#BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2025 09:00 Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. Tilefnið var að tilkynna mér að öll gögn sem ég hef sett á samfélagsmiðla þess verði nýtt til að þjálfa gervigreindarlíkan fyrirtækisins. Ef ég ekki andmæli innan mánuðar eða fyrir lok maí jafngildi það samþykki mínu. Hvað þýðir þetta? Öll samfélagsumræða, fjölskyldusögur, félagsstörf og áhugamál landsmanna eru að einhverju leyti á Facebook. Nútímamenning Íslendinga er þarna. Og alls kyns upplýsingar sem okkur er annt um og við teljum okkur eiga, en höfum afhent einkafyrirtæki á silfurfati. Nú ætlar þetta fyrirtæki að auka verðmæti sitt og styrkja yfirráð sín yfir heiminum með því að nota gögn sem við notendur höfum sjálfviljug látið af hendi. Er ekki rétt að staldra við? Erum við viss um að við viljum þetta? Áttum við okkur á því í hverra hendur hjartað í menningu okkar er að fara? Hafa menn ekki séð mynd af forstjóra fyrirtækisins standa í návígi við stjórnarherra sem eru á hraðleið að gera Bandaríkin að einræðisríki? Ef það gerist er hætt við að hið nýja gerfigreindarlíkan verði að framlengdum armi fasismans. Þá getur hið nýja vöktunarríki talað við okkur á lýtalausri nútímaíslensku – þekkt og skilið okkar innstu drauma og þrár. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022 í kjölfar eigendaskipta. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti bannað fyrirtækinu að nýta gögn þeirra til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Gervigreind Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. Tilefnið var að tilkynna mér að öll gögn sem ég hef sett á samfélagsmiðla þess verði nýtt til að þjálfa gervigreindarlíkan fyrirtækisins. Ef ég ekki andmæli innan mánuðar eða fyrir lok maí jafngildi það samþykki mínu. Hvað þýðir þetta? Öll samfélagsumræða, fjölskyldusögur, félagsstörf og áhugamál landsmanna eru að einhverju leyti á Facebook. Nútímamenning Íslendinga er þarna. Og alls kyns upplýsingar sem okkur er annt um og við teljum okkur eiga, en höfum afhent einkafyrirtæki á silfurfati. Nú ætlar þetta fyrirtæki að auka verðmæti sitt og styrkja yfirráð sín yfir heiminum með því að nota gögn sem við notendur höfum sjálfviljug látið af hendi. Er ekki rétt að staldra við? Erum við viss um að við viljum þetta? Áttum við okkur á því í hverra hendur hjartað í menningu okkar er að fara? Hafa menn ekki séð mynd af forstjóra fyrirtækisins standa í návígi við stjórnarherra sem eru á hraðleið að gera Bandaríkin að einræðisríki? Ef það gerist er hætt við að hið nýja gerfigreindarlíkan verði að framlengdum armi fasismans. Þá getur hið nýja vöktunarríki talað við okkur á lýtalausri nútímaíslensku – þekkt og skilið okkar innstu drauma og þrár. Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022 í kjölfar eigendaskipta. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geti bannað fyrirtækinu að nýta gögn þeirra til að þróa gervigreind. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar