Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2025 12:29 Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað að fresta umræðu um veiðigjöld til morguns. Hún býst við að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarhlé á Alþingi. Vísir Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. Þingmenn hafa í vikunni tekist á um nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld fram á kvöld á þingi. Lagðar eru til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Samkvæmt frumvarpinu á að innheimta ríflega 17 milljarða veiðigjöld á næsta ári í stað ríflega ellefu milljarða króna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu sé að ræða. Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað um níu í gærkvöldi að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns. „Það var auðvitað við því að búast að um þetta mál yrði mikil umræða og hún hefur gengið ágætlega hingað til. Það varð að samkomulagi í gærkvöldi að setja aðra umræðu um sölu á eignarhlut ríkisins á Íslandsbanka á dagskrá þingsins og ljúka henni þannig að það væri hægt að afgreiða það frumvarp. Það er mjög mikilvægt að það hljóti afgreiðslu. Ég ákvað því að fresta umræðu um veiðigjöldin en henni verður framhaldið á morgun,“ segir Þórunn. Bjartsýn á að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarið Hún segir að margir hafi viljað tjá sig um veiðigjöldin þegar fundi var frestað í gærkvöldi. „Það var löng mælendaskrá þegar við frestuðum fundi í gærkvöldi þannig að það verður örugglega drjúg umræða um veiðigjöldin á fimmtudaginn," segir Þórunn sem segir þó ekkert benda til að að stjórnarandstaðan beiti málþófi í málinu. Þórunn er bjartsýn á að þingið afgreiði frumvarpið áður en það fer í sumarfrí sem nú er áætlað um 17. júní. „Það stendur ekki annað til en að við afgreiðum frumvarp um veiðigjöldin frá þinginu fyrir sumarhlé,“ segir Þórunn. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þingmenn hafa í vikunni tekist á um nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld fram á kvöld á þingi. Lagðar eru til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Samkvæmt frumvarpinu á að innheimta ríflega 17 milljarða veiðigjöld á næsta ári í stað ríflega ellefu milljarða króna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu sé að ræða. Þórunn Sveinbjarnadóttir forseti Alþingis ákvað um níu í gærkvöldi að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns. „Það var auðvitað við því að búast að um þetta mál yrði mikil umræða og hún hefur gengið ágætlega hingað til. Það varð að samkomulagi í gærkvöldi að setja aðra umræðu um sölu á eignarhlut ríkisins á Íslandsbanka á dagskrá þingsins og ljúka henni þannig að það væri hægt að afgreiða það frumvarp. Það er mjög mikilvægt að það hljóti afgreiðslu. Ég ákvað því að fresta umræðu um veiðigjöldin en henni verður framhaldið á morgun,“ segir Þórunn. Bjartsýn á að frumvarpið verði afgreitt fyrir sumarið Hún segir að margir hafi viljað tjá sig um veiðigjöldin þegar fundi var frestað í gærkvöldi. „Það var löng mælendaskrá þegar við frestuðum fundi í gærkvöldi þannig að það verður örugglega drjúg umræða um veiðigjöldin á fimmtudaginn," segir Þórunn sem segir þó ekkert benda til að að stjórnarandstaðan beiti málþófi í málinu. Þórunn er bjartsýn á að þingið afgreiði frumvarpið áður en það fer í sumarfrí sem nú er áætlað um 17. júní. „Það stendur ekki annað til en að við afgreiðum frumvarp um veiðigjöldin frá þinginu fyrir sumarhlé,“ segir Þórunn.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira