Niðurstaðan setji áform ríkisstjórnarinnar í uppnám Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júní 2025 13:00 Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. vísir/einar Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir nýkjörinn forseta Póllands bjóða meira af því sama. Búast megi við því að neitunarvaldinu verði beitt gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og hinsegin fólk. Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Póllandi í gær. Hlaut hann 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Áform ríkisstjórnarinnar í uppnámi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fylgdist með niðurstöðum kosninganna í nótt. Hann segir niðurstöðuna benda til að hlutirnir verði með sama fari og undanfarin ár í Póllandi. „Þetta er í rauninni óbreytt sama niðurstaða upp á 0,1 prósent og í kosningum fyrir fimm árum þegar að Duda bar sigur úr býtum. Í rauninni má segja að þetta sé engin breyting frá núverandi valdahlutföllum. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn lagði mikið undir til að ná forsetaembættinu til að geta hrint fleiri af sínum stefnumálum í gang. Þetta setur það auðvitað í ákveðið uppnám.“ Mjótt hefur verið á munum í síðustu fimm forsetakosningum. „Það er mjög algengt að þessar tvær blokkir skipta þjóðinni í tvennt. Það má segja að það sé munur á ungu fólki í kosningunum í ár. Trzaskowski vann með miklum yfirburðum hjá ungu fólki síðast en það var ekki þannig núna. Nawrocki vann í rauninni kosningarnar meðal ungs fólks. Kjörsóknin var mjög mikil og vanalega hefur það gagnast frjálslyndum öflum en það reyndist ekki tilfellið núna. Kjörsókn er nánast 72 prósent en samt vinnur Lög og réttlæti.“ Með neitunarvaldið á lofti Pawel tekur fram að Nawrocki sé reynslulítill stjórnmálamaður. Búast megi við því að hann nýti neitunarvaldið í miklum mæli eins og forveri sinn í forsetastólnum og flokksbróðir Andrzej Duda. „Pólskir forsetar eru duglegir að nýta neitunarvaldið. Þetta er ekki reynslumikill pólitíkus. Ég held að fyrir hálfu ári síðan vissu fæstir Pólverjar hver hann væri. Hann er sagnfræðingur sem hefur stýrt tveimur til þremur stofnunum, safni og svokallaðar minningarstofnun. Það má segja að hans árangur sé merki um það að vörumerki Lög og réttlætis sé enn mjög sterkt í Póllandi.“ Nawrocki naut stuðnings Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum. Pawel bendir á að það sé ekkert nýtt af nálinni að forseti Póllands aðhyllist stjórnvöld vestanhafs á meðan ríkisstjórnin setur sig meira við hlið Evrópusambandsins. „Það er engin efnisleg breyting á því til skamms tíma. Margt getur þó breyst eftir tvö ár þegar kosningar þingsins fara fram.“ Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Póllandi í gær. Hlaut hann 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Áform ríkisstjórnarinnar í uppnámi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fylgdist með niðurstöðum kosninganna í nótt. Hann segir niðurstöðuna benda til að hlutirnir verði með sama fari og undanfarin ár í Póllandi. „Þetta er í rauninni óbreytt sama niðurstaða upp á 0,1 prósent og í kosningum fyrir fimm árum þegar að Duda bar sigur úr býtum. Í rauninni má segja að þetta sé engin breyting frá núverandi valdahlutföllum. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn lagði mikið undir til að ná forsetaembættinu til að geta hrint fleiri af sínum stefnumálum í gang. Þetta setur það auðvitað í ákveðið uppnám.“ Mjótt hefur verið á munum í síðustu fimm forsetakosningum. „Það er mjög algengt að þessar tvær blokkir skipta þjóðinni í tvennt. Það má segja að það sé munur á ungu fólki í kosningunum í ár. Trzaskowski vann með miklum yfirburðum hjá ungu fólki síðast en það var ekki þannig núna. Nawrocki vann í rauninni kosningarnar meðal ungs fólks. Kjörsóknin var mjög mikil og vanalega hefur það gagnast frjálslyndum öflum en það reyndist ekki tilfellið núna. Kjörsókn er nánast 72 prósent en samt vinnur Lög og réttlæti.“ Með neitunarvaldið á lofti Pawel tekur fram að Nawrocki sé reynslulítill stjórnmálamaður. Búast megi við því að hann nýti neitunarvaldið í miklum mæli eins og forveri sinn í forsetastólnum og flokksbróðir Andrzej Duda. „Pólskir forsetar eru duglegir að nýta neitunarvaldið. Þetta er ekki reynslumikill pólitíkus. Ég held að fyrir hálfu ári síðan vissu fæstir Pólverjar hver hann væri. Hann er sagnfræðingur sem hefur stýrt tveimur til þremur stofnunum, safni og svokallaðar minningarstofnun. Það má segja að hans árangur sé merki um það að vörumerki Lög og réttlætis sé enn mjög sterkt í Póllandi.“ Nawrocki naut stuðnings Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum. Pawel bendir á að það sé ekkert nýtt af nálinni að forseti Póllands aðhyllist stjórnvöld vestanhafs á meðan ríkisstjórnin setur sig meira við hlið Evrópusambandsins. „Það er engin efnisleg breyting á því til skamms tíma. Margt getur þó breyst eftir tvö ár þegar kosningar þingsins fara fram.“
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira