Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar 12. maí 2025 18:00 Grænland rekur sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki sitt. Ísland skattleggur sína. Hvor leiðin gengur betur upp – og fyrir hvern? Þegar rætt er um afskipti ríkisins af sjávarútvegi hér á landi, snýst umræðan oftast um kvóta, úthlutun, verðmætasköpun og veiðigjöld. Gleymist þá oft að í löndum sem við berum okkur saman við – ekki síst Grænlandi – eru afskipti ríkisins ekki aðeins í formi laga og álaga. Á Grænlandi rekur ríkið sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Það heitir Royal Greenland og er að fullu í ríkiseigu og hefur um leið bein áhrif á störf, byggðir, flota og vöruþróun – en líka á ríkissjóð, því fyrirtækið er rekið með tapi. Hér á Íslandi háttar öðruvísi til en hér höfum við valið að einkavæða alla útgerð, en í staðinn auka veiðigjöld og kvótakostnað útgerða. Þarna er því um tvær ólíkar leiðir að ræða. Í báðum tilvikum leikur ríkið lykilhlutverk en með mjög ólíkar afleiðingar. Grænland: Ríkið sem útgerðarmaður Royal Greenland er ekki aðeins stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands, það er stærsta ríkisfyrirtæki í sjávarútvegi við Norður-Atlantshaf. Félagið rekur 12 verksmiðjutogara, heldur úti 37 vinnslustöðvum á Grænlandi og rekur markaðsskrifstofur í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Þrátt fyrir víðtæka starfsemi nánast byggða á einokun tapaði félagið um 3,9 milljörðum íslenskra kr.. Tekjur voru 112 milljarðar íslenskra kr. og skuldahlutföll jukust. En þrátt fyrir þessi áföll er Royal Greenland síður en svo að draga saman seglin. Stjórnendur félagsins halda áfram að fjárfesta í skipum og vinna á stöðum sem enginn annar atvinnurekandi myndi gera. Þetta er ekki af tilviljun – þetta er stefna. Royal Greenland er höfuðtæki grænlenskra yfirvalda til að tryggja atvinnu í smábyggðum þessa víðfema lands. Fyrirtækið starfar í 63% af öllum byggðum Grænlands, víða í byggðum þar sem búa færri en 500 manns. Royal Greenland nýtur einnig ríkisábyrgðar á lánum, sem skilar sér í 0,75–1% lægri vöxtum en samkeppnisaðilarnir njóta. Þetta er beinn styrkur til rekstrar félagsins af hendi ríkisins. En þrátt fyrir alla þessa aðstoð greiðir Royal Greenland tiltölulega lág veiðigjöld. Þau eru áætluð vera um 1,7 milljarðar íslenskra króna, sem er innan við 1,5% af heildartekjum. Ísland: Skattheimtumenn sjávar Íslenskar útgerðir eru allar í einkaeigu. Fiskvinnslur og frystitogarar eru reknir af hluta- og einkahlutafélögum og aðgengi að fiskimiðunum fer eftir kvótum í eigu þeirra. Þetta kerfi hefur skilað mikilli hagræðingu og skapað arðsemi sem ríkið hefur nýtt sér til þess að auka sífellt veiðigjöld og álögur. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum voru 12,4 milljarðar íslenskra kr. árið 2024. Þetta jafngildir um 5–7% af heildarveltu greinarinnar og allt að 15% í botnfiski, skv. reiknilíkönum fjárlaga. Rifjum upp til samanburðar að Royal Greenland greiðir 1,7 milljarða íslenskra kr. – en nýtur mun meiri ríkisstuðnings. Íslenska ríkið veitir hins vegar engan rekstrarstuðning, heldur krefst hærri tekjuöflunar í gegnum skattlagningu og aukinna gjalda. Þetta þýðir að útgerðin ber alla áhættu en ríkið hefur hlutfallslega háa hlutdeild í hagnaði greinarinnar. Polar Seafood: Einkaútgáfan Polar Seafood er