#BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2025 09:00 Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. Tilefnið var að tilkynna mér að öll gögn sem ég hef sett á samfélagsmiðla þess verði nýtt til að þjálfa gervigreindarlíkan fyrirtækisins. Ef ég ekki andmæli innan mánuðar eða fyrir lok maí jafngildi það samþykki mínu. Hvað þýðir þetta? Öll samfélagsumræða, fjölskyldusögur, félagsstörf og áhugamál landsmanna eru að einhverju leyti á Facebook. Nútímamenning Íslendinga er þarna. Og alls kyns upplýsingar sem okkur er annt um og við teljum okkur eiga, en höfum afhent einkafyrirtæki á silfurfati. Nú ætlar þetta fyrirtæki að auka verðmæti sitt og styrkja yfirráð sín yfir heiminum með því að nota gögn sem við notendur höfum sjálfviljug látið af hendi. Er ekki rétt að staldra við? Erum við viss um að við viljum þetta? Áttum við okkur á því í hverra hendur hjartað í menningu okkar er að fara? Hafa menn ekki séð mynd af forstjóra fyrirtækisins standa í návígi við stjórnarherra sem eru á hraðleið að gera Bandaríkin að einræðisríki? Ef það gerist er hætt við að hið nýja gerfigreindarlíkan verði að framlengdum armi fasismans. Þá getur hið nýja vöktunarríki talað við okkur á lýtalausri nútímaíslensku – þekkt og skilið okkar innstu drauma og þrár. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022 í kjölfar eigendaskipta. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti bannað fyrirtækinu að nýta gögn þeirra til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Gervigreind Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. Tilefnið var að tilkynna mér að öll gögn sem ég hef sett á samfélagsmiðla þess verði nýtt til að þjálfa gervigreindarlíkan fyrirtækisins. Ef ég ekki andmæli innan mánuðar eða fyrir lok maí jafngildi það samþykki mínu. Hvað þýðir þetta? Öll samfélagsumræða, fjölskyldusögur, félagsstörf og áhugamál landsmanna eru að einhverju leyti á Facebook. Nútímamenning Íslendinga er þarna. Og alls kyns upplýsingar sem okkur er annt um og við teljum okkur eiga, en höfum afhent einkafyrirtæki á silfurfati. Nú ætlar þetta fyrirtæki að auka verðmæti sitt og styrkja yfirráð sín yfir heiminum með því að nota gögn sem við notendur höfum sjálfviljug látið af hendi. Er ekki rétt að staldra við? Erum við viss um að við viljum þetta? Áttum við okkur á því í hverra hendur hjartað í menningu okkar er að fara? Hafa menn ekki séð mynd af forstjóra fyrirtækisins standa í návígi við stjórnarherra sem eru á hraðleið að gera Bandaríkin að einræðisríki? Ef það gerist er hætt við að hið nýja gerfigreindarlíkan verði að framlengdum armi fasismans. Þá getur hið nýja vöktunarríki talað við okkur á lýtalausri nútímaíslensku – þekkt og skilið okkar innstu drauma og þrár. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022 í kjölfar eigendaskipta. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti bannað fyrirtækinu að nýta gögn þeirra til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun