Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 08:21 Heiladauðri konu er nú haldið í öndunarvél til að halda áfram að ganga með fóstur á Emory-háskólasjúkrahúsinu í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. AP/Brynn Anderson Læknar á sjúkrahúsi í Georgíu í Bandaríkjunum hafa sagt aðstandendum heiladauðrar konu að þeir þurfi að halda henni í öndunarvél nógu lengi til þess að hægt sé að koma fóstri sem hún gekk með í heiminn. Ástæðuna segja þeir stranga þungunarrofslöggjöf í ríkinu. Repúblikanar sem ráða Georgíu samþykktu svonefnd hjartsláttarlög eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna nam úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs fyrir þremur árum. Lögin leggja bann við þungunarrofi frá sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær séu ófrískar. Þau lög eru ástæða þess að fjölskylda konu sem hefur legið heiladauð á sjúkrahúsi í Atlanta frá því í febrúar segir að henni hafi verið haldið í öndunarvél undanfarna þrjá mánuði. Sjúkrahúsið segir að fóstrið sem hún gekk með þurfi að fá að þroskast nóg til þess að hægt sé að koma því í heiminn. Þrír mánuðir eru enn þar til barnið ætti að koma í heiminn. Fóstrið með vökva í heilanum Konan var þrítug þegar hún fór í andnauð og var flutt á sjúkrahús. Þar var hún greind með blóðtappa í heila og úrskurðuð heiladauð. Samkvæmt lögum taldist hún þá látin, að sögn AP-fréttastofunnar. April Newkirk, móðir konunnar, segir að dóttir sín sé nú gengin 21 viku. Fóstrið deyi líklega ef hún verður tekin úr öndunarvél. Læknar hafi sagt fjölskyldunni að þeir megi ekki taka hana úr öndunarvél vegna þungunarrofslaganna. Óvíst er þó um örlög fóstursins. Móðir konunnar segir að það sé með vökva í heilanum. „Hún er ólétt af dóttursyni mínum, en hann gæti verið blindur, hann getur kannski ekki gengið, hann lifir kannski ekki af þegar hann fæðist,“ segir Newkirk en hún hefur ekki sagt hvort að fjölskyldan vilji að konan verði tekin úr öndunarvél. Sjúkrahúsið vill ekki tjá sig um mál konunnar og ber fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Tólf bandarísk ríki framfylgja nú banni við þungunarrofi á öllum stigum meðgöngu. Þrjú önnur, þar á meðal Georgía, eru með lög sem banna þungunarrof frá um það bil sjöttu viku. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Repúblikanar sem ráða Georgíu samþykktu svonefnd hjartsláttarlög eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna nam úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs fyrir þremur árum. Lögin leggja bann við þungunarrofi frá sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær séu ófrískar. Þau lög eru ástæða þess að fjölskylda konu sem hefur legið heiladauð á sjúkrahúsi í Atlanta frá því í febrúar segir að henni hafi verið haldið í öndunarvél undanfarna þrjá mánuði. Sjúkrahúsið segir að fóstrið sem hún gekk með þurfi að fá að þroskast nóg til þess að hægt sé að koma því í heiminn. Þrír mánuðir eru enn þar til barnið ætti að koma í heiminn. Fóstrið með vökva í heilanum Konan var þrítug þegar hún fór í andnauð og var flutt á sjúkrahús. Þar var hún greind með blóðtappa í heila og úrskurðuð heiladauð. Samkvæmt lögum taldist hún þá látin, að sögn AP-fréttastofunnar. April Newkirk, móðir konunnar, segir að dóttir sín sé nú gengin 21 viku. Fóstrið deyi líklega ef hún verður tekin úr öndunarvél. Læknar hafi sagt fjölskyldunni að þeir megi ekki taka hana úr öndunarvél vegna þungunarrofslaganna. Óvíst er þó um örlög fóstursins. Móðir konunnar segir að það sé með vökva í heilanum. „Hún er ólétt af dóttursyni mínum, en hann gæti verið blindur, hann getur kannski ekki gengið, hann lifir kannski ekki af þegar hann fæðist,“ segir Newkirk en hún hefur ekki sagt hvort að fjölskyldan vilji að konan verði tekin úr öndunarvél. Sjúkrahúsið vill ekki tjá sig um mál konunnar og ber fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Tólf bandarísk ríki framfylgja nú banni við þungunarrofi á öllum stigum meðgöngu. Þrjú önnur, þar á meðal Georgía, eru með lög sem banna þungunarrof frá um það bil sjöttu viku.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira