„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 19:46 Hjörný ásamt foreldrum sínum fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool, í gær. Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool-borg, eftir að fólksbíl var ekið inn í mannfjölda sem var viðstaddur til þess að fylgjast með karlaliði Liverpool í fótbolta koma á rútu niður að höfn borgarinnar, til að fagna enska meistaratitlinum. Um 200 metra frá Hjörný Eik Hjaltadóttir var stödd í Liverpool í dag ásamt foreldrum sínum, til að fylgjast með sigurhátíðinni. Þau gengu niður götuna þar sem atburðurinn átti sér stað fyrr í dag. „Þegar rútan [með Liverpool-liðinu] er rétt farin fram hjá eru allir vegir áfram lokaðir út af skrúðgöngunni. Þegar liðið kemur fram hjá ákveða sumir að elta rútuna. Það hafa verið svona einn, tveir kílómetrar eftir af göngunni. Sumir elta en aðrir ganga í hina áttina, þar sem þar var meira pláss og hægt að dreifa úr sér,“ segir Hjörný. Hjörný ásamt föður sínum í Liverpool fyrr í dag. Þá hafi valið staðið á milli þess að ganga götuna þaðan sem leikmennirnir komu, eða fara aftur upp sömu götu og fjölskyldan gekk niður fyrr um daginn. „Ég sá að það var svo mikið af fólki þar að ég nennti ekki að labba þangað, og sá fram á að við yrðum svo lengi. Þannig að ég frekjaðist á að fara í áttina sem þeir komu úr. Við erum komin einhverja 200, 250 metra frá götunni þegar lögreglubílar koma í röðum á fullum hraða. Þar sem við sáum að þeir fóru svona hratt og það komu alltaf fleiri þá vissum við að það hlyti eitthvað hrikalegt að hafa gerst.“ „Hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum“ Hjörný segir að þar sem hún og foreldrar hennar hafi verið komin frá staðnum þar sem ekið var á fólkið hafi ekki myndast neitt öngþveiti í kringum þau. Fólk hafi þó verið forvitið og áttað sig á alvarleikanum. „Svo stöndum við og erum búin að koma okkur fyrir inni í litlu hverfi þar sem við bíðum eftir Uber-bíl. Þá kemur maður og spyr hvort við höfum séð þetta, og sýnir okkur svo myndband. Ég veit ekki hvort hann tók það, en það voru strákar við hliðina á okkur sem höfðu verið þarna rétt hjá,“ segir Hjörný. Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum, en það má sjá hér að neðan. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við áhorfi. „Það er alveg augljóst að hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum,“ segir Hjörný. Hún upplifi bæði reiði og sorg yfir því að ekki skuli vera hægt að halda mannmarga viðburði án þess að þurfa að hafa í huga hermdarverk sem þessi. „Ég er kannski aðeins vanari þessu, búandi í Köln í Þýskalandi þar sem þetta er um það bil mánaðarlegt,“ segir Hjörný. „Auðvitað er sjokk að heyra svona, og maður verður reiður og leiður. Ég titra enn þá þegar ég er að tala við þig, og bara að hugsa um þetta er bara sjokk, hvað maður var nálægt þessu,“ sagði Hjörný sem var á leið til Manchester með foreldrum sínum þegar hún ræddi við fréttastofu. Þaðan munu þau fljúga heim á morgun. Hún til Þýskalands, en þau til Íslands. Bretland Íslendingar erlendis England Tengdar fréttir Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool-borg, eftir að fólksbíl var ekið inn í mannfjölda sem var viðstaddur til þess að fylgjast með karlaliði Liverpool í fótbolta koma á rútu niður að höfn borgarinnar, til að fagna enska meistaratitlinum. Um 200 metra frá Hjörný Eik Hjaltadóttir var stödd í Liverpool í dag ásamt foreldrum sínum, til að fylgjast með sigurhátíðinni. Þau gengu niður götuna þar sem atburðurinn átti sér stað fyrr í dag. „Þegar rútan [með Liverpool-liðinu] er rétt farin fram hjá eru allir vegir áfram lokaðir út af skrúðgöngunni. Þegar liðið kemur fram hjá ákveða sumir að elta rútuna. Það hafa verið svona einn, tveir kílómetrar eftir af göngunni. Sumir elta en aðrir ganga í hina áttina, þar sem þar var meira pláss og hægt að dreifa úr sér,“ segir Hjörný. Hjörný ásamt föður sínum í Liverpool fyrr í dag. Þá hafi valið staðið á milli þess að ganga götuna þaðan sem leikmennirnir komu, eða fara aftur upp sömu götu og fjölskyldan gekk niður fyrr um daginn. „Ég sá að það var svo mikið af fólki þar að ég nennti ekki að labba þangað, og sá fram á að við yrðum svo lengi. Þannig að ég frekjaðist á að fara í áttina sem þeir komu úr. Við erum komin einhverja 200, 250 metra frá götunni þegar lögreglubílar koma í röðum á fullum hraða. Þar sem við sáum að þeir fóru svona hratt og það komu alltaf fleiri þá vissum við að það hlyti eitthvað hrikalegt að hafa gerst.“ „Hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum“ Hjörný segir að þar sem hún og foreldrar hennar hafi verið komin frá staðnum þar sem ekið var á fólkið hafi ekki myndast neitt öngþveiti í kringum þau. Fólk hafi þó verið forvitið og áttað sig á alvarleikanum. „Svo stöndum við og erum búin að koma okkur fyrir inni í litlu hverfi þar sem við bíðum eftir Uber-bíl. Þá kemur maður og spyr hvort við höfum séð þetta, og sýnir okkur svo myndband. Ég veit ekki hvort hann tók það, en það voru strákar við hliðina á okkur sem höfðu verið þarna rétt hjá,“ segir Hjörný. Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum, en það má sjá hér að neðan. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við áhorfi. „Það er alveg augljóst að hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum,“ segir Hjörný. Hún upplifi bæði reiði og sorg yfir því að ekki skuli vera hægt að halda mannmarga viðburði án þess að þurfa að hafa í huga hermdarverk sem þessi. „Ég er kannski aðeins vanari þessu, búandi í Köln í Þýskalandi þar sem þetta er um það bil mánaðarlegt,“ segir Hjörný. „Auðvitað er sjokk að heyra svona, og maður verður reiður og leiður. Ég titra enn þá þegar ég er að tala við þig, og bara að hugsa um þetta er bara sjokk, hvað maður var nálægt þessu,“ sagði Hjörný sem var á leið til Manchester með foreldrum sínum þegar hún ræddi við fréttastofu. Þaðan munu þau fljúga heim á morgun. Hún til Þýskalands, en þau til Íslands.
Bretland Íslendingar erlendis England Tengdar fréttir Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20