Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2025 12:29 Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað að fresta umræðu um veiðigjöld til morguns. Hún býst við að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi. Vísir Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. Þingmenn hafa í vikunni tekist á um nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld fram á kvöld á þingi. Lagðar eru til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Samkvæmt frumvarpinu á að innheimta ríflega 17 milljarða veiðigjöld á næsta ári í stað ríflega ellefu milljarða króna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu sé að ræða. Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað um níu í gærkvöldi að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns. „Það var auðvitað við því að búast að um þetta mál yrði mikil umræða og hún hefur gengið ágætlega hingað til. Það varð að samkomulagi í gærkvöldi að setja aðra umræðu um sölu á eignarhlut ríkisins á Íslandsbanka á dagskrá þingsins og ljúka henni þannig að það væri hægt að afgreiða það frumvarp. Það er mjög mikilvægt að það hljóti afgreiðslu. Ég ákvað því að fresta umræðu um veiðigjöldin en henni verður framhaldið á morgun,“ segir Þórunn. Bjartsýn á að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarið Hún segir að margir hafi viljað tjá sig um veiðigjöldin þegar fundi var frestað í gærkvöldi. „Það var löng mælendaskrá þegar við frestuðum fundi í gærkvöldi þannig að það verður örugglega drjúg umræða um veiðigjöldin á fimmtudaginn," segir Þórunn sem segir þó ekkert benda til að að stjórnarandstaðan beiti málþófi í málinu. Þórunn er bjartsýn á að þingið afgreiði frumvarpið áður en það fer í sumarfrí sem nú er áætlað um 17. júní. „Það stendur ekki annað til en að við afgreiðum frumvarp um veiðigjöldin frá þinginu fyrir sumarhlé,“ segir Þórunn. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þingmenn hafa í vikunni tekist á um nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld fram á kvöld á þingi. Lagðar eru til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Samkvæmt frumvarpinu á að innheimta ríflega 17 milljarða veiðigjöld á næsta ári í stað ríflega ellefu milljarða króna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu sé að ræða. Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað um níu í gærkvöldi að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns. „Það var auðvitað við því að búast að um þetta mál yrði mikil umræða og hún hefur gengið ágætlega hingað til. Það varð að samkomulagi í gærkvöldi að setja aðra umræðu um sölu á eignarhlut ríkisins á Íslandsbanka á dagskrá þingsins og ljúka henni þannig að það væri hægt að afgreiða það frumvarp. Það er mjög mikilvægt að það hljóti afgreiðslu. Ég ákvað því að fresta umræðu um veiðigjöldin en henni verður framhaldið á morgun,“ segir Þórunn. Bjartsýn á að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarið Hún segir að margir hafi viljað tjá sig um veiðigjöldin þegar fundi var frestað í gærkvöldi. „Það var löng mælendaskrá þegar við frestuðum fundi í gærkvöldi þannig að það verður örugglega drjúg umræða um veiðigjöldin á fimmtudaginn," segir Þórunn sem segir þó ekkert benda til að að stjórnarandstaðan beiti málþófi í málinu. Þórunn er bjartsýn á að þingið afgreiði frumvarpið áður en það fer í sumarfrí sem nú er áætlað um 17. júní. „Það stendur ekki annað til en að við afgreiðum frumvarp um veiðigjöldin frá þinginu fyrir sumarhlé,“ segir Þórunn.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira