Nú hefur mörkuðum verið lokað í Asíu og þar lækkaði Nikkei vísitalan um næstum fjögur prósent.
Í Kína var hinsvegar aðra sögu að segja það sem hlutabréfaverð hækkaði, en það útskýrist af því hversu ógnarsterka stöðu kínverska ríkið hefur á þeim markaði og virðist ljóst að stjórnvöld hafi skorist í leikinn til að rétta gengið við.
Annarsstaðar í Asíu voru lækkanir á flestum mörkuðum, mest í Taívan eða um 5,9 prósent.
Í Evrópu héldu lækkanir einnig áfram, þýska Dax-vísitalan fór niður um rúm tvö prósent við opnun, CAC-vísitalan í Frakklandi lækkaði álíka mikið og sömu sögu er að segja af FTSE 100 vísitölunni í London.
Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af óróanum á mörkuðum og í Svíþjóð og Danmörku lækkaði verð í kauphöllum landanna um tvö prósent einnig við opnun markaða í morgun.
Tölur úr íslensku kauphöllinni koma svo á tíunda tímanum.