægt að atvikið yrði til þess að hægt verði að læra af atvikinu. „Að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Egill. Nú taki við bið eftir frekari upplýsingum, þar sem Nordic Live Events eigi fund með slökkviliði og lögreglu á morgun, en Auðunn, Egill og Steinþór voru ekki boðaðir á þann fund. „Bara aftur, þá er ekki hægt að segja annað en fyrirgefið, þið sem voruð hrædd eða áttuð slæma upplifun í höllinni,“ sagði Auðunn.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Tónlist Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira