Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar 9. maí 2025 07:29 Veiðigjaldafrumvarpið sem rætt var á Alþingi í vikunni vekur upp áhyggjur eins og það er í núverandi mynd – sérstaklega þegar litið er til þeirra byggða sem mest reiða sig á sjávarútveg. Þetta mun hafa mikil áhrif á byggðir í mínu kjördæmi í Norðvestur þar sem litlar og meðalstórar útgerðir og fiskvinnslur og fyrirtæki tengd þeim eru burðarás atvinnulífsins og standa undir helmingi eða meira af útsvarstekjum margra sveitarfélaga. Sveitarstjórar, fyrirtæki og íbúar hafa ítrekað lýst áhyggjum af þeim auknu álögum sem breytingarnar boða en í umsögnum til samráðsgáttar hafa sveitarfélög í Norðvestur sagt skýrt að tímamörk samráðs hafi verið of stutt og áhrif gjaldsins verði íþyngjandi. Þótt vissar breytingar hafi nú verið gerðar á frumvarpinu, og einhverjum afsláttarákvæðum bætt við, tel ég að enn sé óljóst hvort þau dugi og það sama á við um sveitarstjórnarfulltrúa í mínu kjördæmi. Þeir hafa fagnað hækkun frítekjumarks en gagnrýna – eins og við Sjálfstæðismenn – skort á greiningum um hvort þetta muni í raun og veru plástra sárið sem þessi skattahækkun mun skilja eftir sig. Svo er það þetta orð; frítekjumark. Ég, sem ferkantaður lyfjafræðingur, get ekki notað þetta orð enda er það ekkert annað en orðskrípi. Það gefur í skyn einhvers konar skjól eða vernd en í raun er það bara afsláttur á gjaldi og dregur athyglina frá kjarna málsins í þessari umræðu. Ég fagna því að frá fyrsta uppkasti hafi verið gerðar breytingar til að mæta áhyggjum sjávarsveitarfélaganna en allt þarf þetta að vera fyrirsjáanlegt og byggt á raunverulegri greiningu á áhrifum. Fyrirtækin í Norðvesturkjördæmi hafa unnið hörðum höndum að verðmætasköpun og nýsköpun, t.d. í vinnslu á laxi og öðrum sjávarafurðum. Ef við ráðist verður gegn þeim með illa ígrundaðri skattahækkun missum við ekki aðeins tekjur – heldur traust, framtíð og búsetu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Adolfsson Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið sem rætt var á Alþingi í vikunni vekur upp áhyggjur eins og það er í núverandi mynd – sérstaklega þegar litið er til þeirra byggða sem mest reiða sig á sjávarútveg. Þetta mun hafa mikil áhrif á byggðir í mínu kjördæmi í Norðvestur þar sem litlar og meðalstórar útgerðir og fiskvinnslur og fyrirtæki tengd þeim eru burðarás atvinnulífsins og standa undir helmingi eða meira af útsvarstekjum margra sveitarfélaga. Sveitarstjórar, fyrirtæki og íbúar hafa ítrekað lýst áhyggjum af þeim auknu álögum sem breytingarnar boða en í umsögnum til samráðsgáttar hafa sveitarfélög í Norðvestur sagt skýrt að tímamörk samráðs hafi verið of stutt og áhrif gjaldsins verði íþyngjandi. Þótt vissar breytingar hafi nú verið gerðar á frumvarpinu, og einhverjum afsláttarákvæðum bætt við, tel ég að enn sé óljóst hvort þau dugi og það sama á við um sveitarstjórnarfulltrúa í mínu kjördæmi. Þeir hafa fagnað hækkun frítekjumarks en gagnrýna – eins og við Sjálfstæðismenn – skort á greiningum um hvort þetta muni í raun og veru plástra sárið sem þessi skattahækkun mun skilja eftir sig. Svo er það þetta orð; frítekjumark. Ég, sem ferkantaður lyfjafræðingur, get ekki notað þetta orð enda er það ekkert annað en orðskrípi. Það gefur í skyn einhvers konar skjól eða vernd en í raun er það bara afsláttur á gjaldi og dregur athyglina frá kjarna málsins í þessari umræðu. Ég fagna því að frá fyrsta uppkasti hafi verið gerðar breytingar til að mæta áhyggjum sjávarsveitarfélaganna en allt þarf þetta að vera fyrirsjáanlegt og byggt á raunverulegri greiningu á áhrifum. Fyrirtækin í Norðvesturkjördæmi hafa unnið hörðum höndum að verðmætasköpun og nýsköpun, t.d. í vinnslu á laxi og öðrum sjávarafurðum. Ef við ráðist verður gegn þeim með illa ígrundaðri skattahækkun missum við ekki aðeins tekjur – heldur traust, framtíð og búsetu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun