Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 21:46 Antónína Favorskaja hlaut tæplega sex ára fangelsisdóm. AP Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. Navalní, helsti andstæðingur Vladímírs Pútíns í rússneskum stjórnmálum um árabil, lést í fanganýlendu í Síberíu í febrúar á síðasta ári þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm. Fjölskylda hans og stuðningsmenn saka Pútín um að hafa látið bana Navalní. Antonína Favorskaja, Konstantín Gabov, Sergej Karelín og Artjom Kriger voru sakfelld fyrir samstarf sitt með hópi sem rússnesk stjórnvöld álíta öfgahóp. Þau héldu öll fram sakleysi sínu. Favorskaja og Kriger störfuðu fyrir Sota Vision, sjálfstæðan rússneskan fréttamiðil sem fjallar um mótmæli og pólitísk málaferli. Gabov er sjálfstætt starfandi framleiðandi sem hefur unnið fyrir alþjóðlegar fréttaveitur á borð við Reuters og Karelín framleiðir fréttamyndefni fyrir miðla bæði í Rússlandi og alþjóðlega. Hann hefur meðal annars framleitt efni fyrir fréttaveituna Associated Press. Blaðamönnunum fjórum var gefið að sök að hafa unnið fyrir samtök Navalní sem vörpuðu ljósi á spillingu í rússnesku stjórnkerfi. Samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum árið 2021. Fjölmenni var fyrir utan dómshúsið í Moskvu þegar dómurinn var kveðinn upp en réttarhöldin fóru fram fyrir lokuðum dyrum. Í lokaummælum Konstantíns Gabov fyrir dómi sagði hann ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sakirnar sem honum eru bornar. „Ég skil fullkomlega vel hvers konar landi ég á heima í. Í gegnum söguna hefur Rússland aldrei verið neitt annað, það er ekkert nýtt í þeirri stöðu sem er uppi. Sjálfstæð fjölmiðlun er álitin öfgar,“ er haft eftir Gabov í umfjöllun Guardian. Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Navalní, helsti andstæðingur Vladímírs Pútíns í rússneskum stjórnmálum um árabil, lést í fanganýlendu í Síberíu í febrúar á síðasta ári þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm. Fjölskylda hans og stuðningsmenn saka Pútín um að hafa látið bana Navalní. Antonína Favorskaja, Konstantín Gabov, Sergej Karelín og Artjom Kriger voru sakfelld fyrir samstarf sitt með hópi sem rússnesk stjórnvöld álíta öfgahóp. Þau héldu öll fram sakleysi sínu. Favorskaja og Kriger störfuðu fyrir Sota Vision, sjálfstæðan rússneskan fréttamiðil sem fjallar um mótmæli og pólitísk málaferli. Gabov er sjálfstætt starfandi framleiðandi sem hefur unnið fyrir alþjóðlegar fréttaveitur á borð við Reuters og Karelín framleiðir fréttamyndefni fyrir miðla bæði í Rússlandi og alþjóðlega. Hann hefur meðal annars framleitt efni fyrir fréttaveituna Associated Press. Blaðamönnunum fjórum var gefið að sök að hafa unnið fyrir samtök Navalní sem vörpuðu ljósi á spillingu í rússnesku stjórnkerfi. Samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum árið 2021. Fjölmenni var fyrir utan dómshúsið í Moskvu þegar dómurinn var kveðinn upp en réttarhöldin fóru fram fyrir lokuðum dyrum. Í lokaummælum Konstantíns Gabov fyrir dómi sagði hann ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sakirnar sem honum eru bornar. „Ég skil fullkomlega vel hvers konar landi ég á heima í. Í gegnum söguna hefur Rússland aldrei verið neitt annað, það er ekkert nýtt í þeirri stöðu sem er uppi. Sjálfstæð fjölmiðlun er álitin öfgar,“ er haft eftir Gabov í umfjöllun Guardian.
Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira