Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 20:33 Mike Waltz starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Trumps í um fjóra mánuði. EPA Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram. „Ég er ánægður að tilkynna að ég mun tilnefna Mike Waltz í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,“ skrifar Trump í færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar greinir hann einnig frá að Marco Rubio utanríkisráðherra taki tímabundið við störfum Waltz og sinnir því báðum embættum samtímis. Samkvæmt heimildum New York Times hafði Waltz lengi verið á hálum ís. Staða hans versnaði til muna eftir að hann bætti ritstjóra fjölmiðilsins The Atlantic í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem til umræðu voru háleynilegar upplýsingar um umfangsmiklar árásir Bandaríkjanna á Húta í Jemen. Til að mynda komu þar fram klukkan hvað árásirnar færu fram og hvar. Eftir Signal atvikið hafa farið fram samræður fyrir luktum dyrum að skipta Waltz út fyrir einhvern annan. Í fyrri embættistíð Trumps sem forseta skipti hann þrisvar sinnum um þjóðaröryggisráðgjafa. Auk Waltz og ritstjóranum Jeffrey Goldberg, voru í spjallhópnum JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmaður CIA, Steve Witkoff, erindreki Trumps í Mið-Austurlöndunum og Úkraínu, auk fleiri. Hegseth, sem var einnig í spjallhópnum með ritstjóranum, bjó til annan spjallhóp þar sem hann deildi háleynilegum upplýsingum með Jennifer Hegseth, eiginkonu sinni og fyrrverandi framleiðanda hjá Fox News, Phil Hegseth, bróður sínum og Tim Parlatore, lögfræðing. Phil Hegseth og Parlatore starfa báðir hjá varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Alls voru tólf manns í hópnum. Eftir að greint var frá lekanum sagðist Donald Trump standa með Hegseth og neitaði að hann hefði deilt trúnaðarupplýsingum. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
„Ég er ánægður að tilkynna að ég mun tilnefna Mike Waltz í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,“ skrifar Trump í færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar greinir hann einnig frá að Marco Rubio utanríkisráðherra taki tímabundið við störfum Waltz og sinnir því báðum embættum samtímis. Samkvæmt heimildum New York Times hafði Waltz lengi verið á hálum ís. Staða hans versnaði til muna eftir að hann bætti ritstjóra fjölmiðilsins The Atlantic í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem til umræðu voru háleynilegar upplýsingar um umfangsmiklar árásir Bandaríkjanna á Húta í Jemen. Til að mynda komu þar fram klukkan hvað árásirnar færu fram og hvar. Eftir Signal atvikið hafa farið fram samræður fyrir luktum dyrum að skipta Waltz út fyrir einhvern annan. Í fyrri embættistíð Trumps sem forseta skipti hann þrisvar sinnum um þjóðaröryggisráðgjafa. Auk Waltz og ritstjóranum Jeffrey Goldberg, voru í spjallhópnum JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmaður CIA, Steve Witkoff, erindreki Trumps í Mið-Austurlöndunum og Úkraínu, auk fleiri. Hegseth, sem var einnig í spjallhópnum með ritstjóranum, bjó til annan spjallhóp þar sem hann deildi háleynilegum upplýsingum með Jennifer Hegseth, eiginkonu sinni og fyrrverandi framleiðanda hjá Fox News, Phil Hegseth, bróður sínum og Tim Parlatore, lögfræðing. Phil Hegseth og Parlatore starfa báðir hjá varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Alls voru tólf manns í hópnum. Eftir að greint var frá lekanum sagðist Donald Trump standa með Hegseth og neitaði að hann hefði deilt trúnaðarupplýsingum.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira