Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir og Pétur Þ. Óskarsson skrifa 26. mars 2025 11:33 Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni. Útflutningstekjur eru jafnframt sú líflína sem landið þarf til að fjármagna innflutning á vörum og þjónustu sem ekki eru framleidd hér heima, og tryggja okkur þar með lífsgæði og verðstöðugleika. Á fyrsta fjórðungi þessarar aldar hefur íslenskur útflutningur tekið stakkaskiptum. Í kringum aldamótin var útflutningur frá Íslandi einhæfur og viðskiptahalli var hvort tveggja, viðvarandi og ósjálfbær. Þessari þróun hefur okkur tekist að snúa við á undanförnum árum. Það hafa bæst við nýjar stoðir og viðskiptajöfnuður er alla jafna jákvæður, frekar en neikvæður. Sem er jákvætt, því þetta hefur gjörbreytt öllum forsendum tekjuöflunar íslensku þjóðarinnar. Lítil útflutningsþjóð þarf þó að geta brugðist hratt við breytingum á síkvikum mörkuðum. Það er ekki langt síðan að stór markaður í Rússlandi lokaðist íslenskum sjávarútvegi sem þurfti þá að leita á ný mið með sitt sölustarf í skugga sviptinga í alþjóðamálum. Þá er skemmst að minnast þeirra sviptinga sem urðu á heimsmörkuðum í tengslum við heimsfaraldur kórónavírusins. Enn á ný stöndum við frammi fyrir miklum sviptingum og á örfáum mánuðum hefur heimsmynd okkar breyst. Frjáls viðskipti, grunnur þess samfélagsmynsturs sem við höfum komið okkur upp á undanförnum áratugum, á nú undir högg að sækja. Við slíkar aðstæður er gott að búa að því að við höfum skapað landinu sterka ímynd og rekið öflugt markaðsstarf fyrir Ísland sem greiðir götu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings Þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir í alþjóðamálum teljum við að íslenskur útflutningur eigi ennþá mikið inni. Orkugeirinn, sem lengi hefur verið hornsteinn í útflutningi Íslendinga í gegnum orkusækinn iðnað, stendur nú frammi fyrir nýjum og spennandi tækifærum á sviði grænna lausna. Sú mikla þekking sem myndast hefur á sviði sjálfbærrar orkunýtingar og loftslagslausna er gríðarlega eftirsótt um allan heim. Orka og grænar lausnir hafa því mikla burði til að leggja meira af mörkum fyrir íslenskan útflutning. Hugvits- og tæknigeirinn hefur sýnt ótrúlegan vöxt á undanförnum árum. Íslensk fyrirtæki hafa náð fótfestu á ólíkum sviðum, allt frá líf- og heilsutækni til leikjaiðnaðar og fjártækni. Helstu áskoranir sem þau glíma við felast í að laða að sérfræðiþekkingu og fjárfestingar í harðri alþjóðlegri samkeppni. Ef vel tekst til við að leysa úr þeim áskorunum erum við væntanlega að horfa á upphaf mikils vaxtaskeiðs þessa geira og líklegt að íslensk hugvitsfyrirtæki verði leiðandi útflutningsfyrirtæki landsins innan skamms. Listir og skapandi greinar hafa einnig náð eftirtektarverðum árangri en þar hafa útflutningstekjur meira en tvöfaldast frá 2019 með mestum hlutfallslegum vexti í tónlist. Hér höfum við tækifæri til að bæði efla andann og auka tekjur af kvikmyndaiðnaði, tónlistarútflutningi, bókmenntum, hönnun og arkitektúr með samræmdu og öflugu markaðsstarfi. Ferðaþjónusta er ein umfangsmesta útflutningsgrein landsins og stendur undir nær þriðjungi útflutningstekna. Það er nokkur óvissa uppi í greininni, fjöldi ferðamanna dróst saman í janúar og febrúar. Áhersla markaðsstarfs í ferðaþjónustu hefur verið á að draga úr árstíðarsveiflu og dreifa ferðamönnum um landið, þótt enn sé vinna óunnin í að jafna ávinning milli landshluta. Lykilatriði til að auka verðmætasköpun er heilsársferðaþjónusta um allt land og sérhæfðari ferðaþjónusta eins og vellíðunar-, ævintýra-, menningar- og matarferðaþjónustu. Sjávarútvegur og matvæli hafa lengst af verið undirstaða íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Þrátt fyrir að náttúran setji framleiðslunni ákveðin mörk eru tækifæri til að auka útflutningsverðmæti með skýrri mörkun og nýsköpun. Miklar væntingar eru jafnframt til fiskeldis, ekki síst á landi, þar sem við höfum tækifæri til þess að skapa okkur mikla sérstöðu með hágæðavöru. Þá eru einnig tækifæri í auknum útflutningi drykkjarvara og matvæla þar sem hreinleiki og gæði eru í fyrirrúmi. Íslenskar vörur og þjónusta hafa öll skilyrði til að skara fram úr á alþjóðlegum mörkuðum, ekki vegna magns, heldur vegna gæða, hreinleika og sjálfbærni. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvernig við nýtum þessa sérstöðu okkar á næstu árum. Óvissa í alþjóðaviðskiptum Ísland hefur sýnt fram á hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum og nýta tækifæri á alþjóðlegum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings auka lífsgæði á Íslandi til framtíðar að því gefnu að ekki verði gerðar grundvallarbreytingar á því kerfi frjálsra viðskipta sem við höfum búið við á Vesturlöndum. Það mun krefjast samhæfðra aðgerða stjórnvalda, atvinnulífs og stofnana að raungera þau tækifæri sem bjóðast og standa vörð um hagsmuni Íslands á erlendri grund. Ársfundur Íslandsstofu fer fram á Hilton Nordica kl. 15 á morgun. Umræðuefni fundarins er: Alþjóðaviðskipti á óvissutímum. Höfundar eru Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu, og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Vinnumarkaður Nýsköpun Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni. Útflutningstekjur eru jafnframt sú líflína sem landið þarf til að fjármagna innflutning á vörum og þjónustu sem ekki eru framleidd hér heima, og tryggja okkur þar með lífsgæði og verðstöðugleika. Á fyrsta fjórðungi þessarar aldar hefur íslenskur útflutningur tekið stakkaskiptum. Í kringum aldamótin var útflutningur frá Íslandi einhæfur og viðskiptahalli var hvort tveggja, viðvarandi og ósjálfbær. Þessari þróun hefur okkur tekist að snúa við á undanförnum árum. Það hafa bæst við nýjar stoðir og viðskiptajöfnuður er alla jafna jákvæður, frekar en neikvæður. Sem er jákvætt, því þetta hefur gjörbreytt öllum forsendum tekjuöflunar íslensku þjóðarinnar. Lítil útflutningsþjóð þarf þó að geta brugðist hratt við breytingum á síkvikum mörkuðum. Það er ekki langt síðan að stór markaður í Rússlandi lokaðist íslenskum sjávarútvegi sem þurfti þá að leita á ný mið með sitt sölustarf í skugga sviptinga í alþjóðamálum. Þá er skemmst að minnast þeirra sviptinga sem urðu á heimsmörkuðum í tengslum við heimsfaraldur kórónavírusins. Enn á ný stöndum við frammi fyrir miklum sviptingum og á örfáum mánuðum hefur heimsmynd okkar breyst. Frjáls viðskipti, grunnur þess samfélagsmynsturs sem við höfum komið okkur upp á undanförnum áratugum, á nú undir högg að sækja. Við slíkar aðstæður er gott að búa að því að við höfum skapað landinu sterka ímynd og rekið öflugt markaðsstarf fyrir Ísland sem greiðir götu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings Þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir í alþjóðamálum teljum við að íslenskur útflutningur eigi ennþá mikið inni. Orkugeirinn, sem lengi hefur verið hornsteinn í útflutningi Íslendinga í gegnum orkusækinn iðnað, stendur nú frammi fyrir nýjum og spennandi tækifærum á sviði grænna lausna. Sú mikla þekking sem myndast hefur á sviði sjálfbærrar orkunýtingar og loftslagslausna er gríðarlega eftirsótt um allan heim. Orka og grænar lausnir hafa því mikla burði til að leggja meira af mörkum fyrir íslenskan útflutning. Hugvits- og tæknigeirinn hefur sýnt ótrúlegan vöxt á undanförnum árum. Íslensk fyrirtæki hafa náð fótfestu á ólíkum sviðum, allt frá líf- og heilsutækni til leikjaiðnaðar og fjártækni. Helstu áskoranir sem þau glíma við felast í að laða að sérfræðiþekkingu og fjárfestingar í harðri alþjóðlegri samkeppni. Ef vel tekst til við að leysa úr þeim áskorunum erum við væntanlega að horfa á upphaf mikils vaxtaskeiðs þessa geira og líklegt að íslensk hugvitsfyrirtæki verði leiðandi útflutningsfyrirtæki landsins innan skamms. Listir og skapandi greinar hafa einnig náð eftirtektarverðum árangri en þar hafa útflutningstekjur meira en tvöfaldast frá 2019 með mestum hlutfallslegum vexti í tónlist. Hér höfum við tækifæri til að bæði efla andann og auka tekjur af kvikmyndaiðnaði, tónlistarútflutningi, bókmenntum, hönnun og arkitektúr með samræmdu og öflugu markaðsstarfi. Ferðaþjónusta er ein umfangsmesta útflutningsgrein landsins og stendur undir nær þriðjungi útflutningstekna. Það er nokkur óvissa uppi í greininni, fjöldi ferðamanna dróst saman í janúar og febrúar. Áhersla markaðsstarfs í ferðaþjónustu hefur verið á að draga úr árstíðarsveiflu og dreifa ferðamönnum um landið, þótt enn sé vinna óunnin í að jafna ávinning milli landshluta. Lykilatriði til að auka verðmætasköpun er heilsársferðaþjónusta um allt land og sérhæfðari ferðaþjónusta eins og vellíðunar-, ævintýra-, menningar- og matarferðaþjónustu. Sjávarútvegur og matvæli hafa lengst af verið undirstaða íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Þrátt fyrir að náttúran setji framleiðslunni ákveðin mörk eru tækifæri til að auka útflutningsverðmæti með skýrri mörkun og nýsköpun. Miklar væntingar eru jafnframt til fiskeldis, ekki síst á landi, þar sem við höfum tækifæri til þess að skapa okkur mikla sérstöðu með hágæðavöru. Þá eru einnig tækifæri í auknum útflutningi drykkjarvara og matvæla þar sem hreinleiki og gæði eru í fyrirrúmi. Íslenskar vörur og þjónusta hafa öll skilyrði til að skara fram úr á alþjóðlegum mörkuðum, ekki vegna magns, heldur vegna gæða, hreinleika og sjálfbærni. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvernig við nýtum þessa sérstöðu okkar á næstu árum. Óvissa í alþjóðaviðskiptum Ísland hefur sýnt fram á hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum og nýta tækifæri á alþjóðlegum mörkuðum. Öflugar stoðir útflutnings auka lífsgæði á Íslandi til framtíðar að því gefnu að ekki verði gerðar grundvallarbreytingar á því kerfi frjálsra viðskipta sem við höfum búið við á Vesturlöndum. Það mun krefjast samhæfðra aðgerða stjórnvalda, atvinnulífs og stofnana að raungera þau tækifæri sem bjóðast og standa vörð um hagsmuni Íslands á erlendri grund. Ársfundur Íslandsstofu fer fram á Hilton Nordica kl. 15 á morgun. Umræðuefni fundarins er: Alþjóðaviðskipti á óvissutímum. Höfundar eru Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu, og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun