Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 10. apríl 2025 13:00 Á mínum nýja vinnustað, Alþingi, hefur stundum verið rætt um íslenskan vinnumarkað af mikilli vanþekkingu eða hreinlega hroka. Þá hafa það oftar en ekki verið fulltrúar atvinnurekenda í þingliðinu sem vilja meina að staða launafólks sé of sterk, að launafólk ráði för þegar kemur að því að ákvarða launahækkanir, það gangi ekki og að það þurfi að grípa til aðgerða til að veikja stöðu þess. Á íslenskum vinnumarkaði hefur brotastarfsemi hins vegar lengi fengið að viðgangast án mikilla inngripa atvinnurekenda eða hins opinbera. Vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna hefur hin seinni ár komið upp um fjölda brota þar sem farið hefur verið illa með starfsfólk. Oftar en ekki eru þetta einstaklingar í félagslega veikri stöðu, erlent vinnuafl, venjulegt fólk. Vinnustaðaeftirlitið hefur meðal annars komið upp um alvarleg mansalsmál og verkalýðsfélögin í kjölfarið gripið til aðgerða til að grípa þetta verkafólk og veitt því húsaskjól og stuðning. Gleymum því ekki að þessi hópur er varnarlaus. Stuðningsnet þessa fólks er sjaldnast til staðar hér á landi. Verkalýðsfélögin bera hitann og þungann af þessu eftirliti og gera það alfarið á sinn kostnað. Flest tilvik sem koma upp í eftirlitinu tengjast aðbúnaði og launaþjófnaði þar sem launafólk fær ekki greitt fyrir þá vinnu sem það sinnir og ekki greitt í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Og hver eru viðurlögin við því að brjóta vísvitandi á starfsfólki með þessum hætti? Fram til þessa dags hafa þau verið lítil. Því miður er tjón fyrirtækja sama og ekkert þegar upp kemst um launaþjófnað. Jú, fyrirtækin þurfa að leiðrétta launin, en það er allt og sumt. Það er kominn tími til þess að Alþingi grípi inn í og setji lög með skýru ákvæði um févíti. Stöndum með fólkinu. Þess má geta að í dag verður rætt um brot gegn verkafólki og fleiri mál á málstofu Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar, sem hefst kl. 17:00 í félagsheimili Samfylkingarinnar við Strandgötu í Hafnarfirði. Ég hvet alla til að mæta. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Vinnumarkaður Alþingi Samfylkingin Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á mínum nýja vinnustað, Alþingi, hefur stundum verið rætt um íslenskan vinnumarkað af mikilli vanþekkingu eða hreinlega hroka. Þá hafa það oftar en ekki verið fulltrúar atvinnurekenda í þingliðinu sem vilja meina að staða launafólks sé of sterk, að launafólk ráði för þegar kemur að því að ákvarða launahækkanir, það gangi ekki og að það þurfi að grípa til aðgerða til að veikja stöðu þess. Á íslenskum vinnumarkaði hefur brotastarfsemi hins vegar lengi fengið að viðgangast án mikilla inngripa atvinnurekenda eða hins opinbera. Vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna hefur hin seinni ár komið upp um fjölda brota þar sem farið hefur verið illa með starfsfólk. Oftar en ekki eru þetta einstaklingar í félagslega veikri stöðu, erlent vinnuafl, venjulegt fólk. Vinnustaðaeftirlitið hefur meðal annars komið upp um alvarleg mansalsmál og verkalýðsfélögin í kjölfarið gripið til aðgerða til að grípa þetta verkafólk og veitt því húsaskjól og stuðning. Gleymum því ekki að þessi hópur er varnarlaus. Stuðningsnet þessa fólks er sjaldnast til staðar hér á landi. Verkalýðsfélögin bera hitann og þungann af þessu eftirliti og gera það alfarið á sinn kostnað. Flest tilvik sem koma upp í eftirlitinu tengjast aðbúnaði og launaþjófnaði þar sem launafólk fær ekki greitt fyrir þá vinnu sem það sinnir og ekki greitt í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Og hver eru viðurlögin við því að brjóta vísvitandi á starfsfólki með þessum hætti? Fram til þessa dags hafa þau verið lítil. Því miður er tjón fyrirtækja sama og ekkert þegar upp kemst um launaþjófnað. Jú, fyrirtækin þurfa að leiðrétta launin, en það er allt og sumt. Það er kominn tími til þess að Alþingi grípi inn í og setji lög með skýru ákvæði um févíti. Stöndum með fólkinu. Þess má geta að í dag verður rætt um brot gegn verkafólki og fleiri mál á málstofu Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar, sem hefst kl. 17:00 í félagsheimili Samfylkingarinnar við Strandgötu í Hafnarfirði. Ég hvet alla til að mæta. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun