„Beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júní 2025 20:47 Jakob Örn Heiðarsson var á tónleikum FM95BLÖ í gærkvöld. Vísir/Viktor Freyr Fimmtán manns þurftu að leita á bráðamóttökuna eftir tónleika í Laugardalshöll í gær. Gestir eru margir afar ósáttir með skipulagningu viðburðarins og hafa krafist endurgreiðslu. Svona var umhorfs í anddyrinu í Laugardalshöll þegar tónleikarnir „Fermingarveisla aldarinnar“ á vegum útvarpsþáttarins FM95BLÖ og Nordic Live Events voru rétt rúmlega hálfnaðir. Þá var klukkan rétt tæplega tíu en tónleikarnir hófust klukkan fimm og kláruðust klukkan eitt. @heimiringii hefði geta verið skipulagt betur tbh #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp ♬ suara asli - Template POV/CORE - CORE MEONG 😺 Tilkynnt var að gert yrði stutt hlé á dagskránni og ætluðu sér margir að nýta tækifærið og stökkva fram til að fara á klósettið, fá sér ferskt loft eða kaupa drykki. En þegar þúsundir manna reyndu að streyma úr salnum á sama tíma myndaðist þessi örtröð. „Maður stóð þarna þar sem varningssalan var og sá þetta gerast. Maður beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast og öllu yrði aflýst,“ segir Jakob Örn Heiðarsson, einn gesta tónleikanna í gær. Jakob, og fleiri gestir sem fréttastofa hefur rætt við í dag, hafa þó sammælst um að tónleikarnir sjálfir hafi verið með þeim bestu sem þeir hafa farið á. Troðningurinn skemmdi þó upplifun margra. Fimmtán manns leituðu á bráðamóttökuna eftir tónleikana, margir vegna troðningsins. Þá leið yfir nokkra í salnum vegna hás hitastigs og samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttökunni var óvenju mikið að gera í alla nótt. „Þú varst með rosalega margt fólk þarna, þetta voru átta klukkutímar. Við ætluðum á barinn og fá okkur að borða, en það var hálftíma til klukkutíma röð eftir því. Það var ekki heldur nein stýring þar,“ segir Jakob. Jakob hefur sjálfur mikla reynslu af því að halda viðburði, og telur margt hafa mátt fara betur við skipulagninguna. Til að mynda hafi ekki verið leitað á fólki við innganginn eða skoðuð skilríki. Þá var hurð í salnum opnuð svo hægt væri að lofta út. „Þá ertu búinn að opna allt svæðið og hver sem er getur komið inn. Þá er ekkert skipulag varðandi vopnahald, fíkniefnanotkun eða neitt,“ segir Jakob. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Reykjavík Sjúkraflutningar Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. 1. júní 2025 09:18 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Svona var umhorfs í anddyrinu í Laugardalshöll þegar tónleikarnir „Fermingarveisla aldarinnar“ á vegum útvarpsþáttarins FM95BLÖ og Nordic Live Events voru rétt rúmlega hálfnaðir. Þá var klukkan rétt tæplega tíu en tónleikarnir hófust klukkan fimm og kláruðust klukkan eitt. @heimiringii hefði geta verið skipulagt betur tbh #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp ♬ suara asli - Template POV/CORE - CORE MEONG 😺 Tilkynnt var að gert yrði stutt hlé á dagskránni og ætluðu sér margir að nýta tækifærið og stökkva fram til að fara á klósettið, fá sér ferskt loft eða kaupa drykki. En þegar þúsundir manna reyndu að streyma úr salnum á sama tíma myndaðist þessi örtröð. „Maður stóð þarna þar sem varningssalan var og sá þetta gerast. Maður beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast og öllu yrði aflýst,“ segir Jakob Örn Heiðarsson, einn gesta tónleikanna í gær. Jakob, og fleiri gestir sem fréttastofa hefur rætt við í dag, hafa þó sammælst um að tónleikarnir sjálfir hafi verið með þeim bestu sem þeir hafa farið á. Troðningurinn skemmdi þó upplifun margra. Fimmtán manns leituðu á bráðamóttökuna eftir tónleikana, margir vegna troðningsins. Þá leið yfir nokkra í salnum vegna hás hitastigs og samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttökunni var óvenju mikið að gera í alla nótt. „Þú varst með rosalega margt fólk þarna, þetta voru átta klukkutímar. Við ætluðum á barinn og fá okkur að borða, en það var hálftíma til klukkutíma röð eftir því. Það var ekki heldur nein stýring þar,“ segir Jakob. Jakob hefur sjálfur mikla reynslu af því að halda viðburði, og telur margt hafa mátt fara betur við skipulagninguna. Til að mynda hafi ekki verið leitað á fólki við innganginn eða skoðuð skilríki. Þá var hurð í salnum opnuð svo hægt væri að lofta út. „Þá ertu búinn að opna allt svæðið og hver sem er getur komið inn. Þá er ekkert skipulag varðandi vopnahald, fíkniefnanotkun eða neitt,“ segir Jakob.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Reykjavík Sjúkraflutningar Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. 1. júní 2025 09:18 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23
Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. 1. júní 2025 09:18