stærsta einkaútgerð Grænlands. Félagið rekur 10 til 12 frystitogara, rekur tvær stærstu rækjuvinnslur heims og greiddi um 3,5 milljarða íslenskra kr. í veiðigjöld árið 2024. Polar Seafood fékk engin lán með ríkisábyrgðum og þeir bera einir áhættuna af sínum rekstri. EBITDA hlutfall þeirra var um 7% á sama tíma og Royal Greenland var með -3,5%. Polar Seafoodr ber engan byggðakostnað og loka óarðbærum rekstri þegar svo ber undir. Eigi að síður greiða þeir hærri skatta en Royal Greenland. Hvort vegur meira: Áhætta eða hagsmunir? Með því að hækka veiðigjöld umfram öll önnur lönd, án þess að veita ríkisábyrgð, byggðastuðning eða fjárfestingarstuðning, er Ísland að fara sérstaka leið. Það er verið að auka ávinning ríkisins en áhættan er áfram á hendi einkaaðila. Grænland hefur valið að ríkisleiðina og uppskorið tap. En þeir eru einnig með einkarekstur (Polar Seafood) sem nær hárri arðsemi og greiðir hærri veiðigjöld á sama tíma. Þeir borga mest, en fá lítið til baka. Lokaorð Ríkissrekinn sjávarútvegur og einkarekinn eru valkostir. En ef ríkið vill hagnast meira þarf það að axla meiri ábyrgð. Hvort sem um er að ræða byggðir, lán, markaðsaðgengi eða fyrirsjáanleika, er morgunljóst að veiðigjald er ekki nóg án stýringar. Samanburðurinn við Grænland dregur fram grundvallarmun á ólíkri nálgun við stjórn fisk.veiða: Á Grænlandi er ríkið sjálfur rekstraraðili í sjávarútvegi og tekur þar með beina ábyrgð á bæði áhættu og samfélagslegum afleiðingum. Hér á Íslandi leggur ríkið hins vegar áherslu á að hagnast á auðlindinni í gegnum gjaldtöku, án þess að axla beina rekstrarábyrgð eða áhættu. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Grænland Fiskeldi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Grænland rekur sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki sitt. Ísland skattleggur sína. Hvor leiðin gengur betur upp – og fyrir hvern? Þegar rætt er um afskipti ríkisins af sjávarútvegi hér á landi, snýst umræðan oftast um kvóta, úthlutun, verðmætasköpun og veiðigjöld. Gleymist þá oft að í löndum sem við berum okkur saman við – ekki síst Grænlandi – eru afskipti ríkisins ekki aðeins í formi laga og álaga. Á Grænlandi rekur ríkið sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Það heitir Royal Greenland og er að fullu í ríkiseigu og hefur um leið bein áhrif á störf, byggðir, flota og vöruþróun – en líka á ríkissjóð, því fyrirtækið er rekið með tapi. Hér á Íslandi háttar öðruvísi til en hér höfum við valið að einkavæða alla útgerð, en í staðinn auka veiðigjöld og kvótakostnað útgerða. Þarna er því um tvær ólíkar leiðir að ræða. Í báðum tilvikum leikur ríkið lykilhlutverk en með mjög ólíkar afleiðingar. Grænland: Ríkið sem útgerðarmaður Royal Greenland er ekki aðeins stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands, það er stærsta ríkisfyrirtæki í sjávarútvegi við Norður-Atlantshaf. Félagið rekur 12 verksmiðjutogara, heldur úti 37 vinnslustöðvum á Grænlandi og rekur markaðsskrifstofur í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Þrátt fyrir víðtæka starfsemi nánast byggða á einokun tapaði félagið um 3,9 milljörðum íslenskra kr.. Tekjur voru 112 milljarðar íslenskra kr. og skuldahlutföll jukust. En þrátt fyrir þessi áföll er Royal Greenland síður en svo að draga saman seglin. Stjórnendur félagsins halda áfram að fjárfesta í skipum og vinna á stöðum sem enginn annar atvinnurekandi myndi gera. Þetta er ekki af tilviljun – þetta er stefna. Royal Greenland er höfuðtæki grænlenskra yfirvalda til að tryggja atvinnu í smábyggðum þessa víðfema lands. Fyrirtækið starfar í 63% af öllum byggðum Grænlands, víða í byggðum þar sem búa færri en 500 manns. Royal Greenland nýtur einnig ríkisábyrgðar á lánum, sem skilar sér í 0,75–1% lægri vöxtum en samkeppnisaðilarnir njóta. Þetta er beinn styrkur til rekstrar félagsins af hendi ríkisins. En þrátt fyrir alla þessa aðstoð greiðir Royal Greenland tiltölulega lág veiðigjöld. Þau eru áætluð vera um 1,7 milljarðar íslenskra króna, sem er innan við 1,5% af heildartekjum. Ísland: Skattheimtumenn sjávar Íslenskar útgerðir eru allar í einkaeigu. Fiskvinnslur og frystitogarar eru reknir af hluta- og einkahlutafélögum og aðgengi að fiskimiðunum fer eftir kvótum í eigu þeirra. Þetta kerfi hefur skilað mikilli hagræðingu og skapað arðsemi sem ríkið hefur nýtt sér til þess að auka sífellt veiðigjöld og álögur. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum voru 12,4 milljarðar íslenskra kr. árið 2024. Þetta jafngildir um 5–7% af heildarveltu greinarinnar og allt að 15% í botnfiski, skv. reiknilíkönum fjárlaga. Rifjum upp til samanburðar að Royal Greenland greiðir 1,7 milljarða íslenskra kr. – en nýtur mun meiri ríkisstuðnings. Íslenska ríkið veitir hins vegar engan rekstrarstuðning, heldur krefst hærri tekjuöflunar í gegnum skattlagningu og aukinna gjalda. Þetta þýðir að útgerðin ber alla áhættu en ríkið hefur hlutfallslega háa hlutdeild í hagnaði greinarinnar. Polar Seafood: Einkaútgáfan Polar Seafood er stærsta einkaútgerð Grænlands. Félagið rekur 10 til 12 frystitogara, rekur tvær stærstu rækjuvinnslur heims og greiddi um 3,5 milljarða íslenskra kr. í veiðigjöld árið 2024. Polar Seafood fékk engin lán með ríkisábyrgðum og þeir bera einir áhættuna af sínum rekstri. EBITDA hlutfall þeirra var um 7% á sama tíma og Royal Greenland var með -3,5%. Polar Seafoodr ber engan byggðakostnað og loka óarðbærum rekstri þegar svo ber undir. Eigi að síður greiða þeir hærri skatta en Royal Greenland. Hvort vegur meira: Áhætta eða hagsmunir? Með því að hækka veiðigjöld umfram öll önnur lönd, án þess að veita ríkisábyrgð, byggðastuðning eða fjárfestingarstuðning, er Ísland að fara sérstaka leið. Það er verið að auka ávinning ríkisins en áhættan er áfram á hendi einkaaðila. Grænland hefur valið að ríkisleiðina og uppskorið tap. En þeir eru einnig með einkarekstur (Polar Seafood) sem nær hárri arðsemi og greiðir hærri veiðigjöld á sama tíma. Þeir borga mest, en fá lítið til baka. Lokaorð Ríkissrekinn sjávarútvegur og einkarekinn eru valkostir. En ef ríkið vill hagnast meira þarf það að axla meiri ábyrgð. Hvort sem um er að ræða byggðir, lán, markaðsaðgengi eða fyrirsjáanleika, er morgunljóst að veiðigjald er ekki nóg án stýringar. Samanburðurinn við Grænland dregur fram grundvallarmun á ólíkri nálgun við stjórn fisk.veiða: Á Grænlandi er ríkið sjálfur rekstraraðili í sjávarútvegi og tekur þar með beina ábyrgð á bæði áhættu og samfélagslegum afleiðingum. Hér á Íslandi leggur ríkið hins vegar áherslu á að hagnast á auðlindinni í gegnum gjaldtöku, án þess að axla beina rekstrarábyrgð eða áhættu. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun