„Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 17:41 Læknarnir segja framkvæmdirnar vanhelga kveðjustundir. Vísir/Samsett Fjórir læknar mótmæla fyrirætlunum hjúkrunarheimilisins Sóltúns um að framkvæmdir fari fram ofan á byggingunni á meðan heimilisfólkið er vistað þar. Þeir segja múrborar og hamarshögg vanhelga síðustu stundir íbúa með fjölskyldu og vinum. Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað að fjölga rýmum um 67. Til stendur að ráðast í að koma upp svokallaðri léttbyggingu ofan á húsið svo að byggingin hækki um eina hæð. Þar að auki stendur til að lengja tvær fjögurra álma. Þessum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega mikið rask á starfsemi í húsinu en forstjórinn sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að þörfin á rýmum væri æpandi og eftirspurn gríðarleg. Allir eru íbúar til æviloka Einar Stefánsson augnlæknir, Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, Gestur I Pálsson barnalæknir og Jón Snædal öldrunarlæknir skrifuðu grein sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins þar sem þeir spyrja sig hvort heilabilaðir og fatlaðir íbúar hjúkrunarheimila hafi engan rétt. „Ákvörðun um byggingarframkvæmdir í Sóltúnshúsinu er tekin að íbúunum forspurðum. Íbúar hússins fá hvorki grenndarkynningu né andmælarétt. Ljóst má vera að eigendur venjulegs fjölbýlishúss í Reykjavík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbúum, varla gera það án þeirra samþykkis og ekki detta í hug að íbúarnir búi í húsinu meðan byggingarframkvæmdir standa,“ skrifa þeir. Þeir segja heimilismenn hjúkrunarheimila eiga þar sitt heimili og lögheimili. Þeir greiði tekjutengda „húsaleigu“ sem fer hjá sumum yfir hálfa milljón króna á mánuði. Þetta fólk búi á hjúkrunarheimilinu til æviloka og eiga flestir sínar síðustu stundir þar. „[F]lestir núverandi íbúar munu eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum,“ skrifa læknarnir. Heilabilaðir eiga erfiðara með raskið Þeir segja fólk með langt gengna heilabilun sumt á svipuðu stigi og eins til tveggja ára barn. Það getur ekki talað, gengið eða verið sjálfbjarga. Rétt eins og ómálga smábörn þó finna þau fyrir kvíða og ótta, þó tjáningarhæfnin sé takmörkuð. „Sjúklingar með heilabilun eru enn verr settir en heilbrigðir sem verða fyrir hávaða og raski. Þeir gera sér síður grein fyrir ástæðum rasksins og skilja ekki skýringar starfsfólks og aðstandenda. Því eru auknar líkur á hræðslu og kvíða hjá sjúklingum með heilabilun,“ skrifar þeir. Framkvæmdirnar í Sóltúni muni vanhelga dýrmætar kveðjustundir ættingja og vina. „Allir sem nokkuð eru við aldur hafa upplifað andlát náinna ættmenna og vina. Andlát eru oft fyrirsjáanleg og síðustu dagana koma nánustu ættingjar og vinir til að sitja með sjúklingnum og kveðja. Flestum er þetta heilög stund. Á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er leitast við að gera þessar stundir sjúklingsins og aðstandenda sem bestar, heilagar og virðulegar. Múrborar og hamarshögg, sem berast um alla veggi og loft, munu vanhelga þessa heilögu stund,“ skrifa þeir. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað að fjölga rýmum um 67. Til stendur að ráðast í að koma upp svokallaðri léttbyggingu ofan á húsið svo að byggingin hækki um eina hæð. Þar að auki stendur til að lengja tvær fjögurra álma. Þessum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega mikið rask á starfsemi í húsinu en forstjórinn sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að þörfin á rýmum væri æpandi og eftirspurn gríðarleg. Allir eru íbúar til æviloka Einar Stefánsson augnlæknir, Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, Gestur I Pálsson barnalæknir og Jón Snædal öldrunarlæknir skrifuðu grein sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins þar sem þeir spyrja sig hvort heilabilaðir og fatlaðir íbúar hjúkrunarheimila hafi engan rétt. „Ákvörðun um byggingarframkvæmdir í Sóltúnshúsinu er tekin að íbúunum forspurðum. Íbúar hússins fá hvorki grenndarkynningu né andmælarétt. Ljóst má vera að eigendur venjulegs fjölbýlishúss í Reykjavík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbúum, varla gera það án þeirra samþykkis og ekki detta í hug að íbúarnir búi í húsinu meðan byggingarframkvæmdir standa,“ skrifa þeir. Þeir segja heimilismenn hjúkrunarheimila eiga þar sitt heimili og lögheimili. Þeir greiði tekjutengda „húsaleigu“ sem fer hjá sumum yfir hálfa milljón króna á mánuði. Þetta fólk búi á hjúkrunarheimilinu til æviloka og eiga flestir sínar síðustu stundir þar. „[F]lestir núverandi íbúar munu eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum,“ skrifa læknarnir. Heilabilaðir eiga erfiðara með raskið Þeir segja fólk með langt gengna heilabilun sumt á svipuðu stigi og eins til tveggja ára barn. Það getur ekki talað, gengið eða verið sjálfbjarga. Rétt eins og ómálga smábörn þó finna þau fyrir kvíða og ótta, þó tjáningarhæfnin sé takmörkuð. „Sjúklingar með heilabilun eru enn verr settir en heilbrigðir sem verða fyrir hávaða og raski. Þeir gera sér síður grein fyrir ástæðum rasksins og skilja ekki skýringar starfsfólks og aðstandenda. Því eru auknar líkur á hræðslu og kvíða hjá sjúklingum með heilabilun,“ skrifar þeir. Framkvæmdirnar í Sóltúni muni vanhelga dýrmætar kveðjustundir ættingja og vina. „Allir sem nokkuð eru við aldur hafa upplifað andlát náinna ættmenna og vina. Andlát eru oft fyrirsjáanleg og síðustu dagana koma nánustu ættingjar og vinir til að sitja með sjúklingnum og kveðja. Flestum er þetta heilög stund. Á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er leitast við að gera þessar stundir sjúklingsins og aðstandenda sem bestar, heilagar og virðulegar. Múrborar og hamarshögg, sem berast um alla veggi og loft, munu vanhelga þessa heilögu stund,“ skrifa þeir.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira