Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 21:46 Antónína Favorskaja hlaut tæplega sex ára fangelsisdóm. AP Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. Navalní, helsti andstæðingur Vladímírs Pútíns í rússneskum stjórnmálum um árabil, lést í fanganýlendu í Síberíu í febrúar á síðasta ári þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm. Fjölskylda hans og stuðningsmenn saka Pútín um að hafa látið bana Navalní. Antonína Favorskaja, Konstantín Gabov, Sergej Karelín og Artjom Kriger voru sakfelld fyrir samstarf sitt með hópi sem rússnesk stjórnvöld álíta öfgahóp. Þau héldu öll fram sakleysi sínu. Favorskaja og Kriger störfuðu fyrir Sota Vision, sjálfstæðan rússneskan fréttamiðil sem fjallar um mótmæli og pólitísk málaferli. Gabov er sjálfstætt starfandi framleiðandi sem hefur unnið fyrir alþjóðlegar fréttaveitur á borð við Reuters og Karelín framleiðir fréttamyndefni fyrir miðla bæði í Rússlandi og alþjóðlega. Hann hefur meðal annars framleitt efni fyrir fréttaveituna Associated Press. Blaðamönnunum fjórum var gefið að sök að hafa unnið fyrir samtök Navalní sem vörpuðu ljósi á spillingu í rússnesku stjórnkerfi. Samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum árið 2021. Fjölmenni var fyrir utan dómshúsið í Moskvu þegar dómurinn var kveðinn upp en réttarhöldin fóru fram fyrir lokuðum dyrum. Í lokaummælum Konstantíns Gabov fyrir dómi sagði hann ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sakirnar sem honum eru bornar. „Ég skil fullkomlega vel hvers konar landi ég á heima í. Í gegnum söguna hefur Rússland aldrei verið neitt annað, það er ekkert nýtt í þeirri stöðu sem er uppi. Sjálfstæð fjölmiðlun er álitin öfgar,“ er haft eftir Gabov í umfjöllun Guardian. Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Navalní, helsti andstæðingur Vladímírs Pútíns í rússneskum stjórnmálum um árabil, lést í fanganýlendu í Síberíu í febrúar á síðasta ári þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm. Fjölskylda hans og stuðningsmenn saka Pútín um að hafa látið bana Navalní. Antonína Favorskaja, Konstantín Gabov, Sergej Karelín og Artjom Kriger voru sakfelld fyrir samstarf sitt með hópi sem rússnesk stjórnvöld álíta öfgahóp. Þau héldu öll fram sakleysi sínu. Favorskaja og Kriger störfuðu fyrir Sota Vision, sjálfstæðan rússneskan fréttamiðil sem fjallar um mótmæli og pólitísk málaferli. Gabov er sjálfstætt starfandi framleiðandi sem hefur unnið fyrir alþjóðlegar fréttaveitur á borð við Reuters og Karelín framleiðir fréttamyndefni fyrir miðla bæði í Rússlandi og alþjóðlega. Hann hefur meðal annars framleitt efni fyrir fréttaveituna Associated Press. Blaðamönnunum fjórum var gefið að sök að hafa unnið fyrir samtök Navalní sem vörpuðu ljósi á spillingu í rússnesku stjórnkerfi. Samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum árið 2021. Fjölmenni var fyrir utan dómshúsið í Moskvu þegar dómurinn var kveðinn upp en réttarhöldin fóru fram fyrir lokuðum dyrum. Í lokaummælum Konstantíns Gabov fyrir dómi sagði hann ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sakirnar sem honum eru bornar. „Ég skil fullkomlega vel hvers konar landi ég á heima í. Í gegnum söguna hefur Rússland aldrei verið neitt annað, það er ekkert nýtt í þeirri stöðu sem er uppi. Sjálfstæð fjölmiðlun er álitin öfgar,“ er haft eftir Gabov í umfjöllun Guardian.
Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira