Viðskipti innlent

Lækkanir halda á­fram

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lækkanir á asískum mörkuðum héldu áfram í morgun.
Lækkanir á asískum mörkuðum héldu áfram í morgun. AP

Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi.

Nú hefur mörkuðum verið lokað í Asíu og þar lækkaði Nikkei vísitalan um næstum fjögur prósent.

Í Kína var hinsvegar aðra sögu að segja það sem hlutabréfaverð hækkaði, en það útskýrist af því hversu ógnarsterka stöðu kínverska ríkið hefur á þeim markaði og virðist ljóst að stjórnvöld hafi skorist í leikinn til að rétta gengið við.

Annarsstaðar í Asíu voru lækkanir á flestum mörkuðum, mest í Taívan eða um 5,9 prósent.

Í Evrópu héldu lækkanir einnig áfram, þýska Dax-vísitalan fór niður um rúm tvö prósent við opnun, CAC-vísitalan í Frakklandi lækkaði álíka mikið og sömu sögu er að segja af FTSE 100 vísitölunni í London.

Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af óróanum á mörkuðum og í Svíþjóð og Danmörku lækkaði verð í kauphöllum landanna um tvö prósent einnig við opnun markaða í morgun.

Tölur úr íslensku kauphöllinni koma svo á tíunda tímanum.


Tengdar fréttir

Trump-tollar tóku gildi í nótt

Refsitollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hann setti á um sextíu ríki sem hann vill meina að hafi misnotað aðstöðu sína í viðskiptum gagnvart Bandaríkjunum í áraraðir tóku gildi í nótt. 

Bjartara yfir við opnun markaða

Eftir þriggja daga samfelldar lækkanir á mörkuðum í Asíu og Evrópu var heldur bjartara yfir við opnun þeirra í nótt og í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×