Tollahækkanir Trump taka gildi Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 08:20 Tollverðir í Bandaríkjunum munu frá og með deginum í dag þurfa að innheimta tíu prósenta toll á allar innfluttar vörur. Í næstu viku hækka tollarnir enn frekar á fjölmörg lönd. Vísir/Getty Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í vikunni um víðtækar tollahækkanir á flest lönd heims. „Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ er haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins. Tollarnir fela í sér að minnst tíu prósenta skattur verður lagður á allar vörur sem fluttar verða inn til Bandaríkjanna. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Þess í stað taka þeir þó mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við tiltekin ríki. Áhrif á kauphallir um allan heim Tilkynning Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um tollahækkanirnar á miðvikudag hafði víðtæk áhrif á viðskipti um allan heim og verðbréf margra fyrirtækja hrundu í verði í gær og fyrradag, þar á meðal verð á olíu og ýmsum öðrum vörum, á meðan fjárfestar fluttu peningana sína margir í ríkisskuldabréf. Þau lönd sem verða fyrst fyrir 10 prósent tolli eru til dæmis Ástralía, Bretland, Kolumbía, Argentína, Egyptaland og Sádi Arabíla. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilkynningu frá Tolla- og landamæraeftirliti Bandaríkjanna hafi innflutningsaðilar sem flytji vörur sjóleiðis fengið að vita að enginn greiðslufrestur yrði veittur vegna vara sem hafi verið komnar á sjó á miðnætti en að ekki verði lagður tollur á vörur sem þegar hafi verið lagðar af stað og verði komnar til Bandaríkjanna fyrir 27. maí. Eins og fram kom í tilkynningu Trump munu tollarnir svo hækka eftir viku og munu til dæmis verða tuttugu prósent á allar vörur frá Evrópusambandsríkjum, 34 prósent á vörur frá Kína sem þýðir að vörur frá Kína muni sæta 54 prósent álagninu í heild. Víetnam sömuleiðis mun sæta um 46 prósenta álagningu en fram kemur í frétt Reuters að í gær hafi þau samþykkt að ræða samkomulag við Trump. Kanada og Mexíkó sæta þegar um 25 prósenta álagningu á allar vörur sem fluttar eru inn. Donald Trump tilkynnti um meiri álagningu á löndin stuttu eftir að hann tók við embætti í janúar og vísaði til fentanyl krísunnar sem hefur geisað í landinu um árabil og krafðist þess að landamæraeftirlit yrði aukið við Bandaríkin. Bandaríkin Skattar og tollar Donald Trump Tengdar fréttir TikTok hólpið í bili Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið. 4. apríl 2025 19:49 Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna. 4. apríl 2025 11:21 Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
„Þetta er stærsta viðskiptaaðgerð okkar tíma,“ er haft eftir Kelly Ann Shaw, viðskiptalögfræðingi of fyrrverandi viðskiptaráðgjafa í ríkisstjórn Trump, á vef Reuters, en Shaw fjallaði um ákvarðanir Trump á viðburði í Brookings Institution á fimmtudag. Þar sagði hún að hún ætti von á því að tollarnir myndu þróast yfir tíma og hvert ríki myndi sækjast eftir því að semja um lægri tolla. „En þetta er risamál,“ sagði hún og að þessi ákvörðun hefði áhrif á öll viðskipti heimsins. Tollarnir fela í sér að minnst tíu prósenta skattur verður lagður á allar vörur sem fluttar verða inn til Bandaríkjanna. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Þess í stað taka þeir þó mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við tiltekin ríki. Áhrif á kauphallir um allan heim Tilkynning Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um tollahækkanirnar á miðvikudag hafði víðtæk áhrif á viðskipti um allan heim og verðbréf margra fyrirtækja hrundu í verði í gær og fyrradag, þar á meðal verð á olíu og ýmsum öðrum vörum, á meðan fjárfestar fluttu peningana sína margir í ríkisskuldabréf. Þau lönd sem verða fyrst fyrir 10 prósent tolli eru til dæmis Ástralía, Bretland, Kolumbía, Argentína, Egyptaland og Sádi Arabíla. Í frétt Reuters segir að samkvæmt tilkynningu frá Tolla- og landamæraeftirliti Bandaríkjanna hafi innflutningsaðilar sem flytji vörur sjóleiðis fengið að vita að enginn greiðslufrestur yrði veittur vegna vara sem hafi verið komnar á sjó á miðnætti en að ekki verði lagður tollur á vörur sem þegar hafi verið lagðar af stað og verði komnar til Bandaríkjanna fyrir 27. maí. Eins og fram kom í tilkynningu Trump munu tollarnir svo hækka eftir viku og munu til dæmis verða tuttugu prósent á allar vörur frá Evrópusambandsríkjum, 34 prósent á vörur frá Kína sem þýðir að vörur frá Kína muni sæta 54 prósent álagninu í heild. Víetnam sömuleiðis mun sæta um 46 prósenta álagningu en fram kemur í frétt Reuters að í gær hafi þau samþykkt að ræða samkomulag við Trump. Kanada og Mexíkó sæta þegar um 25 prósenta álagningu á allar vörur sem fluttar eru inn. Donald Trump tilkynnti um meiri álagningu á löndin stuttu eftir að hann tók við embætti í janúar og vísaði til fentanyl krísunnar sem hefur geisað í landinu um árabil og krafðist þess að landamæraeftirlit yrði aukið við Bandaríkin.
Bandaríkin Skattar og tollar Donald Trump Tengdar fréttir TikTok hólpið í bili Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið. 4. apríl 2025 19:49 Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna. 4. apríl 2025 11:21 Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
TikTok hólpið í bili Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið. 4. apríl 2025 19:49
Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna. 4. apríl 2025 11:21
Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent