Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2025 08:00 Ágúst Bjarni Garðarsson er ekki sáttur með stöðu mála hjá HSÍ. fh Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, fer hörðum orðum um HSÍ í færslu á Facebook. Hann segir að HSÍ þurfi á naflaskoðun á öllum sviðum að halda, enginn metnaður sé til að gera betur hjá sambandinu og fjármálin séu í rúst. Karlalið FH féll úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir tap fyrir Fram, 34-33, í tvíframlengdum fjórða leik liðanna á sunnudaginn. Framarar unnu einvígið, 3-1. Í færslu á Facebook byrjar Ágúst, sem tók við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni í vetur, á því að hrósa sínum mönnum í FH fyrir frammistöðuna og óska Fram til hamingju með að vera komið í úrslit. Svo beinir hann orðum sínum að HSÍ og fer engum silkihönskum um sambandið. Ekki eitt, heldur allt Ágúst segir að eftir að hann varð formaður handknattleiksdeildar FH hafi augu hans opnast fyrir ýmsum þáttum í handboltaheiminum sem hann hafi áður ekkert hugsað um dags dagslega. Og hann telur breytinga þörf. HSÍ þarf mjög nauðsynlega á naflaskoðun að halda á öllum sviðum. Það er í raun og veru ekkert eitt, það er allt. Markaðs- og kynningarstarf er í skötulíki. Það er enginn metnaður til að gera betur og fjármálin eru fyrir neðan allar hellur. Þetta segir Ágúst í færslu sinni en fjárhagsstaða HSÍ hefur verið heldur bágborin síðustu misseri. Undanfarin tvö ár hefur HSÍ tapað samtals 130 milljónum króna. Í samtali við íþróttadeild sagði Jón Halldórsson, nýkjörinn formaður HSÍ, að laga þurfi hallarekstur sambandsins. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins,“ sagði Jón meðal annars. Þarf að hreinsa all verulega til Í færslu sinni segir Ágúst einnig að smáborgarabragur sé við lýði í dómaramálum og í öllum samskiptum við dómara og eftirlitsmenn. Hagsmunaárekstrar á mörgum sviðum séu tíðir og innviðir séu ótraustir. „Verkefni nýrrar forystu er ærið. En þarna þarf að hreinsa all verulega til og hugsa hlutina upp á nýtt,“ skrifar Ágúst en færslu hans má sjá hér fyrir neðan. Olís-deild karla FH HSÍ Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fletcher fékk blessun frá Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Sjá meira
Karlalið FH féll úr leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar eftir tap fyrir Fram, 34-33, í tvíframlengdum fjórða leik liðanna á sunnudaginn. Framarar unnu einvígið, 3-1. Í færslu á Facebook byrjar Ágúst, sem tók við formennsku í handknattleiksdeild FH af Ásgeiri Jónssyni í vetur, á því að hrósa sínum mönnum í FH fyrir frammistöðuna og óska Fram til hamingju með að vera komið í úrslit. Svo beinir hann orðum sínum að HSÍ og fer engum silkihönskum um sambandið. Ekki eitt, heldur allt Ágúst segir að eftir að hann varð formaður handknattleiksdeildar FH hafi augu hans opnast fyrir ýmsum þáttum í handboltaheiminum sem hann hafi áður ekkert hugsað um dags dagslega. Og hann telur breytinga þörf. HSÍ þarf mjög nauðsynlega á naflaskoðun að halda á öllum sviðum. Það er í raun og veru ekkert eitt, það er allt. Markaðs- og kynningarstarf er í skötulíki. Það er enginn metnaður til að gera betur og fjármálin eru fyrir neðan allar hellur. Þetta segir Ágúst í færslu sinni en fjárhagsstaða HSÍ hefur verið heldur bágborin síðustu misseri. Undanfarin tvö ár hefur HSÍ tapað samtals 130 milljónum króna. Í samtali við íþróttadeild sagði Jón Halldórsson, nýkjörinn formaður HSÍ, að laga þurfi hallarekstur sambandsins. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins,“ sagði Jón meðal annars. Þarf að hreinsa all verulega til Í færslu sinni segir Ágúst einnig að smáborgarabragur sé við lýði í dómaramálum og í öllum samskiptum við dómara og eftirlitsmenn. Hagsmunaárekstrar á mörgum sviðum séu tíðir og innviðir séu ótraustir. „Verkefni nýrrar forystu er ærið. En þarna þarf að hreinsa all verulega til og hugsa hlutina upp á nýtt,“ skrifar Ágúst en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Olís-deild karla FH HSÍ Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fletcher fékk blessun frá Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Sjá meira