Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Árni Sæberg skrifar 2. maí 2025 11:55 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vísir/Einar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gefur lítið fyrir nýjan ársreikning Reykjavíkurborgar, sem sýnir fram á 4,7 milljarða króna afgang af rekstri samstæðu borgarinnar. „Því miður er ekki hægt að rekja skárri stöðu í rekstri til annars en bókhaldstækni, einskiptistekna og aukinnar skattheimtu og gjaldtöku á borgarana“, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var til umfjöllunar í borgarráði í dag. Í skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að jákvæða rekstrarniðurstöðu sem nemur 4,7 milljörðum króna, megi helst rekja til aukinna tekna en tekjur hækkuðu um 18 milljarða milli ára, eða sem nemur 10,2 prósent. Hildur bendir á að útsvarsprósentan hafi hækkað um 0,45 prósentustig á kjörtímabilinu og að fasteignamat húsnæðis hafa jafnframt tekið miklum hækkunum. „Ef einunigs er litið til útsvarshækkunar og gríðarlegra hækkana fasteignamats þá hefur skattheimta borgaryfirvalda gagnvart fólki og fyrirtækjum aukist um 12,2 milljarða árlega frá upphafi kjörtímabils.“ Hún segir jákvæðan viðsnúning í rekstri því ekki mega rekja til aðhalds í rekstri, heldur þvert á móti greiði borgarbúar nú stærri hlut sinna ráðstöfunartekna í borgarsjóð. Rúmir tveir milljarðar úr Bílastæðasjóði „Þá er athyglisvert að tekjur Bílastæðasjóðs voru 676 milljónir króna umfram áætlun en heildartekjur sjóðsins, sem aðallega má rekja til bílastæðagjalda og stöðubrotsgjalda, voru tæpir 2,2 milljarðar króna árið 2024. Þessar tekjur samsvara um 45 prósent af þeirri jákvæðu rekstrarniðurstöðu sem okkur er kynnt.“ Hún bætir við að síðustu ár hafi gjaldsvæði bílastæða í miðborg verið stækkað gríðarlega, bílastæðagjöld verið hækkuð og gjaldskyldutími lengdur. „Þessi aukna gjaldheimta á borgarbúa hefur leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs hafa aukist um ríflega 70 prósent á kjörtímabilinu,“ segir Hildur „Það hefur því miður reynst viðkvæði vinstri flokka að seilast sífellt dýpra í sjálfsafla fé fólks og fyrirtækja í samfélaginu. Það sorglega er að þrátt fyrir sífellt aukna skattbyrði fer þjónustan við borgarana versnandi. Hér þarf að tryggja hóflega skattheimtu og gjaldtöku svo standa megi undir öflugri grunnþjónustu. Önnur verkefni þarf að afskrifa svo vinna megi að því að lækka skatta í Reykjavík á næstu árum“, segir Hildur að lokum. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
„Því miður er ekki hægt að rekja skárri stöðu í rekstri til annars en bókhaldstækni, einskiptistekna og aukinnar skattheimtu og gjaldtöku á borgarana“, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var til umfjöllunar í borgarráði í dag. Í skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að jákvæða rekstrarniðurstöðu sem nemur 4,7 milljörðum króna, megi helst rekja til aukinna tekna en tekjur hækkuðu um 18 milljarða milli ára, eða sem nemur 10,2 prósent. Hildur bendir á að útsvarsprósentan hafi hækkað um 0,45 prósentustig á kjörtímabilinu og að fasteignamat húsnæðis hafa jafnframt tekið miklum hækkunum. „Ef einunigs er litið til útsvarshækkunar og gríðarlegra hækkana fasteignamats þá hefur skattheimta borgaryfirvalda gagnvart fólki og fyrirtækjum aukist um 12,2 milljarða árlega frá upphafi kjörtímabils.“ Hún segir jákvæðan viðsnúning í rekstri því ekki mega rekja til aðhalds í rekstri, heldur þvert á móti greiði borgarbúar nú stærri hlut sinna ráðstöfunartekna í borgarsjóð. Rúmir tveir milljarðar úr Bílastæðasjóði „Þá er athyglisvert að tekjur Bílastæðasjóðs voru 676 milljónir króna umfram áætlun en heildartekjur sjóðsins, sem aðallega má rekja til bílastæðagjalda og stöðubrotsgjalda, voru tæpir 2,2 milljarðar króna árið 2024. Þessar tekjur samsvara um 45 prósent af þeirri jákvæðu rekstrarniðurstöðu sem okkur er kynnt.“ Hún bætir við að síðustu ár hafi gjaldsvæði bílastæða í miðborg verið stækkað gríðarlega, bílastæðagjöld verið hækkuð og gjaldskyldutími lengdur. „Þessi aukna gjaldheimta á borgarbúa hefur leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs hafa aukist um ríflega 70 prósent á kjörtímabilinu,“ segir Hildur „Það hefur því miður reynst viðkvæði vinstri flokka að seilast sífellt dýpra í sjálfsafla fé fólks og fyrirtækja í samfélaginu. Það sorglega er að þrátt fyrir sífellt aukna skattbyrði fer þjónustan við borgarana versnandi. Hér þarf að tryggja hóflega skattheimtu og gjaldtöku svo standa megi undir öflugri grunnþjónustu. Önnur verkefni þarf að afskrifa svo vinna megi að því að lækka skatta í Reykjavík á næstu árum“, segir Hildur að lokum.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira