„Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 17:41 Læknarnir segja framkvæmdirnar vanhelga kveðjustundir. Vísir/Samsett Fjórir læknar mótmæla fyrirætlunum hjúkrunarheimilisins Sóltúns um að framkvæmdir fari fram ofan á byggingunni á meðan heimilisfólkið er vistað þar. Þeir segja múrborar og hamarshögg vanhelga síðustu stundir íbúa með fjölskyldu og vinum. Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað að fjölga rýmum um 67. Til stendur að ráðast í að koma upp svokallaðri léttbyggingu ofan á húsið svo að byggingin hækki um eina hæð. Þar að auki stendur til að lengja tvær fjögurra álma. Þessum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega mikið rask á starfsemi í húsinu en forstjórinn sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að þörfin á rýmum væri æpandi og eftirspurn gríðarleg. Allir eru íbúar til æviloka Einar Stefánsson augnlæknir, Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, Gestur I Pálsson barnalæknir og Jón Snædal öldrunarlæknir skrifuðu grein sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins þar sem þeir spyrja sig hvort heilabilaðir og fatlaðir íbúar hjúkrunarheimila hafi engan rétt. „Ákvörðun um byggingarframkvæmdir í Sóltúnshúsinu er tekin að íbúunum forspurðum. Íbúar hússins fá hvorki grenndarkynningu né andmælarétt. Ljóst má vera að eigendur venjulegs fjölbýlishúss í Reykjavík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbúum, varla gera það án þeirra samþykkis og ekki detta í hug að íbúarnir búi í húsinu meðan byggingarframkvæmdir standa,“ skrifa þeir. Þeir segja heimilismenn hjúkrunarheimila eiga þar sitt heimili og lögheimili. Þeir greiði tekjutengda „húsaleigu“ sem fer hjá sumum yfir hálfa milljón króna á mánuði. Þetta fólk búi á hjúkrunarheimilinu til æviloka og eiga flestir sínar síðustu stundir þar. „[F]lestir núverandi íbúar munu eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum,“ skrifa læknarnir. Heilabilaðir eiga erfiðara með raskið Þeir segja fólk með langt gengna heilabilun sumt á svipuðu stigi og eins til tveggja ára barn. Það getur ekki talað, gengið eða verið sjálfbjarga. Rétt eins og ómálga smábörn þó finna þau fyrir kvíða og ótta, þó tjáningarhæfnin sé takmörkuð. „Sjúklingar með heilabilun eru enn verr settir en heilbrigðir sem verða fyrir hávaða og raski. Þeir gera sér síður grein fyrir ástæðum rasksins og skilja ekki skýringar starfsfólks og aðstandenda. Því eru auknar líkur á hræðslu og kvíða hjá sjúklingum með heilabilun,“ skrifar þeir. Framkvæmdirnar í Sóltúni muni vanhelga dýrmætar kveðjustundir ættingja og vina. „Allir sem nokkuð eru við aldur hafa upplifað andlát náinna ættmenna og vina. Andlát eru oft fyrirsjáanleg og síðustu dagana koma nánustu ættingjar og vinir til að sitja með sjúklingnum og kveðja. Flestum er þetta heilög stund. Á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er leitast við að gera þessar stundir sjúklingsins og aðstandenda sem bestar, heilagar og virðulegar. Múrborar og hamarshögg, sem berast um alla veggi og loft, munu vanhelga þessa heilögu stund,“ skrifa þeir. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Sjá meira
Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað að fjölga rýmum um 67. Til stendur að ráðast í að koma upp svokallaðri léttbyggingu ofan á húsið svo að byggingin hækki um eina hæð. Þar að auki stendur til að lengja tvær fjögurra álma. Þessum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega mikið rask á starfsemi í húsinu en forstjórinn sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að þörfin á rýmum væri æpandi og eftirspurn gríðarleg. Allir eru íbúar til æviloka Einar Stefánsson augnlæknir, Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, Gestur I Pálsson barnalæknir og Jón Snædal öldrunarlæknir skrifuðu grein sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins þar sem þeir spyrja sig hvort heilabilaðir og fatlaðir íbúar hjúkrunarheimila hafi engan rétt. „Ákvörðun um byggingarframkvæmdir í Sóltúnshúsinu er tekin að íbúunum forspurðum. Íbúar hússins fá hvorki grenndarkynningu né andmælarétt. Ljóst má vera að eigendur venjulegs fjölbýlishúss í Reykjavík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbúum, varla gera það án þeirra samþykkis og ekki detta í hug að íbúarnir búi í húsinu meðan byggingarframkvæmdir standa,“ skrifa þeir. Þeir segja heimilismenn hjúkrunarheimila eiga þar sitt heimili og lögheimili. Þeir greiði tekjutengda „húsaleigu“ sem fer hjá sumum yfir hálfa milljón króna á mánuði. Þetta fólk búi á hjúkrunarheimilinu til æviloka og eiga flestir sínar síðustu stundir þar. „[F]lestir núverandi íbúar munu eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum,“ skrifa læknarnir. Heilabilaðir eiga erfiðara með raskið Þeir segja fólk með langt gengna heilabilun sumt á svipuðu stigi og eins til tveggja ára barn. Það getur ekki talað, gengið eða verið sjálfbjarga. Rétt eins og ómálga smábörn þó finna þau fyrir kvíða og ótta, þó tjáningarhæfnin sé takmörkuð. „Sjúklingar með heilabilun eru enn verr settir en heilbrigðir sem verða fyrir hávaða og raski. Þeir gera sér síður grein fyrir ástæðum rasksins og skilja ekki skýringar starfsfólks og aðstandenda. Því eru auknar líkur á hræðslu og kvíða hjá sjúklingum með heilabilun,“ skrifar þeir. Framkvæmdirnar í Sóltúni muni vanhelga dýrmætar kveðjustundir ættingja og vina. „Allir sem nokkuð eru við aldur hafa upplifað andlát náinna ættmenna og vina. Andlát eru oft fyrirsjáanleg og síðustu dagana koma nánustu ættingjar og vinir til að sitja með sjúklingnum og kveðja. Flestum er þetta heilög stund. Á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er leitast við að gera þessar stundir sjúklingsins og aðstandenda sem bestar, heilagar og virðulegar. Múrborar og hamarshögg, sem berast um alla veggi og loft, munu vanhelga þessa heilögu stund,“ skrifa þeir.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Sjá meira