Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. maí 2025 13:03 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, gerir ráð fyrir annarri kosningu til kanslara Þýskalands á næstu dögum eða innan tveggja vikna eins og stjórnarskráin leyfir. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, hafa verið niðurlægðan í morgun þegar honum mistókst að tryggja sér kjör í tilnefningu til kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel, leiðtogi hægri flokksins AfD, krefst þess að kosningar fari fram á ný. Í fyrsta sinn í sögu Þýskalands, eftir endurreisn þess sem lýðræðisríkis eftir seinni heimsstyrjöld, náði væntanlegur kanslari ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu um tilnefningu til embættis kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel leiðtogi AfD krafðist þess á blaðamannafundi strax í kjölfarið að boðað yrði til nýrra þingkosninga. Flokkur hennar, sem á þýsku nefnist Alternative für Deutschland eða AfD, er andvígur Evrópusambandinu og er talinn íhaldssamur, þjóðernissinnaður og popúlískur. Flokkurinn varð næst stærsti þingflokkur Þýskalands í kosningunum í febrúar síðastliðnum þar sem hann hlaut 20,8% atkvæða og 152 þingsæti af 630. Alice Weidel er formaður AfD eða Valkosts fyrir Þýskaland. Hún fer fram á að kosið verði til þings á ný. Getty Sameinast um andstöðu gegn AfD Kosningum í Þýskalandi var flýtt um sjö mánuði eftir að óvinsæl ríkisstjórn Olafs Scholz, leiðtoga Sósíaldemókrata féll. Eftir kosningarnar í febrúar síðastliðnum hófust viðræður milli Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kristilegir demókratar fengu 28,6 prósent atkvæða, eða 208 þingsæti. Sósíaldemókratar fengu 16,4 prósent og 120 þingsæti. Saman eru flokkarnir því með 328 sæti á þýska þinginu, af 630. Sameiginlegt hagsmunamál flokkanna tveggja er að halda AfD frá völdum. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfti Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310 í kjörinu til kanslara í morgun. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Veikir stöðu Merz Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á þó von á að Friedrich Merz verði á endanum útnefndur kanslari. „Þetta er auðvitað ferlega niðurlægjandi fyrir Merz og veikir stöðu hans bæði innan Þýskalands en einnig á alþjóðavettvangi. Merz hafði ráðgert mikla ferð um Evrópu sem nýr kanslari og þau plön hljóta að breytast eitthvað.“ Voru það Sósíaldemókratar sem stungu hann í bakið eða þingmenn úr hans eigin flokki? „Menn eru ennþá að fara yfir hvar þessi atkvæði liggja en það er augljóst að einhverjir innan raða þessara stjórnarflokka vilji veita honum einhverja ráðningu áður en farið er af stað.“ Hvað gerist þá næst? „Þingflokkarnir ráða ráðum sínum og þegar þeir hafa fundið út úr hver stuðningurinn raunverulega er þá má gera ráð fyrir annarri kosningu til kanslara á næstu dögum eða innan tveggja vikna. Þriðja kjörið til kanslara á þinginu er mögulegt og þá dugar bara einfaldur meirihluti fyrir þann sem verður þá kanslari. Þannig að það eru allar líkur á að þetta gangi á endanum.“ Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu Þýskalands, eftir endurreisn þess sem lýðræðisríkis eftir seinni heimsstyrjöld, náði væntanlegur kanslari ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu um tilnefningu til embættis kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel leiðtogi AfD krafðist þess á blaðamannafundi strax í kjölfarið að boðað yrði til nýrra þingkosninga. Flokkur hennar, sem á þýsku nefnist Alternative für Deutschland eða AfD, er andvígur Evrópusambandinu og er talinn íhaldssamur, þjóðernissinnaður og popúlískur. Flokkurinn varð næst stærsti þingflokkur Þýskalands í kosningunum í febrúar síðastliðnum þar sem hann hlaut 20,8% atkvæða og 152 þingsæti af 630. Alice Weidel er formaður AfD eða Valkosts fyrir Þýskaland. Hún fer fram á að kosið verði til þings á ný. Getty Sameinast um andstöðu gegn AfD Kosningum í Þýskalandi var flýtt um sjö mánuði eftir að óvinsæl ríkisstjórn Olafs Scholz, leiðtoga Sósíaldemókrata féll. Eftir kosningarnar í febrúar síðastliðnum hófust viðræður milli Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kristilegir demókratar fengu 28,6 prósent atkvæða, eða 208 þingsæti. Sósíaldemókratar fengu 16,4 prósent og 120 þingsæti. Saman eru flokkarnir því með 328 sæti á þýska þinginu, af 630. Sameiginlegt hagsmunamál flokkanna tveggja er að halda AfD frá völdum. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfti Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310 í kjörinu til kanslara í morgun. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Veikir stöðu Merz Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á þó von á að Friedrich Merz verði á endanum útnefndur kanslari. „Þetta er auðvitað ferlega niðurlægjandi fyrir Merz og veikir stöðu hans bæði innan Þýskalands en einnig á alþjóðavettvangi. Merz hafði ráðgert mikla ferð um Evrópu sem nýr kanslari og þau plön hljóta að breytast eitthvað.“ Voru það Sósíaldemókratar sem stungu hann í bakið eða þingmenn úr hans eigin flokki? „Menn eru ennþá að fara yfir hvar þessi atkvæði liggja en það er augljóst að einhverjir innan raða þessara stjórnarflokka vilji veita honum einhverja ráðningu áður en farið er af stað.“ Hvað gerist þá næst? „Þingflokkarnir ráða ráðum sínum og þegar þeir hafa fundið út úr hver stuðningurinn raunverulega er þá má gera ráð fyrir annarri kosningu til kanslara á næstu dögum eða innan tveggja vikna. Þriðja kjörið til kanslara á þinginu er mögulegt og þá dugar bara einfaldur meirihluti fyrir þann sem verður þá kanslari. Þannig að það eru allar líkur á að þetta gangi á endanum.“
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent