Fátt rökrétt við lækkanirnar Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2025 12:32 Snorri Jakobsson fylgist vel með þróun hlutabréfamarkaða. Vísir/Arnar Hlutabréfagreinandi segir ljóst að verðlækkanir á hlutabréfum hér á landi megi rekja til þess að fjárfestar leitast nú við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem bera mikla áhættu. Lítil rök séu á bak við lækkanir, til að mynda á íslenskum arðgreiðslufélögum sem enga tengingu hafa við Bandaríkjamarkað. Hlutabréfaverð hefur farið hríðlækkandi víðast hvar í heiminum undanfarna daga, eftir að Donald Trump tilkynnti um hækkun allra innflutningstolla í Bandaríkjunum. Úrvalsvísitalan lækkaði hressilega Markaðurinn hér á landi hefur ekki farið varhluta af ástandinu en þegar Kauphöllin opnaði í morgun hafði úrvalsvísitalan lækkað um rúmlega fimm prósent. Markaðurinn hefur þú að einhverju leyti rétt úr kútnum eftir því sem liðið hefur á daginn. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, segir í samtali við fréttastofu að skýringin sé helst sú að fjárfestar séu að flýja áhættu og draga úr áhættusækni í stöðum sínum, með því að selja hlutabréf sem bera mikla áhættu. Erfitt að segja til um framhaldið Snorri segir óskaplega erfitt að spá fyrir um framhaldið á alþjóðamörkuðum. Það hafi ekki verið mikið tilefni til bjartsýni eftir að Trump var kosinn Bandaríkjaforseti, í ljósi þeirra kosningaloforða sem hann hafði gefið. „Það var nokkuð ljóst að það var frekar tilefni til þess að vera varfærinn. Hvað muni gerast? Það er auðvitað það sem gerist alltaf þegar menn eru að fara úr mjög skuldsettum stöðum og draga úr áhættu, þá lækka félög þar sem lítil rök liggja að baki lækkun.“ Það sjáist nú þegar. Gengi bréfa íslenskra arðgreiðslufélaga, sem lítil sem engin tengsl hafi við Bandaríkjamarkað, hafi lækkað mjög hraustlega. Þó að áhrif tollastefni Trumps hafi engin áhrif á þau. „Þetta er mikið til hræðsluviðbragð. Það er fátt rökrétt við mikið af þessum lækkunum. Alveg eins og það var fátt rökrétt við það að vera mjög áhættusækinn í kjölfar þess að Trump vann.“ Kauphöllin Efnahagsmál Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa tekið mikla dýfu við opnun í morgun. Vísitalan í þýsku kauphöllinni lækkuðu um 10 prósent við opnun í morgun en sú lækkun hefur þó eitthvað gengið til baka. 7. apríl 2025 08:48 Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. 7. apríl 2025 06:49 Minni fjárfestar flýja óvissu og um 600 milljarða markaðsvirði þurrkast út Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta. 5. apríl 2025 14:03 Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Hlutabréfaverð hefur farið hríðlækkandi víðast hvar í heiminum undanfarna daga, eftir að Donald Trump tilkynnti um hækkun allra innflutningstolla í Bandaríkjunum. Úrvalsvísitalan lækkaði hressilega Markaðurinn hér á landi hefur ekki farið varhluta af ástandinu en þegar Kauphöllin opnaði í morgun hafði úrvalsvísitalan lækkað um rúmlega fimm prósent. Markaðurinn hefur þú að einhverju leyti rétt úr kútnum eftir því sem liðið hefur á daginn. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, segir í samtali við fréttastofu að skýringin sé helst sú að fjárfestar séu að flýja áhættu og draga úr áhættusækni í stöðum sínum, með því að selja hlutabréf sem bera mikla áhættu. Erfitt að segja til um framhaldið Snorri segir óskaplega erfitt að spá fyrir um framhaldið á alþjóðamörkuðum. Það hafi ekki verið mikið tilefni til bjartsýni eftir að Trump var kosinn Bandaríkjaforseti, í ljósi þeirra kosningaloforða sem hann hafði gefið. „Það var nokkuð ljóst að það var frekar tilefni til þess að vera varfærinn. Hvað muni gerast? Það er auðvitað það sem gerist alltaf þegar menn eru að fara úr mjög skuldsettum stöðum og draga úr áhættu, þá lækka félög þar sem lítil rök liggja að baki lækkun.“ Það sjáist nú þegar. Gengi bréfa íslenskra arðgreiðslufélaga, sem lítil sem engin tengsl hafi við Bandaríkjamarkað, hafi lækkað mjög hraustlega. Þó að áhrif tollastefni Trumps hafi engin áhrif á þau. „Þetta er mikið til hræðsluviðbragð. Það er fátt rökrétt við mikið af þessum lækkunum. Alveg eins og það var fátt rökrétt við það að vera mjög áhættusækinn í kjölfar þess að Trump vann.“
Kauphöllin Efnahagsmál Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa tekið mikla dýfu við opnun í morgun. Vísitalan í þýsku kauphöllinni lækkuðu um 10 prósent við opnun í morgun en sú lækkun hefur þó eitthvað gengið til baka. 7. apríl 2025 08:48 Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. 7. apríl 2025 06:49 Minni fjárfestar flýja óvissu og um 600 milljarða markaðsvirði þurrkast út Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta. 5. apríl 2025 14:03 Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa tekið mikla dýfu við opnun í morgun. Vísitalan í þýsku kauphöllinni lækkuðu um 10 prósent við opnun í morgun en sú lækkun hefur þó eitthvað gengið til baka. 7. apríl 2025 08:48
Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. 7. apríl 2025 06:49
Minni fjárfestar flýja óvissu og um 600 milljarða markaðsvirði þurrkast út Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta. 5. apríl 2025 14:03
Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent