Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Árni Sæberg skrifar 2. maí 2025 11:55 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vísir/Einar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gefur lítið fyrir nýjan ársreikning Reykjavíkurborgar, sem sýnir fram á 4,7 milljarða króna afgang af rekstri samstæðu borgarinnar. „Því miður er ekki hægt að rekja skárri stöðu í rekstri til annars en bókhaldstækni, einskiptistekna og aukinnar skattheimtu og gjaldtöku á borgarana“, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var til umfjöllunar í borgarráði í dag. Í skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að jákvæða rekstrarniðurstöðu sem nemur 4,7 milljörðum króna, megi helst rekja til aukinna tekna en tekjur hækkuðu um 18 milljarða milli ára, eða sem nemur 10,2 prósent. Hildur bendir á að útsvarsprósentan hafi hækkað um 0,45 prósentustig á kjörtímabilinu og að fasteignamat húsnæðis hafa jafnframt tekið miklum hækkunum. „Ef einunigs er litið til útsvarshækkunar og gríðarlegra hækkana fasteignamats þá hefur skattheimta borgaryfirvalda gagnvart fólki og fyrirtækjum aukist um 12,2 milljarða árlega frá upphafi kjörtímabils.“ Hún segir jákvæðan viðsnúning í rekstri því ekki mega rekja til aðhalds í rekstri, heldur þvert á móti greiði borgarbúar nú stærri hlut sinna ráðstöfunartekna í borgarsjóð. Rúmir tveir milljarðar úr Bílastæðasjóði „Þá er athyglisvert að tekjur Bílastæðasjóðs voru 676 milljónir króna umfram áætlun en heildartekjur sjóðsins, sem aðallega má rekja til bílastæðagjalda og stöðubrotsgjalda, voru tæpir 2,2 milljarðar króna árið 2024. Þessar tekjur samsvara um 45 prósent af þeirri jákvæðu rekstrarniðurstöðu sem okkur er kynnt.“ Hún bætir við að síðustu ár hafi gjaldsvæði bílastæða í miðborg verið stækkað gríðarlega, bílastæðagjöld verið hækkuð og gjaldskyldutími lengdur. „Þessi aukna gjaldheimta á borgarbúa hefur leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs hafa aukist um ríflega 70 prósent á kjörtímabilinu,“ segir Hildur „Það hefur því miður reynst viðkvæði vinstri flokka að seilast sífellt dýpra í sjálfsafla fé fólks og fyrirtækja í samfélaginu. Það sorglega er að þrátt fyrir sífellt aukna skattbyrði fer þjónustan við borgarana versnandi. Hér þarf að tryggja hóflega skattheimtu og gjaldtöku svo standa megi undir öflugri grunnþjónustu. Önnur verkefni þarf að afskrifa svo vinna megi að því að lækka skatta í Reykjavík á næstu árum“, segir Hildur að lokum. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Því miður er ekki hægt að rekja skárri stöðu í rekstri til annars en bókhaldstækni, einskiptistekna og aukinnar skattheimtu og gjaldtöku á borgarana“, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var til umfjöllunar í borgarráði í dag. Í skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að jákvæða rekstrarniðurstöðu sem nemur 4,7 milljörðum króna, megi helst rekja til aukinna tekna en tekjur hækkuðu um 18 milljarða milli ára, eða sem nemur 10,2 prósent. Hildur bendir á að útsvarsprósentan hafi hækkað um 0,45 prósentustig á kjörtímabilinu og að fasteignamat húsnæðis hafa jafnframt tekið miklum hækkunum. „Ef einunigs er litið til útsvarshækkunar og gríðarlegra hækkana fasteignamats þá hefur skattheimta borgaryfirvalda gagnvart fólki og fyrirtækjum aukist um 12,2 milljarða árlega frá upphafi kjörtímabils.“ Hún segir jákvæðan viðsnúning í rekstri því ekki mega rekja til aðhalds í rekstri, heldur þvert á móti greiði borgarbúar nú stærri hlut sinna ráðstöfunartekna í borgarsjóð. Rúmir tveir milljarðar úr Bílastæðasjóði „Þá er athyglisvert að tekjur Bílastæðasjóðs voru 676 milljónir króna umfram áætlun en heildartekjur sjóðsins, sem aðallega má rekja til bílastæðagjalda og stöðubrotsgjalda, voru tæpir 2,2 milljarðar króna árið 2024. Þessar tekjur samsvara um 45 prósent af þeirri jákvæðu rekstrarniðurstöðu sem okkur er kynnt.“ Hún bætir við að síðustu ár hafi gjaldsvæði bílastæða í miðborg verið stækkað gríðarlega, bílastæðagjöld verið hækkuð og gjaldskyldutími lengdur. „Þessi aukna gjaldheimta á borgarbúa hefur leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs hafa aukist um ríflega 70 prósent á kjörtímabilinu,“ segir Hildur „Það hefur því miður reynst viðkvæði vinstri flokka að seilast sífellt dýpra í sjálfsafla fé fólks og fyrirtækja í samfélaginu. Það sorglega er að þrátt fyrir sífellt aukna skattbyrði fer þjónustan við borgarana versnandi. Hér þarf að tryggja hóflega skattheimtu og gjaldtöku svo standa megi undir öflugri grunnþjónustu. Önnur verkefni þarf að afskrifa svo vinna megi að því að lækka skatta í Reykjavík á næstu árum“, segir Hildur að lokum.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira