Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 21:46 Antónína Favorskaja hlaut tæplega sex ára fangelsisdóm. AP Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. Navalní, helsti andstæðingur Vladímírs Pútíns í rússneskum stjórnmálum um árabil, lést í fanganýlendu í Síberíu í febrúar á síðasta ári þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm. Fjölskylda hans og stuðningsmenn saka Pútín um að hafa látið bana Navalní. Antonína Favorskaja, Konstantín Gabov, Sergej Karelín og Artjom Kriger voru sakfelld fyrir samstarf sitt með hópi sem rússnesk stjórnvöld álíta öfgahóp. Þau héldu öll fram sakleysi sínu. Favorskaja og Kriger störfuðu fyrir Sota Vision, sjálfstæðan rússneskan fréttamiðil sem fjallar um mótmæli og pólitísk málaferli. Gabov er sjálfstætt starfandi framleiðandi sem hefur unnið fyrir alþjóðlegar fréttaveitur á borð við Reuters og Karelín framleiðir fréttamyndefni fyrir miðla bæði í Rússlandi og alþjóðlega. Hann hefur meðal annars framleitt efni fyrir fréttaveituna Associated Press. Blaðamönnunum fjórum var gefið að sök að hafa unnið fyrir samtök Navalní sem vörpuðu ljósi á spillingu í rússnesku stjórnkerfi. Samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum árið 2021. Fjölmenni var fyrir utan dómshúsið í Moskvu þegar dómurinn var kveðinn upp en réttarhöldin fóru fram fyrir lokuðum dyrum. Í lokaummælum Konstantíns Gabov fyrir dómi sagði hann ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sakirnar sem honum eru bornar. „Ég skil fullkomlega vel hvers konar landi ég á heima í. Í gegnum söguna hefur Rússland aldrei verið neitt annað, það er ekkert nýtt í þeirri stöðu sem er uppi. Sjálfstæð fjölmiðlun er álitin öfgar,“ er haft eftir Gabov í umfjöllun Guardian. Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Navalní, helsti andstæðingur Vladímírs Pútíns í rússneskum stjórnmálum um árabil, lést í fanganýlendu í Síberíu í febrúar á síðasta ári þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm. Fjölskylda hans og stuðningsmenn saka Pútín um að hafa látið bana Navalní. Antonína Favorskaja, Konstantín Gabov, Sergej Karelín og Artjom Kriger voru sakfelld fyrir samstarf sitt með hópi sem rússnesk stjórnvöld álíta öfgahóp. Þau héldu öll fram sakleysi sínu. Favorskaja og Kriger störfuðu fyrir Sota Vision, sjálfstæðan rússneskan fréttamiðil sem fjallar um mótmæli og pólitísk málaferli. Gabov er sjálfstætt starfandi framleiðandi sem hefur unnið fyrir alþjóðlegar fréttaveitur á borð við Reuters og Karelín framleiðir fréttamyndefni fyrir miðla bæði í Rússlandi og alþjóðlega. Hann hefur meðal annars framleitt efni fyrir fréttaveituna Associated Press. Blaðamönnunum fjórum var gefið að sök að hafa unnið fyrir samtök Navalní sem vörpuðu ljósi á spillingu í rússnesku stjórnkerfi. Samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum árið 2021. Fjölmenni var fyrir utan dómshúsið í Moskvu þegar dómurinn var kveðinn upp en réttarhöldin fóru fram fyrir lokuðum dyrum. Í lokaummælum Konstantíns Gabov fyrir dómi sagði hann ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sakirnar sem honum eru bornar. „Ég skil fullkomlega vel hvers konar landi ég á heima í. Í gegnum söguna hefur Rússland aldrei verið neitt annað, það er ekkert nýtt í þeirri stöðu sem er uppi. Sjálfstæð fjölmiðlun er álitin öfgar,“ er haft eftir Gabov í umfjöllun Guardian.
Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira